Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.03.1963, Blaðsíða 17

Sveitarstjórnarmál - 01.03.1963, Blaðsíða 17
SVEITARST JÓRNARMÁL 11 reikningsúrskurðum. Reikningar þessir skulu færðir í efnahagsbók eigi rninna sundurliðaðir, en reikningsform það er, sem félagsmálaráðuneytið lætur gera, sbr. 10. gr. g. Skrá um ábyrgðir, senr sveitarfélagið hefur gengið í. h. Aðrar þær bækur, sem nauðsyn krefur. 3. gr. Sveitarfélögum er heimilt að færa bækur þær, er um ræðir í 2. gr., í spjaldskrár- formi eða sem lausblaðabækur, nema bæk- ur þær, sem urn getur í staflið d og f í nefndri gr. 4. gr. Sveitarfélög, sem ekki er skylt að hafa tvöfalt bókhald samkvæmt 1. gr., skulu halda þær bækur, sem hér greinir: a. Sjóðbók, sem rita skal í allar peninga- greiðslur, sem sveitarsjóður fær eða geldur út. Peningagreiðslur merkja í þessu sam- bandi: 1. Allar peningagreiðslur eða jafngildi þeirra, sem fara um liendur reikningshald- ara og hafa þannig bein áhrif á þann sjóð, sem reikningshaldari liggur með. 2. Allar greiðslur, sem fara fram með skuldajöfnun, millifærslum eða verðmætum öðrurn en peningum, ýmist beint á milli sveitarsjóðs og viðskiptaaðila eða urn hend- ur þriðja aðila. Slíkar greiðslur skulu ætíð tvífærðar, þ. e. bæði sem innborgun og út- borgun, þannig að mismunur allra inn- borgana og útborgana samkvæmt sjóðbók sýni jafnan sjóð (jákvæðan eða neikvæðan) í vörzlu reikningshaldara. Dæmi um slíkar greiðslur er t. d., ef gjaldandi greiðir í við- skiptareikning sveitarfélagsins í peninga- stofnun eða verzlun og afhendir síðan reikn- ingshaldara kvittun fynir innborgun til greiðslu á t. d. útsvari. Færir þá reiknings- haldari tvær færslur í sjóðbók: annars veg- ar innborgað útsvar (debet færsla), hins vegar innborgun á viðskiptareikning i pen- ingastofnun eða verzlun (kredit færsla). Allar greiðslur skal, eftir því sem frekast er unnt, færa í sjóðbók jafnóðum og þær eiga sér stað eða íylgiskjöl með þeim eru afhent reikningshaldara (sbr. lið 2 að fram- an). Allar færslur í sjóðbók skulu greinilega dagsettar og fylgiskjal skal fylgja liverri færslu og númer þess skráð í sjóðbók. Fylgiskjöl skulu merkt í framhaldandi tölu- röð árið út og síðan varðveitt í réttri röð. b. Efnahagsbók, þar sem skrá skal árs- reikninga sveitarsjóðsins með athugasemd- um endurskoðenda, svörum reikningshald- ara og úrskurðum sýslunefndar. í bók þessa skal og rita niðurjöfnunarskrá sveitarfélags- ins, eins og hún er lögð fram til sýnis, svo og allar þær breytingar, sem síðar kunna að verða á skránni. Þá skal rita í bókina skrá um þá, sem notið hafa framfærslustyrks og hve mikils og hvers eðlis hann er, einnig fleira, ef henta þykir, svo sem skrá urn ábyrgðir, sem sveitarfélagið hefur tekizt á hendur. Fylgiskjöl þurfa Jió ekki að fylgja með innborgun útsvars, eða annarra skatta, enda sé nafn greiðanda og tegund greiðslu skráð í textadálk. Ársreikningar sveitarsjóðs samkvæmt b- lið Jiessarar gr. eru reikningar yfir tekjur og gjöld, eignir og skuldir. Reikningar Jressir skulu færðir í efnahagsbók eigi minna sundurliðaðir en reikningslorm Jrað er, sem félagsmálaráðuneytið lætur gera, sbr. 10. gr. 5. gr. Fyrirmæli í 2. og 4. gr. um bækur Jrær, sem sveitarfélögum er skylt að færa, eru

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.