Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.02.1975, Blaðsíða 48

Sveitarstjórnarmál - 01.02.1975, Blaðsíða 48
NORRÆNA SVEITARSTJORNAR- RÁÐSTEFNAN í NOREGI 2.-7. JÚNÍ Norræna sveitarstjórnarráðstefn- an verður í ár haldin dagana 2.-7. júní í Rjukan í Tinnhreppi í Nor- egi, og er santbandinu boðið að eiga þar 20 þátttakendur. Ráðstefna þessi stendur opin öllum sveitarstjórnarmönnum, og er þeim heimilt að hafa tnaka sína með í förinni. Umræðuefni ráðstefnunnar að þessu sinni lýtur að þeim vanda, sem ber að höndurn sveitarstjórn- um, þar sent iðnfyrirtæki eða önn- ur undirstöðuatvinnutæki hafa ver- ið lögð niður og hætt starfsemi. Rætt verður um afleiðingar þess fyrir sveitarfélagið og hlutaðeig- andi byggðarlag, og þau ráð, sem sveitartjórn kunna að vera tiltæk undir slikum kingumstæðum. — Þátttakendur kynna sér aðstæður í Tinnlireppi, sem virðist hafa lilot- ið reynslu í þessum efnum, ef ráða má af dagskránni, sem þegar hefur borizt. Hreppsnefndarmenn í Tinnhreppi greina frá reynslu sínni, sýnd verður kvikmynd um þróun byggðarlagsins, efnt til skoðunarferðar um Rjukan og ein- um degi varið til skoðunar í Vinje- hreppi. Rætt verður um möguleika sveitarfélaga á að veita íbúum sin- um aukna félagslega þjónustu, þeg- ar á bjátar með framangreindum hætti, að undirstöður atvinnulífsins bresta. Til þess að stuðla að þátttöku ís- lenzkra sveitarstjórnarmanna hef- ur stjórn sambandsins ákveðið að bjóða þátttakendum ferðastyrk að upphæð allt að kr. 35.000 að til- skildu jafn háu framlagi frá hlut- aðeigandi sveitarstjórn. Umsóknir um þátttöku og ferða- styrk sendist skrifstofu Santbands íslenzkra sveitarfélaga sent fyrst. Við val þátttakenda verður liöfð hliðsjón af því, í hvaða röð þátt- tökuumsóknir berast. ÞÉTTBÝLISMYNDUN RÆDD Á ALÞJOÐAÞINGI SVEITARFELAGANNA f ÍRAN 15.-19. APRÍL Alþjóðasamband sveitarfélaga lieldur 22. þing sitt í Teheran, liöf- uðborg íran 15.—19. apríl næstk. Þingið er opið öllum sveitarstjórn- armönnum, sem áhuga hafa á þátt- töku. Umræðuefni þingsins verður þéttbýlismyndun. í bréfi, þar sent boðað er til þingsins, er á það bent, að hröð þéttbýlismyndun muni verða megineinkenni seinasta fjórðungs 20. aldarinnar milli ár- anna 1975 og 2000. A þessum árum rnuni rísa af grunni fleiri hús held- ur en byggð hafa verið í allri sögu mannkynsins til þessa. íbúatalan í bæjum með 20 þúsund íbúa og fleiri muni aukast úr 1500 milljón- um í 3500 milljónir. Fólksstraum- urinn í þéttbýlið mun verða til- tölulega mestur í þróunarlöndun- um, en í iðnríkjunum er líklegt, að fólki muni fækka í stærstu borgun- um, en byggðin þéttast utan við þær og í strjálbýli. Tiltæk eru eng- in ráð til að stöðva þessa þróun, en unnt er að hemja hana og milda áhrif liennar með opinberum að- gerðum. Um þær verður rætt á þinginu. Umræður fara fram á ensku, frönsku og þýzku. Unnt er að taka þátt í skoðunarferðum að þingi loknu, og sitthvað fleira stendur væntanlegum þátttakendum til boða í Teheran, rneðan á þinginu stendur, m. a. í boði íransstjórnar. Nánari upplýsingar, m. a. um kostnað, eru fáanlegar á skrifstofu sambandsins. ☆ I júnímánuði á næsta ári, 1976, halda Sameinuðu þjóðirnar ráð- stefnu í Vancouver í Kanada um umhverfi mannsins og kallast „Ha- bitat". Verður þetta fyrsta l'jöl- þjóðaráðstefnan, sem ríkisstjórnir slanda að, sem sérstaklega er helguð málefnum sveitarfélaga, og verður þar einkum fjallað um húsnæðis- mál og skipulagsmál. Efni IULA ráðstefnunnar nú í Teheran er sérstaklega valið nteð tilliti til þess- arar SÞ ráðstefnu með það í huga, að umræður þar geti orðið góður undirbúningur fyrir ráðstefnuna í Kanada á næsta ári. Skýrsla, sem lögð verður fyrir IULA þingið, er þannig samin af Ernest Weissmann, fyrrverandi forstjóra fyrir liúsnæð- is- og skipulagsmálaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna. SVEITARSTJÓRNARMÁL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.