Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.03.1963, Blaðsíða 35

Sveitarstjórnarmál - 01.03.1963, Blaðsíða 35
SVEITARST J ÓRNARMÁL 29 öllu leyti inn í almannatryggingalögin með þeirri breytingu, að slík trygging næði til allra slysatryggðra manna. Hún taldi þó, að eðli sínú samkvæmt og með tilliti til samræmis við bætur líieyristrygginga gætu slysatryggingarnar ekki tekið á sig óbreytt- ar þær bótagreiðslur, sem sjómenn höfðu samið um, að útgerðarmenn tryggðu þeim. Almannatryggingar miða að því að bæta þegnunum tekjumissi, sem þeir verða fyrir sökum elli, örorku, dauða fyrirvinnu o. s. írv., og bætur vegna dauða fara því el'tir fjölskylduástæðum. Þótt slysabætur séu í flestum löndum ríílegri en bætur lífeyris- trygginga, eru þær yfirleitt sama eðlis. Mun- urinn er sá, að fært hefur verið talið að láta atvinnureksturinn standa undir hærri bótum til þeirra, sem slasast við vinnu í hans þágu, en bótum þeim, sem almennt eru greiddar vegna sjúkdóma, örorku eða dauða. í löndum, þar sem almannatrygg- ingar eru komnar lengst, hefur hins vegar verið rætt um að afnema slysatryggingarn- ar, þar eð þær séu að litlu eða engu leyti hærri en bætur lífeyristrygginga. Af þess- um sökum getur tæplega talizt eðlilegt, að í almannatryggingalögum séu ákvæði um verulegar dánarbætur án tillits til fjöl- skylduástæðna. Alþýðusambandi íslands, Sjómannasam- bandi Islands, Landssambandi íslenzkra út- vegsmanna, Vinnumálasambandi samvinnu- félaganna og Vinnuveitendasambandi ís- lands var siðan ritað bréf, þar sem óskað var umsagna og hugmynda að bótaákvæð- um, þar sem m. a. var gert ráð fyrir hækk- uðum dánarbótum vegna slysa, sem kæmu í stað þeirrar dánarbótatryggingar, sem sjómenn höfðu samið um. Þar eð hvorki barst svar frá Alþýðusambandi íslands né Sjómannasambandi íslands og undirtektir vinnuveitenda voru að miklu leyti nei- kvæðar, hvarf nefndin liá þessari hugmynd, enda voru henni ljósir erfiðleikarnir á að fella úr gildi ákvæði kjarasamninga, nema lögfest yrðu algerlega hliðstæð bótaákvæði. Tillögur liennar um bætur slysatrygginga miðast því við, að ekki verði reynt að íella samningsbundnar tryggingar inn í almanna- tryggingalögin. Nefndin leggur til, að veruleg liækkun eigi sér stað á dánarbótum slysatrygginga til ekkju eða ekkils, en jafnframt verði greiðslutilhögun breytt þannig, að bæturn- ar greiðist á 8 árurn í stað þess að vera greiddar í einu lagi, svo sem nú er gert. Enn fremur leggur lrún til, að greiðslutími dagpeninga verði lengdur og örorkubætur hækkaðar til þeirra, sem misst hafa 50—75% starfsorku sinnar. Um breytingartillögur þessar skírskotast til þess, sem í athugasemd- um um éinstakar greinar frumvarpsins segir. í svari Vinnuveitendasambands fslands við áðurnefndu bréfi nefndarinnar var vitn- að til þess, sem fram kom í áliti slysatrygg- inganefndar frá 1959, að rétt væri að láta fara fram athugun á, livort liverfa skuli frá þeim grundvelli, sem slysabætur eru nú byggðar á, og gera bætur almannatrygg- ingalaga vegna slysa að íullum bótum. Taldi Vinnuveitendasambandið rétt, að sú athugun færi fram hið fyrsta, og beindi því til nefndarinnar, hvort hún sæi sér fært að framkvæma þá athugun. Nefndin ræddi Jietta mál, og viðræður fóru fram um Jiað við ýmsa aðila. Var hún sammála um, að einkum kæmi til greina, að slysa- tryggingar tækju á sig að bæta það tjón, sem vinnuveitanda bæri að greiða sam- kvæmt almennum skaðabótareglum, en þó yrðu bætur aldrei lægri en núgildandi slysa- bætur almannatrygginga. Yrði þetta þannig blönduð ábyrgðar- og slysatrygging.

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.