Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.04.1951, Síða 38

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1951, Síða 38
34 SVEITARST J ÓRNARMÁL JÓNAS GUÐMUNDSSON, skiiístoíustjórí: Framkvæmdarstjórn sveitarfélaga. Frá því er sveitarstjórn hófst hér á landi, í þeirri nrynd, sem hún nú er, hefur frarn- kvæmdarvaldinu í sveitarstjórnamrálum lengst af verið þannig h’rir komið, að for- maður sveitarstjómarinnar, oddvitinn, hefur haft framkvæmd alla á hendi, nema þegar einhver mál liafa sérstaklega \’erið öðrum falin með þar um gerðri samþvkkt eða á- kvörðun sveitarstjómar. Oddvitinn er kjör- inn af kjörnum hreppsnefndarmönnum fyrir allt kjörtímabilið og verður ekki séð að hreppsncfnd geti skipt um oddvita síðar á kjörtímabilinu þótt rnálin kynnu að skipast svo, að meirihluti hreppsnefndar yrði odd- vita andvígur. Framkvæmdan'aldið er því í hreppnum falið oddvita um fjögurra ára skeið. Oddvita ber að framkvæma samþvkktir hreppsnefndar þótt hann sé þeirn jafnvel andvígur, ef þær eru lögum samkvæmar eða sveitarstjóm liefur rétt til slíkra ákvarðana almennt. Framkvæmdarvaldi sýslufélaganna er aft- ur á móti skipað á annan veg. Sýslunefndir kjósa sér ekki formann eða oddvita til að fara með framkvæmdarvaldið, heldur er stjórn- skipaður embættismaður — sýslumaðurinn — sjálfkjörinn formaður sýslunefndar og framkvæmdarstjóri hennar. Fvrst eftir að kaupstaðir tóku að myndast hér var bæjar- fógetinn einnig sjálfkjörinn formaður og framkvæmdarstjóri bæjarstjómarinnar. Fyrsta breytingin, sem gerð var á þessu skipulagi hér á landi, var þegar bæjarstjóm Reykjavíkurkaupstaðar fékk með lögum, nr. 86 1907, rétt til að kjósa sérstakan borgar- Jónas Gtiðniundsson. stjóra. Það fyrirkomulag hélzt, að því er Revkjavík snerti, til 1914, þá var ákveðið, að borgarstjórinn í Reykjavík skvldi kosinn af bæjarbúum, en því var aftur breytt með lögurn, nr. 59 1929, sem ákváðu að bæjar- stjóm skyldi kjósa borgarstjóra og skyldi kjörtímabil hans vera hið sama og kjörtíma- bil bæjarstjómarinnar. í öðrunr kaupstöðum en Reykjavík var bæjarstjóri aldrei kosinn beint af kjósend- um, heldur varð breytingin þar mcð þeim hætti, að bæjarstjóri, kjörinn af bæjarstjóm, tók við af bæjarfógeta, sem þá hætti að vera framkvæmdarstjóri bæjarins og formaður bæj- arstjómarinnar. í fyrstu gafst þetta fyrir- komulag ekki mjög illa, en eftir því sem

x

Sveitarstjórnarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.