Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.02.1975, Blaðsíða 15

Sveitarstjórnarmál - 01.02.1975, Blaðsíða 15
Myndin tíl vinstri vai tekin á Dalvík eftir jarðskjálftana þar og í Eyjafirði 2. júní 1934 og næstu dagana á eftir. Þá skemmdust yfir 20 íbúðarhús á Dalvík svo þau urðu óíbúðarhæf. Ljósmyndin tii hægri var tekin eftir landskjálftana miklu á Suðurlandi 26. ágúst og 5.—6. september árið 1896. Þá hrundu til grunna 1300 bæjarhús og 2400 peningshús í Árnes- og Rangárvallasýslum, önnur hús stórskemmdust, en Skarðsfjall á Landi dustaði af sér feiknaþykkar grashlíðar, sem runnu eins og þykkur lögur niður á sléttar grundir samkvæmt sam- tímafrásögn. þjóðlegur tengiliður hliðstæðra stofnana inn- an aðildarríkjanna, en hvarvetna hefur almanna- vörnum verið falið að annast alhliða neyðar- varnir gegn náttúruhamförum og annarri vá, þar sem til þekkist. Strax í upphafi sótti íslenzka ríkið urn styrk til S.Þ., og varð fyrsta ríkið í heiminum, er hlaut hann, 10.000 dali. Var því gert ráð fyrir af „Disaster Relief Coordinator“ S.Þ., að Is- land yrði nokkurs konar prófsteinn á uppbygg- ingu samræmdrar neyðarþjónustu í aðildarríkj- unum. Við umrædda styrkveitingu árið 1969 var strax liafizt lianda um að kanna, á hvern hátt hann yrði bezt nýttur, og var ákveðið að fara þess á leit við S.Þ., að Jrær lilutuðust til um, að hing- að yrði sendur sérfræðingur í neyðarvörnum, er gæti lagt drög að allsherjar uppbyggingu neyðarvarna á Islandi og kennt innlendum að- ilunt áætlanagerð og stjórnun neyðarþjónustu á hættutímum. Sérfræðingur S. Þ., Mr. Will H. Perry jr., yfirmaður neyðarvarna í „Contra Costa County“ í Kaliforníu, var útnefndur árið 1970, og kom hann hingað til lands í febrúarbyrjun 1971 og dvaldist hér við störf í fimm mánuði. Greinar- höfundur var fenginn til starfa og þjálfunar með honum, en landlæknir' útnefndi læknana Árna Björnsson og Valtý Bjarnason til Jress að annast þann þátt, er snýr að sjúkra- og slysahjálp á neyðartímum. Fyrsta verk liins bandaríska sérfræðings var að kanna rækilega öll hugsanleg hættusvið, styrk og sveigjanleika stofnana, fyrirtækja og félaga- samtaka og liæfni þeirra til að starfa með margföldum afköstum á neyðartímum. Haft var samband við fjölmarga aðila, svo sem yfirmenn flestra ríkisstofnana, stofnana sveitar- félaga og margra fyrirtækja, svo og forystumenn allra áhugamannasveita, sem vinna að björg- unar-, hjálpar og líknarstörfum. Að auki var rætt við vísindamenn á sviði jarðfræði, jarðeðlisfræði, veðurfræði, bygginga- mála, mannvirkjagerðar og orkumála. Að lokinni Jressari könnun á hugsanlegum hættusviðum, skiptingu Jreirra eftir landshlut- um og afli Jjjóðfélagsins til að mæta vá, lágu eftirfarandi niðurstöður fyrir: Hættusvið, sem hugsanlega krefðust sameig- inlegra átaka margra aðila eftir fyrirfrant skipulögðum aðgerðum, eru 20 talsins, en þó mismunandi í hverju sveitarfélagi, eftir lands- hlutum. Þau eru aurskriður, brottflutningur, einangr- un, eldgos, fárviðri, flóð, flugslys í þéttbýli, hernaður, hitaveitubilanir, hópslys, hraunflæði, hrun mannvirkja, jarðskjálftar, mengun eitraðra eða geislavirkra efna, rafmagnsbilanir, snjóskrið- 9 SVEITARSTJÓRNARMÁL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.