Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.03.1963, Blaðsíða 20

Sveitarstjórnarmál - 01.03.1963, Blaðsíða 20
:4 SVEITARST J OltNARMAL Tækní og verkmennín^. Tæknimenningu landsmanna fleygði mjög ört fram á stríðsárunum, þegar liingað bárust með Bretum og Bandaríkjamönnum mörg stórvirk verkfæri, svo sem jarðýtur og vélskóflur, sem landsmenn lærðu að fara með, og síðan voru tekin í notkun víðs vegar um land. Hlutdeild heimsstyrjaldarinnar og síðar varn- arliðsins í vélvæðingu á Islandi verður sjálfsagt gerð skil á öðrum vettvangi síðar meir, en hér er ætlunin að skýra frá heimsókn, sem skrif- stofa sambandsins fékk fyrir nokkrum dögum. Hingað kom fulltrúi frá brezku fyrirtæki, Broom & Wade, sent er einn stærsti framleiðandi loft- þrýstiáhalda í heiminum. Erindi hans til lands- ins var að huga að loftpressunt af gerðinni Broomwade, sem hér urðu eftir við stríðslok og hafa verið hér í notkun allt til þessa dags. Einn- ig hafa nokkrar slíkar loftþjöppur verið keyptar til landsins síðan. Jafnframt er umboðsmaður- inn, P. A. Taylor að nafni, að kynna sér, hvort ekki sé vöntun á loftþjöppum hér á Jressu landi mikilla hrauna og blágrýtis, sérstaklega í sveit- arfélögum, sem þurfa árlega að grafa lagnir fyr- ir holræsi, vatnsveitu og hitaveitu, brjóta niður hús og grafa grunna í hörðum jarðvegi. Taylor skýrir svo frá, að fyrirtækið hafi starf- að síðan fyrir aldamót, og hafi nú i þjónustu sinni yfir 2000 ntanns í mörgum löndum. Það selur um allan heim hvers konar loftþjöppur af (')llum ltugsanlegum stærðum. Þær, sem bezt mundu henta sveitarstjórnum á Islandi, eru fáanlegar, bæði fastar og flytjanlegar; á tveim- ur eða fjórum hjólum, innbyggðar í Landrover jeppabíl eða Ford Thames Trader sendibíl með palli og gengur J)á fyrir bílhreyflinum. Taylor hefur skilið eftir á skrifstofu sam- bandsins ýmiss konar tæknilegar upplýsingar um loftpressur fyrirtækisins og slíkar upplýsingar eru fáanlegar hjá untboðinu hér, Friðriki Bertel- sen að Laugavegi 178, Reykjavík. Það er að sjálfsiigðu brýnt hagsmunamál hverrar sveitarstjórnar, að vinnuflokkur hennar sé vel búinn tækjum og verkfærum, og í hinum stærri kauptúnum og kaupstöðum eru loftpress- ur nauðsynleg áhöld. Innflutningur slíkra tækja er nú frjáls og er unnt að fá framangreindar þjöppur með stuttum fyrirvara, að Jjví er um- boðsmaðurinn tjáði. Ljósmyndin er af tveggja hjóla Broomwade loftþjöppu af algengri gerð.

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.