Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.03.1963, Blaðsíða 32

Sveitarstjórnarmál - 01.03.1963, Blaðsíða 32
26 SVEITARST JÓRNARMÁL legra væri, að fá til úrskurðar mikinn fjölda mála, þar sem um skamma sjúkrahúslegu er að ræða, eða láta sjúkrasamlög ætíð bera kostnað af legu nokkurn tíma, en slíkt veldur aukinni vinnu við að fylgjast með súkrahúsvist samlagsmanna. Fram- kvæmdin hlyti því að verða rniklum mun auðveldari, el öll sjúkrahúsvist ásamt nauð- synlegri hælisvist yrði á vegum lífeyris- trygginga, hafi viðkomandi náð tilteknum aldri. Hið sama er að segja um þá, sem yngri eru, einfaldara hlýtur að vera að greina á milli þess, hvort viðkomandi er varanlegur öryrki eða ekki, en fara eftir sjúkdómsgreiningu og láta sjúkrasamlög e. t. v. greiða fyrst tiltekið tímabil, áður en lífeyristryggingarnar taka við. Hins veg- ar er sennilega ekki að sama skapi og með gamla lólkið ástæða til að láta alla sjúkra- húsvist öryrkja hvíla á lífeyristryggingun- um, þar eð hér er um takmarkaðan hóp að ræða og hjá mörgum öryrkjum er ekki ástæða til að ætla, að um sjúkrahúsvist þurfi fremur að verða að ræða en hjá starf- hæfu fólki. Megingallinn við framkvæmd slíkrar breytingar, sem hér um ræðir, virðist vera sá, að mörkin milli sjúkradeilda og al- mennra deilda elliheimila séu víða hvergi nærri skýr, og þar af leiðandi verði enn eríiðara en nú að skera úr um réttinn til greiðslu íulls dvalarkostnaðar, þegar sami aðili á að kveða á um slíkt og hækkun sam- kvæmt 23. grein núgildandi almannatrygg- ingalaga. Þessi galli kæmi að sjállsögðu einnig fram, þótt hin leiðin, sem að framan er getið, yrði valin. Eins og áður er nefnt, yrði nauðsynlegt að gera ráðstafanir vegna hæla fyrir drykkjusjúka menn, þar eð livorki Gunnars- holt, Úlfarsá né Bláa bandið eru viður- kennd sjúkrahús og ekki munu vera nema fáir varanlegir öryrkjar meðal vistmanna þar. Ýmislegt fleira þarf gaumgæfilegrar athugunar við, áður en að svo mikilvægri skipulagsbreytingu yrði horfið. M. a. er þörf upplýsinga um fjárhagsleg atriði í sambandi við slíka breytingu, ef ekki á að verða röskun á íjárhagsgrundvelli trygg- inganna og heildarframlögum ríkissjóðs og sveitarfélaga til sjúkrasamlaga, lífeyris- trygginga og ríkisframfærslu. Hefur nel'nd- in því miðað frumvarpið við, að lögin urn ríkisframfærslu haldist óbreytt um sinn, en væntir þess, að á þessum málurn reynist innan skamms unnt að finna við- unandi lausn. 3. Fjölskyldubætur. í almannatrygginga- lögunum frá 1946 var gert ráð íyrir, að fjölskyldubætur væru innifaldar í barna- lífeyri og væru þar af leiðandi ekki greidd- ar samtímis honum. Enn fremur var kveð- ið svo á, að íjölskyldubætur skyldu ekki greiddar vegna barna, sem greitt væri með samkvæmt meðlagsúrskurði, en í nú- gildandi lögum er ákvæði þetta orðað svo, að við ákvörðun íjölskyldubóta skuli ekki talin með þau börn í fjölskyldunni, sem eiga framfærsluskyldan föður utan hennar. Ljóst er, að lieppilegra hefði verið í upp- hafi að ákveða barnalífeyri þannig, að hann hefði komið til viðbótar fjölskyldubótum, en lagaákvæðin ollu þó í fyrstu sjaldan erfið- leikum vegna þess, að fjölskyldubætur voru þá greiddar mjög takmörkuðum hópi fjöl- skyldna, þ. e. ef börnin voru fjögur eða fleiri. Árið 1953, þegar tekið var að greiða fjöl- skyldubætur með öðru og þriðja barni í fjölskyldu, komu l'ram kröfur um l'jöl- skyldubætur til einstæðra mæðra. Alþingi lellst á slíkar greiðslur, en valdi þeim heit- ið mæðralaun í stað fjölskyldubóta. Árið 1956 var ákvæðunum um mæðralaun breytt þannig, að síðan hafa þau miðazt við fjár-

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.