Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.02.1975, Blaðsíða 27

Sveitarstjórnarmál - 01.02.1975, Blaðsíða 27
Þingið hvetur sveitarfélögin til beinnar þátttöku í slíku sameignar- fyrirtæki með það að markmiði, að stjórn orkumála færist lieim í hér- að og gætt verði fyllstu hagkvæmni í orkuvinnslu og dreifingu á Vestfjörðum. Heilbrigðismál Fjórðungsþing Vestfirðinga 1974 fagnar þeim áformum í uppbygg- ingu heilbrigðisþjónustu á Vest- fjörðum, sem nú er unnið að, og hvetur eindregið til meiri fram- kvæmdahraða í þessu mikilvægasta máli fjórðungsins. Þingið bendir á mikilvægi lítilla flugvéla til notkunar við flutning sjúklinga og lækna í slysa- og veik- indatilfellum. Minnir þingið á fyrri samþykkt sína um staðsetn- ingu þyrlu hér á Vestfjörðum, er rnætti einnig nýta til þjónustu við skipaflota út af Vestfjörðum og við gæzlu á veiðisvæðum. Þingið leggur áherzlu á, að sér- fræðileg læknisþjónusta verði auk- in, einkum tannlækningar, og bendir á, að ástandið í tannsjúk- dómum sé hið alvarlegasta mál, er þarfnist skjótrar úrlausnar. Samgöngumál Fjórðungsþing Vestfirðinga 1974 l'agnar því, sem áunnizt liefur í samgöngumálum fjórðungsins, en minnir á, að stór verkefni eru enn óleyst í vegamálum, svo innbyrðis tenging milli byggðarlaga sé við- unandi. Þingið bendir á, að ekki hefur enn verið tekin ákvörðun um tengingu væntanlegs Djúpveg- ar við aðalvegakerfi landsins. Þingið vekur athygli á því, að nyrzti hreppur Strandasýslu, Ár- neshreppur, er í mjög lélegu ak- vegasambandi við syðri hreppa sýslunnar, og er brýn nauðsyn skjótra úrbóta. Þingið vekur athygli á því, að vegakerfið frá Flókalundi á Barða- strönd að botni Þorskafjarðar er þannig uppbyggt, að þar er annað hvort um að ræða mjög góða veg- arkafla eða lireina torfæruvegi. Er ástæða til að minna á þau fjöl- ntörgu og alvarlegu slys, er marg- sinnis hafa orðið á tilteknum svæð- um, sem virðast vera hreinar slysa- gildrur. Meðan þetta ástand varir, er nauðsynlegt, að haldið sé uppi reglulegum ferðum með flóabátn- um Baldri að Brjánslæk á Barða- strönd, a. m. k. tvisvar í viku að vetri til, auk sumarferðanna. Þingið fagnar vaxandi flugsam- göngum við Vestfirði, og telur, að rekstur flugfélags, er heldur uppi innbyrðis samgöngunt byggðanna, sé mikilvægur þáttur samgöngu- mála f jórðungsins, og hvetur opin- bera aðila til að veita slíkri starf- semi betri möguleika til reksturs, t. d. með jöfnunarverði á eldsneyti. Framsögumaður fjórðungsmála- nefndar var Guðmundur H. Ing- ólfsson, bæjarfulltrúi á Isafirði og allsherjarnefndar Aage Steinsson, bæjarfulltrúi á ísafirði. Fjárhagsáætlun upp á 4,8 milljónir 1975 Einar Oddur Kristjánsson á Flat- eyri hafði orð fyrir fjárhagsnefnd. Nefndin lagði til, að ársreikningur sambandsins fyrir 1973—1974 yrði samþykktur, svo og fjárliagsáætlun fyrir næsta starfsár. Hvoru tveggja var samþykkt. Niðurstöðutölur rekstrarreikn- ings tímabilið 1. 7. 1973 til 30. 6. 1974 eru kr. 3.328 þús. og efna- hagsreiknings pr. 30. 6. 1974 kr. 1.668 þús. krónur. Tekjur og gjöld á fjárhagsáætlun fyrir næsta starfs- ár voru áætlaðar 4.8 millj. króna. Samþykkt var að gera hverju sveitarfélagi að greiða í árgjald til sambandsins fjárhæð, sem nemi 150 krónum á hvern íbúa hlutaðeig- andi sveitarfélags. Einnig var samþykkt að fela stjórn sambandsins að gera tillögu að fjárhagsáætlun fyrir væntanlega fræðsluskrifstofu fyrir fjórðung- inn og var lienni jafnframt heint- ilað að leggja á sveitarfélögin gjald vegna kostnaðar við rekstur Stjórn Fjórðungssambands Vesttirðlnga 1974—1975, talið frá vinstri sitjandi: Karl Lofts- son, Hólmavik, Jóhann T. Bjarnason, framkvæmdastjóri, Ólafur Þ. Þórðarson, formaður, og standandi: Svavar Jóhannsson, Patreksfirði, Ólafur Kristjánsson, Bolungarvik og Guð- mundur H. Ingólfsson, ísafirði. SVEITARSTJÓRNARMÁL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.