Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.03.1963, Blaðsíða 36

Sveitarstjórnarmál - 01.03.1963, Blaðsíða 36
30 SVEITARSTJÓRNARMÁL Abyrgðartryggingar hafa færzt mjög í vöxt á undanförnum árum, og eru það einkum hin stærri fyrirtæki, sem slíkar tryggingar taka. Hitt er þó títt, að slík trygging sé ekki tekin, og virðist fjölmörg- um atvinnurekendum ekki vera ljóst, hve skammt slysabætur almannatrygginga venjulega hrökkva til að geta talizt fullar bætur. Framangreind grundvallarbreyting mundi því í fyrsta lagi auka afkomuöryggi launþega og vinnuveitanda. í öðru lagi verður að teljast heppilegra og kostnaðar- minna, að bætur komi frá einum trygging- araðila en fjalla þurfi um sama slys bæði hjá slysatryggingunum og ábyrgðartryggj- anda. Breytingin mundi hafa í för með sér mikinn samdrátt á ábyrgðartryggingum vá- tryggingafélaga, en mörg þeirra liafa að undanförnu lagt kapp á þessa grein trygg- inganna. Ekki er við því ■ að búast að Tryggingastofnunin geti með litlurn fyrir- vara tekið við framkvæmd slíkra trygg- inga, sem er vandasöm og krefst sérmennt- aðs starfsliðs. Ýmis önnur sjónarmið koma til greina, en þau skulu ekki rakin hér. Nefndin hef- ur talið ógerlegt að leysa mál Jjetta á við- unandi liátt á þeim tíma, sem hún hefur haft það til umræðu, en mælir með því, að gerð verði gangskör að rækilegri athug- un jress, ekki sízt af þeirri átsæðu, að vinnu- veitendur, sem greiða kostnað af slysa- og ábyrgðartryggingum, leggja áherzlu á, að hún fari fram. 5. Önnur mál. Við marga kjarasamninga á undanförnum árum hefur verið lögð áherzla á kaupgreiðslu vinnuveitenda í veik- inda- og slysaforföllum umfram það, sem lög ákveða. í almannatryggingalögunum er hins vegar kveðið svo á, að sjúkra- og slysa- dagpeningar skuli ekki greiddir, meðan starfsmaður heldur kaupi sínu. Með slík- um samningsákvæðum spara því vinnuveit- endur og launjiegar slysatryggingunum út- gjöld, en launjjegar hagnast minna en sem nemur titgjaldaaukningu vinnuveitenda. Hefur Jjetta valdið megnri óánægju beggja aðila. í samninga er stundum sett ákvæði þess efnis, að dagpeningar almannatrygg- inga skuli renna til vinnuveitanda, en slíkt ákvæði haggar ekki ákvæðum laganna. Þá hefur félagsmálaráðherra vísað til nefndar- innar samningi frá 28/2 1962 milli Sjó- mannafélags Reykjavíkur, Sjómannal'élags Hafnarfjarðar og Matsveinafélags S.S.Í. annars vegar og Landssambands íslenzkra útvegsmanna hins vegar, en Jjar segir svo: „Hafi skipverji verið eitt ár eða lengur í Jjjónustu útgerðarmanns, fær hann auk of- anritaðs dagpeninga kr. 200.00 á dag sem hér segir: Eftir 1 ár............. í 14 daga - 2 - ............ - 28 - - 3 - ............. - 42 - enda renni dagpeningar Tryggingastofn- unar ríkisins til skipseigenda." Samningi þessum fylgir svohljóðandi yfirlýsing frá þeim, sem að samningsgerðinni stóðu: „Samninganefnd sjómannasamtakanna inn- an A.S.Í. annars vegar og samninganefnd L.Í.Ú. hins vegar eru sammála um að óska eftir Jrví við hæstvirta ríkisstjórn, að hún beiti sér fyrir Jrví við aljringi Jrað, er nú situr, að nauðsynlegar breytingar verði gerð- ar á lögunr um almannatryggingar, er tryggi, að endurgreiðsla sú, sem um ræðir í 17. gr. þessa samnings, komi til fram- kvæmda frá og með 1. janúar 1961. Jafn- lramt lýsa samninganefndirnar því yfir, að gildistaka 3. nrgr. 17. gr. er bundin Jrví skilyrði, að lagabreytingar þessar nái franr að ganga.“ Þar eð ógerlegt er án stórauk- innar fyrirhafnar og kostnaðar að ákveða

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.