Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.02.1975, Blaðsíða 34

Sveitarstjórnarmál - 01.02.1975, Blaðsíða 34
þinghaldi og sérstakri fylkisstjórn og fylkisstjóra. Hverju í'ylki verði skipt í kjördæmi, sem stungið er upp á, að verði liin sömu og athugunarsvæði þau, 66 að tölu, sem áður er vikið að, sbr. liand- bók sveitarstjórna nr. 7 bls. 14-65. Fulltrúar yrðu kosnir með hlutfallskosningu til fjögurra ára og allt að fimm uppbótarfulltrúum til jöfnunar á milli flokka. Samkvæmt þessari hugmynd, yrði tala fylkisþingsfulltrúa nokkuð breytileg í hinum ýmsu fylkjum, eða frá 25-35. Á fundinum með fulltrúum landshlutasam- takanna fékk þessi fylkjahugmynd slæmar und- irtektir. í lok fundarins kom þó í ljós, að allur þorri fulltrúanna vildi ekki kasta hugmyndinni fyrir róða, en taldi rétt, að nefndin íhugaði hugmyndina betur og reyndi að bæta liana. Hér er ekki tírni til að rekja efni þessarar frumvarpshugmyndar ítarlega, en vikið skal þó enn að tveim atriðum: Verkefni fylkjanna Á þessum fundi konni fram raddir, sem töldu rétt að setja í frumvarpið skýlaus ákvæði um, livaða stjórnsýsluverkefni sknli leggja undir fylk- in. Stefna Sambands íslenzkra sveitarfélaga er hins vegar sú, að landshlutasamtökunum verði smám saman falin bein stjórnsýsluverkefni, eftir því, sem þau þróast. Á þessari stefnumörkun sambandsins er fylkishugmynd nefndarinnar byggð. Eins og áður er sagt, er gert ráð fyrir heimild stjórnvalda til þess að fela fylkjunum ýmis nánar tiltekin verkefni til meðferðar. Um kostnað við framkvæmd slíkra verkefna fari eftir samningum milli fylkjanna og hlutaðeigandi stjórnvalda. í þessu sambandi er rétt að geta þess, að ætlazt er til, að fylkin geri tillögur um löggjafarmálefni, senr þau varða. Þegar reynslan liefur leitt í ljós, að meðferð verkefna, sem fylkjunum hafa verið falin, hefur gefizt vel, er eðlilegt framhald, að fylkin beiti sér fyrir laga- setningu, sem lögfesti slík verkefni á vegum þeirra. Ef raunverulegur vilji er fyrir því lijá ríkisstjórn og Alþingi að dreifa valdinu að ein- hverju leyti til byggðarlaganna, er nauðsynlegt að lögl'esta stjórnvald, sem sé þess umkomið að fara með það vakl, sem þannig yrði fært úr höndum stjómvalda í höíuðborginni. Sveitarfélögin valda fæst slíku hlutverki, svo sundurleit sem jiau eru og flest fámenn og lítils megnug. Hin stefnan, að leggja þegar tiltekin stjórnsýsluverkefni undir fylkin með löggjöf, kallar á leið á löggjöf urn tekjustofna handa fylkjunum, sem gæfu nægar tekjur til að standa nndir þeim framkvæmdum, sem verkefnunum fylgja. Hætt er við, að löggjaf- inn verði tregur til setningar slíkra skattalaga, áður en nokkur reynsla er fengin af stjórnsýslu- starfi fylkjanna. Að nn'nu rnati er stefna sam- bandsins í þessurn efnum alveg rétt. Hún er lík- leg til þess, að sá árangur náist, að vald fylkjanna verði aukið eftir því, sem þau þróast. Má í þessu sambandi minna á þá stefnu, sem fram kemur í lögunum um grunnskóla. Val fulltrúa á fylkisþing Hitt atriðið, sem hér verður rætt, varðar kosn- ingu fulltrúa á fylkisþingin. í fyrstu lmgmynd- inni um fylkjaskipun, sem rædd var í nefnd- inni, var tekin upp regla sú, um fulltrúaval, sem er í frumvarpinu um landshlutasamtökin. Sam- kvæmt þeirri reglu er öllum sveitarfélögum tryggt sæti á fylkisþingum, en þó misjafnlega mörgurn eftir fólksfjölda sveitarfélaganna. Sum- ir nefndarmanna töldu þessa reglu óhæfa vegna þess, að hún tæki ekki réttilega tillit til stjórn- málaflokkanna. Afleiðingin yrði sú, að stóru flokkarnir yrðu alls ráðandi, en ntinni flokkar hefðu lítil eða engináhrifáafgreiðslumála.Þetta væri ólýðræðislegt og í fyllsta ósamræmi við gild- andi meginreglu í íslenzku Jijóðfélagi. Auk Jress væri augljóst, að slík skipan fylkisjringa mundi valda Jjví, að stjórnvöld mundu alls ekki fela fylkisþingum nein Jrau verkefni, sem einhverju máli skiptu, og hindra Jrannig J)á Jrróun, sem stefnt væri að, sem sé að fylkisjnngum yrði með tímanum smám saman falin stjórnsýsluverk- efni. Á hinn bóginn taldi nefndin eðlilegt, að hvert sveitarfélag ætti rétt á fulltrúa á fylkis- SVEITARSTJÓRNARMÁL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.