Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.04.1975, Blaðsíða 30

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1975, Blaðsíða 30
ið gott, hvað snertir gæði vatnsins. Góðar vatns- veitur eru sennilega sem betur fer víðar til á iandinu metið eftir þeim sýnum, sem frá þeim hafa borizt, en þau eru í flestum tilfellum alltof fá. Séu talin þau sveitarfélög utan veitusvæðis Reykjavíkur, þaðan sem komið hafa 8 sýni eða fleiri á árunum 1973—1974, þá lítur út fyrir, að vatnið sé einnig gott í Hafnarfirði, Njarðvíkum og Keflavík. TAFLA II. Mat á neyzluvatni. Fjöldi sýna árin 1973 og 1974. Sveitarfdlög Fjöldi sýna Landsliluti Fjöldi Alls Notliæf Athugaverð Reykj avík-Kópavogur 2 285 260 25= 8.8% Hafnai'fj.-Grindavík 8 81 67 14=17.3% Þorlákshöfn-Höfn 8 36 23 13=36.1% Dj úpivogur-Rau farli. 12 52 23 29=55.8% Húsavík-Hvammst. 14 53 31 22=41.5% Borðeyri-Pati eksfj. 14 27 4 23=85.2% Búðardalui'-Akranes 8 75 43 32=42.7% Alls 66 609 451 158 Taka þarf fleiri sýni Það er sýnilegt, að taka þarf mun fleiri sýni af vatninu á þéttbýlissvæðum hérlendis, svo og á veitingastöðum, í gistihúsum og í skólum í dreifbýlinu. Flest vatnsból eru háð veðurfari og árstíð, auk þess sem bilun getur orðið á mannvirkjum. Á það skal sérstaklega bent, að Gerladeild Rannsóknastofnunar fiskiðnaðarins sendir Heilbrigðiseftirliti ríkisins afrit af rann- sóknarniðurstöðum allra þeirra sýna af vatni, sem berast frá heilbrigðisnefndum, heilbrigðis- fulltrúum og héraðslæknum, hvaðan sem er á landinu, svo að Heilbrigðiseftirlitið getur fylgzt nákvæmlega með þessum málum. Það skal enn- fremur tekið fram, að umræddar rannsóknir eru gerðar hlutaðeigandi sveitarfélagi að kostnaðar- lausu. Gjörbreytt aðstaða til gerlarannsókna Því er ekki að neita, að oft er erfitt að koma sýnum af vatni utan af landi til rannsóknar í Reykjavík, svo að þau ekki taki breytingum á leiðinni. Þetta vandamál hefur verið rætt í sam- bandi við þau útibú, sem ráðgert er, að Rann- sóknastofnun fiskiðnaðarins komi á fót úti um land. Þar verður m.a. sköpuð aðstaða til gerla- rannsókna á vatni og matvælum, og ætti að geta orðið að þvx ómetanleg hjálp fyrir heil- brigðiseftirlitið í hlutaðeigandi landshlutum. Það er með val og mat á vatnsbólum svo og með eftirlit með vatnsveitum, að mestu skiptir þar athygli og árvekni þeirra manna, sem til þessara starfa eru settir. Þessir menn þurfa að þekkja hinar náttúrlegu leiðir vatnsins ásamt hin- um mörgu og stundum krókóttu leiðum þeirrar mengunai', sem helzt ber að varast. Glöggur mað- ur, sem skilur þessa hluti, getur veitt mikilvægar upplýsingar með því að skoða vatnsbólið og um- hverfi þess og á að geta sagt fyrir um það, hvar og hvenær eigi að taka sýni af vatninu. Umhverfi vatnsbóla Umhveifi vatnsbóla þarf að veita miklu meiri athygli hér en nú er gert. Stöðugt vaxandi um- ferð og vöruflutningar, jarðiask vegna mann- virkjagerðar og uppsetning alidýrabúa og verk- smiðja, allt þetta getur haft mengun í för með sér fyrir nærliggjandi vatnsból. Einnig má í þessu sambandi minna á þá hættu, sem stafað getur af ferðafólki, ekki sízt erlendu, sem leggur leið sína um byggðir og óbyggðir landsins og leitar þar gjarnan uppi hreinustu vatnasvæðin. Og að síðustu þetta! Það er ekki nóg að taka eitt sýni á ári af vatnsbólinu eða vatnsveitunni. Það verður að gerast oftar og undir mismun- andi veðurskilyrðum. Fullnægi vatnið ekki sett- um kröfum, þá verður að halda áfram og gera ítarlegri athugun og leita úrbóta. SVEITARSTJÓRNARMÁL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.