Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.04.1975, Blaðsíða 57

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1975, Blaðsíða 57
SAMEIGINLEG VATNSVEITA FLÓAHREPPA í Flóa hefur löngum verið erf- itt með öflun neyzluvatns. Hver bóndi hefur orðið að ná neyzlu- vatni úr brunni hver hjá sér. Hraunið undir Flóanum er þó svo óþétt, að brunnvatnið hefur viljað ntengast af yfirborðsvatni, og á stórum svæðum er vatnið nánast ónothæft vegna mýrarrauða. Verst er vatnið kringum Þjórsá, af því að þar er mestur mýrarrauðinn. Langt er síðan hreppsnefndirnar og einstakir bændur á svæðinu fóru að leiða hugann að öðrum mögu- leikum á öflun neyzluvatns. Hreppsnefnd Gaulvei jabæjar- hrepps liafði á árinu 1971 for- göngu um að láta taka vatnssýni til rannsóknar úr hverjum brunni í hreppnum. Rannsóknarstofnun fiskiðnaðarins athugaði vatnið, og reyndist það slæmt. Einnig var óskað eftir tillögum til úrbóta. Stefán Arnórsson á Orkustofnun lagði eindregið til, að lögð yrði sameiginleg vatnsveita á alla bæi í hreppnum. Vitað var, að ná- grannahrepparnir áttu við sama vandamál að stríða, og varð niður- staðan sú, að ákveðið var að standa sameiginlega að lausn máls- ins. Formlegt samstarf hefur nú komizt á milli Gaulverjabæjar- hrepps, Villingaholtshrepps og Hraungerðishrepps og hluta af Stokkseyarhreppi um þetta verk- eíni. Ákveðið er að taka vatnið úr lindum við Urriðafoss í Villinga- holtshreppi og dæla því upp í geyma þar í grenndinni, en úr þeim á að fást sjálfrennandi vatn um allan F'lóann. Samkvæmt jarðræktarlögum sér Búnaðarfélag Islands og ráðunaut- ur þess um tæknilegan undirbún- ing vatnsveitna í sveitum, og lief- ur Haraldur Árnason, ráðunaulur hjá Búhaðarfélaginu, séð um þá hlið málsins. Gert er ráð fyrir, að 100 býli í þessum fjórum hreppum fái vatn úr lindinni og að vatns- lögnin verði samanlagt um 100 km á lengd. Rörin verða fengin hjá Reykjalundi, og hafa þcgar verið undirritaðir samningar uin pípu- kaupin. Næst lindinni verðtir lögn- in gerð úr 8” víðum plastpípum og grennist síðan smátt og smátt og endar með því, að heimtaugar á býli verða 1 i/ó”. Stefnt er að því, að verkið verði unnið á komandi sumri. Heildarkostnaður við vatnslögn- ina er áætlaður um 100 millj. króna. Samkvænu jarðræktarlögum fá bændur 50% af stofnkostnaði endurgreiddan úr ríkissjóði, hrepps- félögin taka að sér helnting þess kostnaðar, sem þá er eftir, en helmingur verður innheimtur hjá bændum sem tengigjald. Miðað við, að heildarkostnaður verði ein milljón á býli, mun hlutaðeigandi hreppssjóður greiða 250 þús. króna og hver bóndi 250 þús. króna. Að því er Guðjón Sigurðsson, oddviti Gaulverjabæjarhrepps sagði í stuttu samtali við Sveitar- stjórnarmál um þessa frantkvæmd, verður reynt eftir föngum að draga vatnslögnina niður með þar til gerðum plógi, en víða mun þó þurfa að grafa opna skurði vegna þess, hve grunnt er á hraun. „Þessa fáum við i Flóann“, sagði Guðjón Sigurðsson og strauk vatnspípuna eins og bóndi tekur á vænum hrúti. Myndin er tekln á Vinnuheimilinu að Reykjalundi i skoðunar- ferð á ráðstefnu sambandsins um vatn f febrúar. Á myndinni eru tallð frá vinstri: í fjar- lægð sér á Guðmund Björnson, verkfræðing, nær stendur Olgeir Gottliebsson, vatnsveltu- stjóri á Óiafsfirði, fjær Vilhjálmur Grímsson, bæjartæknifræðingur f Kellavík og við píp- una þeir Guðjón Sigurðsson, Jón Þórðarson, framleiðslustjóri að Reykjalundi, Páll Lýðs- son, oddviti I Sandvikurhreppi og Árni Elnarsson, framkvæmdastjóri Vinnuheimillsins. Fjær standa Hllmar Sigurðsson, verkfræðingur og Sigurður Pétursson, gerlafræðingur. SVEITARSTJÓRNARMÁL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.