Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.03.1963, Blaðsíða 19

Sveitarstjórnarmál - 01.03.1963, Blaðsíða 19
SVEITARST JÓRNARMÁL 13 Afmælisþing alþjóðasambands sveitarfélaga. Alþjóðasamband sveitarlelaga minnist þess í sumar, að 50 ár eru liðin frá stofnun þess. Verður haldið sérstakt afmælisþing í Brussel, höfuðborg Belgíu, dagana 17. til 25. júní og fellur jjað saman við 16. al- þjóðaþing sveitarfélaga. Umræðuefni þings- ins nefnist „Sveitarstjórn á 20. öld“ og verður helgað þróun og stöðu sveitarstjórna á síðastliðnum 50 árum og nýjum verk- efnum, sem sveitarstjórnir hafa tekið upp, einkum á seinustu fimmtán árum. Sérstök áherzla verður lögð á sveitarstjórn í þróun- arlöndunum og á viðfangsefni sveitar- stjórna á sviði íélagsmála, menningarmála og efnahagsmála. Nefndir fjalla um sér- mál, heilsuvernd, útilíf og almenningsgarða og fjármál, svo og um önnur málefni, er snerta ákveðin svæði svo sem vandamál sveitarstjórna í þróunarlöndunum og í ríkj- unum, sem nú tengjast saman í Vestui- Evrópu. Gefið verður út rit, „Sveitarstjórn á 20. öld“, jrar sem birtast skýrslur um sveitar- stjórn í þrjátíu ríkjum, og verður það sent þátttakendum fyrir jnngið. Aljjjóðasamband sveitarfélaga var stofnað í borginni Gent í Belgíu á árinu 1913 og munu þingfulltrúar fara þangað í kynnis- för. Auk þess verður móttaka hjá konungs- ----------------------------------- F orsíðumyndm. Um jjessar mundir er réttur áratug- ur frá því að framkvæmdir hófust við byggingu dvalarheimilis aldraðra sjó- manna að Hrafnistu í Reykjavík. Á lorsíðumyndinni má glöggt sjá, hvern- ig húsakostur er jaar orðinn nú. Aðal- byggingin var reist á árinu 1953, horn- steinn hennar var lagður á sjómanna- daginn 1954 og heimilið tekið til al- nota á árinu 1957. Að Hrafnistu dveljast nú um 200 vistmenn, þar af 44 á sjúkradeild. Nálægt 200 manns eru sagðir vera á biðlista og sýnir jjað, hversu rík þörf er á slíkum sama- stað fyrir aldrað fólk. Hafin er smíði viðbótarálmu fyrir 70 vistmenn og fyrirhugað er að reisa enn aðra, svo unnt verði að rúma til viðbótar 130 manns á næstu árum. Á myndinni eru íbúðarálmur fremst, en al'tar sést á kvikmyndahúsið „Laugarásbíó“, sem rekið er í fjáröflunarskyni fyrir Hrafn- istu. Að mestu leyti helur vistheimilið verið reist lyrir ágóða af happdrætti, sem nú verður að hluta rekið til stuðnings við íbúðabyggingar fyrir aldrað fólk víðsvegar á landinu, eítir jjví sem sveitarstjórnir og aðrir aðilar hagnýta sér nýja löggjöf, sem frá er skýrt annars staðar í heftinu. s__________________________________✓ fjölskyldunni, Baudouin konungi og Fabi- olu drottningu í konungshöllinni, heim- sóttur Evrópuskólinn, söfn og merkisstaðir, og er augljóst af upplýsingum, sem borizt hafa, að hátíðarbragur verður á Jnnginu. I>eir sveitarstjórnarmenn, sem hefðu hug á að sækja jringið, geta fengið nánari upp- lýsingar um það á skrifstofu sambandsins.

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.