Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.02.1975, Blaðsíða 10

Sveitarstjórnarmál - 01.02.1975, Blaðsíða 10
Vélarhús frystihúss SÚN var útbygging með ójárnbentum veggjum, sem féllu eins og spilaborg undan flóðinu, og urðu þar stórskemmdir á vélunum. (Ljósm. Víslr. Myndin er I eigu Bæjarsjóðs Neskaupstaðar). Nokkru utan við lýsisgeymana stóð svartolíu- geymir með 900 tonnum af svartolíu. Hann klipptist í sundur rétt ofan við botninn, sem sat eftir í sandlaginu, en tankurinn þeyttist niður á norðurvegg bræðslunnar. Á leiðinni skildi hann eftir sig tvo olíupolla, en mesta magnið fór ekki úr lionum, fyrr en hann liafði stöðvazt á bræðsluhúsinu. Verksmiðjuhúsið og mjölskemma gjörónýttust og þungar vélar og tæki færðust til með undir- stöðurn eða kipptust upp af þeim. Er þar fátt heillegt inni. Þá skall snjóflóðið á frystihúsinu, braut vélahús, vélaverkstæði o.fl., og fylltist þar allt af snjó. Ennfremur tók flóðið ófullgert starfs- mannahús og fleiri byggingar. Um 7—10 mín. síðar féll flóð á svonefnt Mána- svæði. Það kom úr hvilft neðan undir Mið- strandarskarði og þreif m.a. með sér skemmu Steypusölunnar hf., tvílyft íbúðarhús úr timbri og húsnæði Bifreiðaþjónustunnar, ásamt fjölda bifreiða, vinnuvéla og tækja. Björgunarstarfið Jafnskjótt og ljóst varð, hvað gerzt hafði, þyrptist fólk á vettvang. Þegar í stað var hafizt handa af fullum krafti og skipulega að leita að fólki, sem hugsanlega hefði grafizt undir snjóflóðinu. Almannavarnanefnd skipti þegar með sér verkum og stjórnaði björgunarstarfinu í sam- ráði við Almannavarnaráð. Aðstoð bauðst hvaðanæva að, og komu sveitir manna úr ná- lægum byggðarlögum tii hjálpar. Unnið var sleitulaust að leit týndra við erfiðustu aðstæður allt fram á aðfangdag, en þá varð að liætta leit vegna veðurs. Allmargir björgunarmenn frá öðrum byggðum urðu veðurtepptir og héldu jólin í Neskaupstað. Jólahald var að sjálfsögðu með öðrum liætti en venjulega, og menn unnu sér vart hvíldar jóladagana. Rétt skutust lieim til að borða jólamatinn og svo aftur til starfa. Þegar vonir manna um að finna þá týndu á lífi voru brostnar, var tekið til óspilltra mál- anna við að bjarga verðmætum úr rústum at- vinnufyrirtækjanna. Fannfergi og illviðri töfðu mjög allt björgunar- og hreinsunarstarf fyrstu vikurnar, og enn er ekki séð fyrir endann á því. Eitt erfiðasta vandamálið, sem þurft hefur að glíma við, er hreinsun svartolíunnar á athafna- svæði Síldarvinnslunnar. Talið er, að urn þriðj- ungur þeirra 900 tonna, sem í svartolíugeym- inurn voru, hafi farið í sjó fram í flóðinu. Rak SVEITARSTJÓRNARMÁL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.