Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.03.1963, Blaðsíða 16

Sveitarstjórnarmál - 01.03.1963, Blaðsíða 16
10 SVEITARST JÓRNARMÁL Reglugerð um bókhald og ársreikninga sveitarfélaga og fyrirtækja þeirra. Fclagsmálaráðuneytið hefur sett reglu- gerð um bókhald sveitarielaga og íer hún hér á eftir í lieild: 1. gr. í sveitarfélögum með 500 íbúa eða fleiri skal hafa tvöfalt bókhald um fjárreiður sveitarfélagsins. Nú rekur sveitarfélagið fyrirtæki, og er þá sýslunefnd heimilt að ákveða, að sveitarfélagið skuli liafa tvöfalt bókhald, þó að íbúar þess séu færri en 500. 2. gr. Sveitarfélög, sem hafa skulu tvöfalt bók- hald, skulu halda Jrær bækur, sem hér greiriir: a. Dagbók (dálkadagbók, journal), þar sem skrá skal allar greiðslur í peningum, sem inn koma eða eru látnar af liendi, svo og öll önnur viðskipti, sem fram fara á vegum sveitarfélagsins. Rétt er að færa sérstaka sjóðbók, ef gjaldkera- og bókara- störf eru aðskilin, eða ef henta Jrykir af öðrum ástæðum. Viðskipti skulu, eftir því, sem frekast er unnt, skráð í dagbók jafn- óðum og Jiau fara fram, án tillits til Jress, hvenær greiðsla á sér stað. Hver greiðsla eða hver viðskipti færast sérstaklega, en Jk') er heimilt að færa í einu lagi eftir hvern dag innborganir útsvara, innborganir fast- eignagjalda og innborganir annarra skatta, enda séu þá slíkar innborganir færðar jafn- óðum í sérstaka sjóðbók. Allar íærslur í dagbók skulu greinilega dagsettar og íylgiskjal skal fylgja hverri færslu og númer þess skráð í dagbók. Fylgi- skjöl skulu merkt í framhaldandi töluröð árið út og þau varðveitt í réttri röð. b. Gjaldendabók, Jrar sem hverjum gjald- anda tekjustofna sveitarfélaga (sbr. 1. og 2. gr. 1. nr. 69/1962) er gefinn sérstakur reikningur og gjöld hans skráð, eins og þau eru á lögð, svo og greiðslur þær, sem hann innir af liendi. Einnig skal skrá á viðkom- andi reikninga allar breytingar, hækkanir eða lækkanir, sem á gjöldunum verða. c. Viðskiptamannabók, Jrar sem skrá skal viðskipti við aðra aðila en gjaldendur, J)ar á meðal við önnur sveitarfélög. d. Aðalbók (höfuðbók), Jrar sem skrá skal niðurstöðutölur bókhaldsins. Niðurstöðu- tölur dagbókar skal færa í aðalbók eigi sjaldnar en einu sinni í mánuði. e. Framfærslubók, Jjar sem skrá skal alla styrk|)ega og framfærslustyrk Jreim veittan, svo og endurgreiðslur slíks styrks. í fram- færslubók skal koma ljóslega fram, hvers eðlis greiðsla er og hvort um endurkræfan eða óendurkræfan styrk er að ræða. Fram- færslulán, ]). e. lán veitt framfærslujmrfa án sérstakrar tryggingar, skal skrá í fram- færslubók. f. Efnahagsbók, Jjar sem skrá skal ársfjórð- ungslega reikningsjöfnuð sveitarfélagsins og árlegt efnahagsyfirlit, ]). e. rekstrar- og efnahagsreikninga sveitarsjóðsins og fyrir- tækja hans, ásamt athugasemdum endur- skoðenda, svörum reikningshaldara og

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.