Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.04.1951, Page 48

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1951, Page 48
44 SVEITARST J ÓRNARMÁL skrifstofur, er settar eru á stofn samkvæmt þeim, úr hlutaðeigandi bæjarsjóði. í lögunum segir svo: í kaupstað hverjum er bæjarstjórn heimilt að ákveða, að þar skuli stofnuð og starfrækt vinnumiðlunarskrifstofa. Nú kemur fram tillaga í bæjarstjóm um, að stofnuð skuli vinnumiðlunarskrifstofa í kaupstaðnum, og skal hún þá rædd á tveim fundum bæjarstjórnar með eigi minna en viku millibili. Nú ákveður bæjarstjóm, að stofnsett skuli vinnumiðlunarskrifstofa, og skal hún þá semja reglugerð um starfsemi hennar, þar sem nánar sé kveðið á um rekstur og starf- svið skrifstofunnar. Félagsmálaráðunevtið staðfestir reglugerðir þessar. Þá eru og ákvæði um hlutverk skrifstof- unnar og um skvldur atvinnurekenda til að láta henni í té afrit af kaupgjaldsskrám o. s. frv. Stjórn vinnumiðlunarskrifstofunnar skal skipuð fimrn mönnum. Skulu þrír þeirra kosnir af hlutaðeigandi bæjarstjóm með hlut- fallskosningu en verkalýðsfélagið á staðnum og félag atvinnurekenda þar tilnefnir hvor sinn mann. Kjörtími stjómarinnar er 4 ár. Stjómin kýs sér sjálf formann. Heimilt er ráðherra að ákveða, að sett skuli á stofn vinnumiðlunarskrifstofa í kauptúni, sem hefur eigi færri íbúa en 500, ef sveitar- stjóm í kauptúninu æskir þess, og fer þá um stofnun hennar og starfrækslu eftir þessum lögum. Bæjarstjómum er hér með sérstaklega bent á að kynna sér lög þessi hið fyrsta. 5. Breyting á aJmannatryggingarJögunum. (Nr. 51 frá 1951.) Á síðasta þingi vom gerðar tvennar breyt- ingar á lögunum um almannatryggingar en voru felldar í eitt og birtar þannig í stjóm- artíðindunum með því númeri, sem að ofan greinir. í lok laga þessara eru ákvæði Handbok um um ag Ttyggingastofnun rík- tryggmgarmal. 7 ö isins skuli eins fljótt og við verður komið láta semja og gefa út handbók um tryggingarmál, er veiti aðgengilegt vfir- lit yfir giJdandi lagaákvæði um almanna- tryggingar, einkum réttindi og skyldur hinna tryggðu og annarra aðila, er lögin snerta. Ástæða er til að fagna ákvörðun um út- gáfu slíkrar handbókar, því að lögin um tryggingarmál eru orðin all viðamikil og ekki eins aðgengileg og skyldi. Góð handbók um þessi mál yrði því kærkomin öllum þeim, er h'lgjast þurfa og vilja með í þessum efnum. í lögunum frá þessu þingi eru ýmis þýð- ingarmikil atriði til breytinga og viðauka á lieildarlögunum, nr. 50 frá 1946, og verða nokkur þeirra rakin liér. Grunnuppliæðir iðgjalda Grannupphæðir oe framlaga til tiTgging- iðffjalda oe fram- ., ^ . , ' ., , íaga tii 1954. arsjoðs skulu vera til ars- loka 1954 sem hér segir: Árleg iðgjöld hinna tryggðu, skv. 107. gr.: a. Kvæntir karlmenn: Á 1. verðlagssvæði . . . kr. 390.00 Á 2. . . 210.00 h. Ókvæntir karlar: Á 1. verðlagssvæði . . . 35O.OO Á 2. .. — 280.00 c. Ógiftar konur: Á 1. verðlagssvæði . ... — 260.00 á 2. — . . . 210.00 2. Iðgjöld atvinnurekenda skv. 112. gr.: Á 1. verðlagssvæði Á 2. ------ ... kr. 4.65 á viku ... — 3.50 — sveitarfélaga samkv. Heildarupphæð framlags 114. gr. laganna: 10,8 millj. kr. Fast framlag ríkissjóðs samkv. 116. gr. lag- anna: 17,4 millj. kr. Iðgjöld þessi skulu innheimt með álagi samkvæmt meðalvísitölu næsta árs á undan.

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.