Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.04.1975, Blaðsíða 18

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1975, Blaðsíða 18
andi. Þegar þeim er valinn staður, er nauðsyn- legt að þekkja vel jarðvatnsaðstæður á staðnum til þess að koma í veg fyrir mengun a£ þeirra völdum. Mengun hafna og stranda er löngu þekkt fyrirbæri erlendis, og nú þegar er þess farið að gæta hér á landi. Það ber því brýna nauðsyn til að hafa allan varann á í þeim mál- um, ef við eiguni ekki að falla í sama fenið. Víða mun liér skjótra úrbóta þörf, ef ekki á að liljót- ast verra af. Mannvirlija, tœknilegum og byggðasliipulags- legum vatnsvandamálum liefur verið gefinn mjög takmarkaður gaumur fram til þessa. Þau geta þó verið bæði mörg og margvísleg. Van- þekking á þeim málum getur þó oft bakað sveitarfélögum milljóna tjón. Það kom m. a. í ljós á jarðfræðinámskeiði, sem haldið var á veg- um gatnamálastjórans í Reykjavík s.l. vetur fyrir starfsmenn borgarinnar, að þeir hafa átt við margþætt vandamál að stríða af þeim sökum. Hér gefst ekki tóm til að gera þessum málum teljandi skil. Ég vil því aðeins drepa á dæmi svipað þeim, sem ég lýsti hér áðan og öll byggð- ust á því, að ekki liafði verið tekið tillit til, að vatnafræði Jjéttbýlisins hlítir sínum eigin lög- málum. Heyrt hef ég frá einum þéttbýlisstað lands- ins, að þar liafi verið liöíð jarðvegsskipti í götu og hún lögð olíumalarslitlagi. Næsta vetur brotn- aði öll olíumölin upp. Mér liefur ekki gefizt kostur á að kynna mér aðstæðuráþessumákveðna stað. Samt þykir mér trúlegt, að þar hafi ekki verið um neina handvömm að ræða af hálfu þeirra, sem verkið unnu, heldur hafi hitt verið orsökin, að ekki liafi verið tekið tillit til þess, að jarðvatnsstaðan getur hækkað mikið yfir haust og vetrarmánuðina. Frostlyftingin hefur líklega brotið upp olíumölina, því að jarðvatn- ið, sem safnaðist undir liana, gat ekki runnið nægilega greiðlega burtu. Þó að undirbyggingin væri úr ófrostlyftandi efni, þá er vatnið það í sjálfu sér, ef það safnast fyrir. Þetta er þó aðeins tilgáta af minni hálfu. Þau þéttbýli, sem standa undir skriðuhlíðum, eiga þetta stöðugt á hættu, ef vatnsaganum frá hlíðinni er ekki veitt í burtu. Við alla skipulagningu og mannvirkjafram- SVEITARSTJÓRNARMÁL kvæmdir á þéttbýlissvæðum er alltaf nauðsyn- legt að hafa í huga og rannsaka, hvaða afleið- ingar byggðin, sérstaklega gatna- og holræsagerð getur haft á jarðvatnsrennsli byggðasvæðisins, áður en ráðizt er út í slíkar framkvæmdir. Æski- legt er í mörgum tilfellum að gera jarðfræði- legar og jarðvatnslegar rannsóknir á áætluðum framkvæmdasvæðum, áður en ráðizt er í dýrar framkvæmdir. Jarðkönnunardeild Orkustofnunar Að lokum vil ég víkja örfáum orðum að starf- semi Jarðkönnunardeildar Orkustofnunar. Þó að hún sé ung að árum, á hún nokkuð langa for- sögu, sem o£ langt mál væri að rekja. Að öllum öðrum ólöstuðum vil ég þó ekki láta hjá líða að minnast hins mikla starfs Jóns Jónssonar, jarðfræðings, sem hefur verið óþreytandi í því að vekja athygli á vatnsvandamálum þéttbýlis- ins, og hvaða aðgæzlu er jjörf í þeim málum. Hlutverk Jarðkönnunardeildar er að vinna að vatnafræðilegum og jarðfræðilegum rann- sóknum, sem ekki flokkast undir oikumál. Eins og málum er háttað í dag, mun hún leit- ast við að sérhæfa sig í öllum kaldavatnsrann- sóknum, þó að ýmis önnur verkefni komi þar vissulega til greina. Fjárframlög til Jarðkönnun- ardeiklar gefa þó ekki tilefni til umfangsmikilla rannsókna, heldur er reiknað með, að starfsemi hennar verði að verulegu leyti útseld þjónustu- störf, og þá eru sveitarfélögin líklegir viðskipta- vinir. Jarðkönnunardeild hefur samt nokkuð fjármagn til almennrar upplýsingasöfnunar og gagnavarðveizlu um ástand neyzluvatnsmála í landinu og rannsókna á eiginleikum mismunandi vatnsbóla. Einnig er áformað að hefja á þessu ári yfirlitsathuganir á vatnsþörf þéttbýlis og kostnaði við mismunandi frágang vatnsbóla.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.