Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.03.1963, Blaðsíða 25

Sveitarstjórnarmál - 01.03.1963, Blaðsíða 25
SVEITAR?T JÓRNARMÁL 19 sjúkrasjóði, hafa tekið upp greiðslu fæð- ingarstyrks, og gæti þetta verið vísir að fullum launagreiðslum, meðan á fæðingar- orlofi stendur. Með hliðsjón af framanrituðu mælir nefndin með, að steínt verði að hækkun fæðingarstyrks frá því, sem nú er, og telur hækkun Jrá, sem lagt er til, að ákveðin verði að þessu sinni, spor í rétta átt. 6. Frumvarp um, að landið skyldi verða eitt verðlagssvæði, breytt örorkulífeyrisá- kvæði og vísitölugreiðslur á bætur almanna- trygginga, flutt af Alfreð Gíslasyni, lækni, og Birni Jónssyni. Alþingi vísaði máli þessu til ríkisstjórnarinnar. Áður hafði neíndin með bréfi, dags. 22. nóvember 1961, að beiðni félagsmálanefndar efri deildar Al- þingis látið í té umsögn um frumvarpið. Þar eð verðlagssvæðaskipting hefur verið numin úr lögum, er óþarft að ræða hér fyrstnefnda atriði frumvarpsins. Um annað atriðið, breytt ákvæði um örorkulífeyri, segir svo í umræddu bréfi nefndarinnar: „Það er rétt, sem fram kemur í greinar- gerð fyrir frumvarpinu, að í lögum um almannatryggingar er gerður munur á ör- orku, hvað bætur snertir, eftir j)ví, hvort vinnuslys eða sjúkdómur hefur valdið henni. í frumvarpinu er hins vegar gert ráð fyrir, að Jressi munur haldist að nokkru leyti. Að Jjessu leyti má skipta öryrkjum í J^rjá flokka, þ. e.: a) Örorka yfir 75%. Þessir öryrkjar fá fullan lífeyri, hvort sem um almenna örorku eða slysaörorku er að ræða. b) Örorka 50—75%. Heimilt er að greiða örorkustyrk, ef um almenna örorku er að ræða, en greiða skal skertan lífeyri (50—100%), ef um slysaörorku er að ræða. c) Örorka 15—49%. Engar bætur, ef um almenna örorku er að ræða, en skertur lífeyrir (15—49%), greiddur í einu lagi, ef um slysaörorku er að ræða. Að nokkru leyti stafar framangreindur munur vafalaust af eðlismun á trygging- unum. Þótt höíuðmarkmiðið sé að sjálf- sögðu að gera öryrkjann hæfan til síns fyrra starfs eða annars starfs við hans hæfi, er Jrað sjónarmið ríkjandi hér, Jjegar um vinnuslys er að ræða, að hinum slasaða beri að íá bætur fyrir „læknisfræðilegt" orku- tap án tillits til vinnutaps og atvinnurekst- urinn beri að standa undir útgjöldum til slíkra bóta. í sumum nágrannalöndum okk- ar, einkum í Noregi, hafa viðhorf manna í þessu efni breytzt rnjög. í slysatryggingum er örorkustigið að mestu leyti ákvarðað eftir töflum, sem þó koma misjafnlega heim við hið raunveru- lega orkutap. Telja verður fráleitt að miða almennan örorkulífeyri einhliða við læknis- fræðilegt örorkutap vegna Jress, að margir hafa e. t. v. há laun, Jró að heilsufari Jreirra sé þann veg háttað, að Jreir yrðu metnir öryrkjar, jafnvel á háu stigi, ef örorkan væri aðeins metin með hliðsjón at líkams- ástandi þeirra. Þar eð skerðingarákvæði hafa verið numin úr lögum, ættu Jreir rétt á örorkulífeyri í hlutfalli við matið, Jrrátt fyrir miklar launatekjur. Það er álit nefndarinnar, að endurskoða þyrfti ákvæðin um örorkulífeyri og örorku- styrk, enda verði þá einkum tekið til athug- unar 1) auknar ráðstafanir til endurhæf- ingar, en Jrær mundu geta haft í för með sér fækkun örorkulífeyrisjrega, 2) örorku- lífeyrir verði greiddur varanlegum öryrkj- um með sama eða svipuðum hætti og nú á sér stað, 3) bætur til þeirra, sem hafa veru- lega skertar vinnutekjur eða verulegan kostnað vegna fötlunar (komi e. t. v. í stað

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.