Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.03.1963, Blaðsíða 26

Sveitarstjórnarmál - 01.03.1963, Blaðsíða 26
20 SVEITARST JÓRNARMÁL núgildandi ðrorkustyrks) og 4) bætur ( e. t. v. framhaldsdagpeningar) til þeirra, sem ekki teljast varanlegir öryrkjar, en eru óvinnufærir lengur en dagpeningatíma sjúkrasamlaga." Til viðbótar framanrituðu skal tekið fram, að í reglurn um úthlutun örorkustyrkja, sem settar voru af trygginga- ráði og staðfestar af félagsmálaráðherra 27. nóv. 1961, koma fram sömu sjónarmið og nefnd eru í 3. tölulið bréfsins. Um breyt- ingar í samræmi við 4. tölulið skírskotast til 13. og 50. gr. frumvarps og athugasemda við þær. Um þriðja atriði frumvarpsins segir svo í bréfi nefndarinnar: „í 71. grein almanna- tryggingalaganna er kveðið svo á, að á allar bótagreiðslur skuli greiða verðlagsuppbæt- ur samkvæmt vísitölu eftir sömu reglum og greitt er á laun þeirra opinberra starfs- manna, sem lægst laun liafa samkvæmt launalögum. Með lögum rir. 4/1960 um efnahagsmál var tenging kaups við vísitölu framfærslukostnaðar hins vegar numin úr gildi í því skyni að koma í veg fyrir öra verðbólguþróun af völdum víxlhækkana kaupgjalds og verðlags. Nefndin telur, að gild rök yrðu að liníga að því, ef annan hátt ætti í þessu efni að hafa um bætur almannatrygginga en laun. Að sjálfsögðu má bæta skert lífskjör bóta- þega nteð öðrum hætti en vísitöluákvæð- um, enda hefur á undanförnum árum oft verið erfitt að greina á milli verðlagsupp- bóta og raunverulegra kjarabóta." 7. Frumvarp um hækkun dánar- og ör- orkubóta slysatrygginga vegna sjómanna, liutt af Geir Gunnarssyni og Hannibal Valdimarssyni. Alþingi vísaði frumvarpi þessu frá með svofelldri rökstuddri dagskrá: „í trausti þess, að örorkubætur vegna slysa og dánarbætur, sem almannatryggingar greiða, verði hækkaðar, í framhaldi af þeirri endurskoðun, sem nú l'er fram á almanna- tryggingalögunum, tekur deildin fyrir næsta mál á dagskrá." Um þetta mál vísast til Jress, sem um slysabætur segir í III., 4. hér á eftir. III. Hclziu viðfangsefni nefndarinnar. í I. lið liér að framan er gerð grein fyrir tveimur mikilvægum breytingum, sem nefndin hefur haft til meðferðar og nú eru orðnar að lögum, þ. e. afnámi skerðingar- ákvæða og ákvæða um skiptingu landsins í tvö verðlagssvæði. Hér verður gerð grein fyrir öðrum helztu viðfangseínum nelndar- innar. 1. Almannatryggingar og lífeyrissjóðir. í almannatryggingalögunum hefur hingað til verið gert ráð fyrir, að lifeyrissjóðir gætu tekið að sér verkefni almannatrygginga, Jrannig að félagar þeirra ættu ekki rétt á elli-, örorku-, ekkju- né barnalífeyri al- mannatrygginga, en í stað Jress skuldbyndu sjóðirnir sig til að veita aldrei lægri bætur en þær, sem almannatryggingar mundu ella veita. Iðgjald Jsað, sem félagar slíkra sér- sjóða greiða til lífeyristrygginga samkvæmt 27. gr. laga nr. 24/1956, nemur nú 30% af almennu iðgjaldi. Hér er ýmist um að ræða lögboðna sjóði eða sjóði, sem sótt hafa um viðurkenningu Tryggingastofn- unarinnar samkvæmt 85. gr. almannatrygg- ingalaganna. Um rétt sjóðsfélaga til bóta almannatrygginga er kveðið á í 2. málsgr. 11. gr. laganna. Auk Jreirra lífeyrissjóða, sem Jiannig koma í stað almannatrygginga, starfa fjöl- margir sjóðir sem viðbótarsjóðir við Jiær, og greiða Jtví sjóðfélagar hinna síðarnefndu fullt iðgjald til lífeyristrygginga. Alls munu nú vera starfandi um 50 lífeyrissjóðir, sem stofnaðir hafa verið með lögum eða viður-

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.