Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.02.1975, Síða 23

Sveitarstjórnarmál - 01.02.1975, Síða 23
FJÓRÐUNGSSAMBAND VESTFIRÐINGA 25 ÁRA Fjórðungsþing Vestfirðinga árið 1974 var haldið í Bolungarvík dag- ana 23. og 24. ágúst. Gunnlaugur Finnsson, fráfarandi formaður Fjórðungssambandsins, setti þingið með ræðu, en Guðmundur Kristj- ánsson, bæjarstjóri, bauð þingfull- trúa og gesti velkomna til starfa í hinum nýstofnaða Bolungarvíkur- kaupstað. Einnig gerði hann stutt- lega grein fyrir sögu byggðarlags- ins. Þetta fjórðungsþing var hið 19. í röðinni. Þingforseti var kosinn Ólafur Kristjánsson, forseti bæjarstjórnar í Bolungarvík, og varaforseti Guð- mundur B. Jónsson, bæjarfulltrúi í Bolungarvík. Ritarar þingsins voru Halldór Magnússon, oddviti Súðavíkurhrepps, og Ingi Garðar Sigurðsson, oddviti Reykhóla- hrepps. Þingið sátu 35 kjörnir fulltrúar frá 23 sveitarfélögum af 32 á fé- lagssvæðinu. Auk þess sein gestir Sturla Jónsson, lieiðursfélagi sam- bandsins, Þorvarður K. Þorsteins- son, sýslumaður, Ölvir Karlsson, fulltrúi Sambands íslenzkra sveitar- félaga, Guðjón Stefánsson, fram- kvæmdastjóri Sambands sveitarfé- laga í Vesturjandskjördæmi, al- þingismennirnir Karvel Pálmason og Sighvatur Björgvinsson og Ein- ar Guðfinnsson, forstjóri í Bol- ingarvík. Einnig bæjarstjórar og sveitarstjórar á Vestfjörðum, sem ekki voru kjörnir fulltrúar. Fjórðungsþingið 25 ára 1 skýrslu formanns sambandsins kont m. a. fram, að 25 ár voru í nóvembermánuði liðin frá stofnun Fjórðungssambands Vestfirðinga, en það var stofnað á ísafirði á ár- inu 1949. í tilefni af þessu afmæli hefði stjórnin ákveðið að fara þess á leit við Hjört Hjálmarsson, íyrr- verandi skólastjóra á Flateyri, að hann skrái sögu sambandsins, og vinnur hann nú að því verki. Frá árinu 1949 til 1971 starfaði sam- bandið sem samtök sýslufélaga og Isafjarðarkaupstaðar, en frá árinu 1971 hefur það verið samtök sveit- arfélaganna á Vestfjörðum. Einnig flutti Jóhann T. Bjarna- son, framkvæmdastjóri sambands- ins, fundinum skýrslu og greindi frá helztu verkefnum skrifstofu sambandsins á árinu. Báðir fjölluðu þeir, formaður og framkvæmdastjóri, um störf endur- skoðunarnefndar sveitarstjórnar- laganna og þær hugmyndir, sem uppi eru um framtíðarskipan landshlutasamtakanna. Ávörp gesta Ölvir Karlsson, oddviti, flutti þinginu kveðjur stjórnar Sam- bands íslenzkra sveitarfélaga og stjórnar Sambands sveitarfélaga í Suðurlandskjördæmi, og Guðjón Stefánsson, lramkvæmdastjóri, bar þinginu kveðjur stjórnar Samtaka sveitarfélaga í Vesturlandskjör- dæmi. Grunnskólalögin Torfi Ásgeirsson, deildarstjóri í menntamálaráðuneytinu, hafði á þinginu framsögu um grunnskóla- lögin og setningu reglugerða sam- kvæmt þeim. Sérstaklega fjallaði hann um fjármálaleg samskipti sveitarfélaga og ráðuneytisins og fyrirhugaða 10 ára framkvæmdaá- ætlun um skólabyggingar. Miklar umræður urðu á þinginu um skóla- skipan á Vestfjörðum, fjánnál skóla og framkvæmd grunnskólalaga. Raforkumál Jakob Gíslason, fyrrv. orkumála- stjóri, flutti framsöguerindi um framtíðarskipan raforkumála á Vestfjörðum. Haukur Tómasson, jarðfræðingur, fjallaði um stöðu Vestfjarða með tilliti til orkulinda og Svavar Jónatansson, verkfræð- ingur, forstjóri Almennu verk- fræðistofunnar, gerði grein fyrir helztu niðurstöðum kannana, sem fyrirtækið hefur gert á orkumálum Vestfjarða. SVEITARSTJÓRNARMÁL

x

Sveitarstjórnarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.