Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.02.1975, Blaðsíða 23

Sveitarstjórnarmál - 01.02.1975, Blaðsíða 23
FJÓRÐUNGSSAMBAND VESTFIRÐINGA 25 ÁRA Fjórðungsþing Vestfirðinga árið 1974 var haldið í Bolungarvík dag- ana 23. og 24. ágúst. Gunnlaugur Finnsson, fráfarandi formaður Fjórðungssambandsins, setti þingið með ræðu, en Guðmundur Kristj- ánsson, bæjarstjóri, bauð þingfull- trúa og gesti velkomna til starfa í hinum nýstofnaða Bolungarvíkur- kaupstað. Einnig gerði hann stutt- lega grein fyrir sögu byggðarlags- ins. Þetta fjórðungsþing var hið 19. í röðinni. Þingforseti var kosinn Ólafur Kristjánsson, forseti bæjarstjórnar í Bolungarvík, og varaforseti Guð- mundur B. Jónsson, bæjarfulltrúi í Bolungarvík. Ritarar þingsins voru Halldór Magnússon, oddviti Súðavíkurhrepps, og Ingi Garðar Sigurðsson, oddviti Reykhóla- hrepps. Þingið sátu 35 kjörnir fulltrúar frá 23 sveitarfélögum af 32 á fé- lagssvæðinu. Auk þess sein gestir Sturla Jónsson, lieiðursfélagi sam- bandsins, Þorvarður K. Þorsteins- son, sýslumaður, Ölvir Karlsson, fulltrúi Sambands íslenzkra sveitar- félaga, Guðjón Stefánsson, fram- kvæmdastjóri Sambands sveitarfé- laga í Vesturjandskjördæmi, al- þingismennirnir Karvel Pálmason og Sighvatur Björgvinsson og Ein- ar Guðfinnsson, forstjóri í Bol- ingarvík. Einnig bæjarstjórar og sveitarstjórar á Vestfjörðum, sem ekki voru kjörnir fulltrúar. Fjórðungsþingið 25 ára 1 skýrslu formanns sambandsins kont m. a. fram, að 25 ár voru í nóvembermánuði liðin frá stofnun Fjórðungssambands Vestfirðinga, en það var stofnað á ísafirði á ár- inu 1949. í tilefni af þessu afmæli hefði stjórnin ákveðið að fara þess á leit við Hjört Hjálmarsson, íyrr- verandi skólastjóra á Flateyri, að hann skrái sögu sambandsins, og vinnur hann nú að því verki. Frá árinu 1949 til 1971 starfaði sam- bandið sem samtök sýslufélaga og Isafjarðarkaupstaðar, en frá árinu 1971 hefur það verið samtök sveit- arfélaganna á Vestfjörðum. Einnig flutti Jóhann T. Bjarna- son, framkvæmdastjóri sambands- ins, fundinum skýrslu og greindi frá helztu verkefnum skrifstofu sambandsins á árinu. Báðir fjölluðu þeir, formaður og framkvæmdastjóri, um störf endur- skoðunarnefndar sveitarstjórnar- laganna og þær hugmyndir, sem uppi eru um framtíðarskipan landshlutasamtakanna. Ávörp gesta Ölvir Karlsson, oddviti, flutti þinginu kveðjur stjórnar Sam- bands íslenzkra sveitarfélaga og stjórnar Sambands sveitarfélaga í Suðurlandskjördæmi, og Guðjón Stefánsson, lramkvæmdastjóri, bar þinginu kveðjur stjórnar Samtaka sveitarfélaga í Vesturlandskjör- dæmi. Grunnskólalögin Torfi Ásgeirsson, deildarstjóri í menntamálaráðuneytinu, hafði á þinginu framsögu um grunnskóla- lögin og setningu reglugerða sam- kvæmt þeim. Sérstaklega fjallaði hann um fjármálaleg samskipti sveitarfélaga og ráðuneytisins og fyrirhugaða 10 ára framkvæmdaá- ætlun um skólabyggingar. Miklar umræður urðu á þinginu um skóla- skipan á Vestfjörðum, fjánnál skóla og framkvæmd grunnskólalaga. Raforkumál Jakob Gíslason, fyrrv. orkumála- stjóri, flutti framsöguerindi um framtíðarskipan raforkumála á Vestfjörðum. Haukur Tómasson, jarðfræðingur, fjallaði um stöðu Vestfjarða með tilliti til orkulinda og Svavar Jónatansson, verkfræð- ingur, forstjóri Almennu verk- fræðistofunnar, gerði grein fyrir helztu niðurstöðum kannana, sem fyrirtækið hefur gert á orkumálum Vestfjarða. SVEITARSTJÓRNARMÁL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.