Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.03.1963, Blaðsíða 38

Sveitarstjórnarmál - 01.03.1963, Blaðsíða 38
32 S VEITARST J ÓRNARMÁL og fyrst í stað mun verða um lækkun að ræða. Útgjöld annarra aðila hækka hins vegar. Eins og áður er getið, stefnir þróun- in í þá átt, að meiri hluti þessara sjóða leiti að óbreyttum lögum eftir fullum rétt- indum fyrir félaga sína, og mundi vart verða spornað við því, að Jjau fengjust. Raunverulega er Jjví hér ekki nema að nokkru leyti um að ræða útgjöld, sem rekja má til Jiessa frumvarps. Greiðsla dagpeninga til vinnuveitenda, Jsegar laun eru greidd í slysa- og veikinda- forföllum, veldur að sjálfsögðu auknum út- gjöldum slysa- og sjúkratrygginga. Verður útgjaldaaukningin hlutfallslega meiri hjá slysatryggingunum, en þar standa atvinnu- rekendur sjálfir undir útgjöldunum. Eins og áður er getið, telja bæði vinnuveitendur og ýmis launjsegasamtök mikla bót að breyt- ingu Jjessari. Um aukningu bóta að öðru leyti, hækk- un bóta til samræmis við almennar kaup- lagsbreytingar, svo og um liækkun einstakra bótategunda umfram ])ær, helur nefndin haft það meginsjónarmið, að útgjaldaaukn- ing lífeyristrygginganna fari ekki verulega fram úr Jjví, sem orðið hefði, ef allar bætur hefðu hækkað um 7% með lögum nr. 89/1962. Ef taldar eru með J)ær tvær breyt- ingar, sem nefndin liefur fjallað um og orðnar eru að lögum, ]). e. afnám skerð- ingarákvæða og afnám verðlagssvæðaskipt- ingar, er hins vegar um mikla aukningu útgjalda að ræða. Útgjaldaaukning almannatrygginga 1964 vegna lagabreytinga samkvæmt frumvarpinu, áætluð af Tryggingastofnun ríkisins. I. Lífeyristryggingar. Hækkun skv. frv. 1. Lífeyrir sérsjóðsfélaga, er falla undir ákvæði 85. gr. laga nr. 24/1956, sbr. 10. gr. og bráðabirgðaákvæði frv............ 17.0 millj. kr. 2. Fjölskyldubætur, sbr. 15. gr. frv........................ 19.4 — — 3. Mæðralaun, sbr. 17. gr. frv ...............................1.8 — — 4. Fæðingarstyrkur, sbr. 18. gr. frv......................... 7.1 — — 5. Ekkjulífeyrir, sbr. 20. gr. frv........................... 1.5 — — 6. Annað, sbr. 16., 19., 56., 72. og 78. gr.................. 1.2 — — Samtals 44.4 millj. kr. Fjárhæð Jaessi skiptist Jumnig á aðila (til Jreirra bóta, sem ekki hækkuðu með lögum samanburðar er sýnt, hverju 7% liækkun nr. 89/1962, mundi liafa numið): Frumvarp 7% hækkun Ríkissjóður ............................. 28.4 millj. kr. 14.6 millj. kr. Hinir tryggðu ............................ 8.0 — — 1.2 — — Sveitarsjóðir ............................ 4.5 — — 0.7 — — Atvinnurekendur .......................... 3.5 — — 0.5 — — Samtals 44.4 millj. kr. 17.0 millj. kr.

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.