Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.04.1975, Blaðsíða 39

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1975, Blaðsíða 39
annam félagslegri þjónustu stóð því verulega fyrir þrifum. ASur var að því vikið, að þungamiðjan í störfum barnaverndarnefndar hefði liorfið til félagsmálaráðs. í reynd felst í þessu, að fjölskyldudeild Félagsmála- stofnunarinnar, búin sérhæfðum starfskröftum, hefur tekið við veigamiklum hlutverkum barnaverndarnefnd- ar. Þessar breytingar tel ég að hafi orðið til góðs, og enn meira megi af þeim vænta með eflingu fjöl- skyldudeildar og stofnun útibúa Félagsmálastofnun- ar úti í hverfum borgarinnar. um aðilum gert að hafa eftirlit með einu og sama heimilinu. Fer ég ekki nánar út í þá sálma, en hér tel ég mikillar samræmingar og endurskipulagningar þörf. Margt fleira mætti segja um eftirlitshlutverk barna- verndarnefndar, en niðurstaða mín er sú, að þetta hlutverk eitt nægi ekki til að sanna tilverurétt nefndar- innar. Umsagnir í ættleiðingar- og forræðismálum Hlutverk barnaverndarnefndar En þá er mál til komið að víkja sérstaklega að barnaverndarnefnd og hlutverki hennar. Samkvæmt reglugerðinni um verkaskiptingu kemur í hlut barnaverndarnefndar í fyrsta lagi að annast eftirlit með uppeldisstofnunum, t. d. dagheimilum og leikskólum, sumardvalarheimilum, sé eftirlitið ekki falið öðrum samkvæmt sérstökum lögum. í öðru lagi skal barnaverndamefnd veita umsagnir í ættleiðinga- og forræðismálum. í þriðja, og síðasta lagi, skal barna- verndarnend kveða upp úrskurði um meiri háttar mál, er varða ráðstafanir gagnvart börnum eða for- ráðamönnum þeirra. Skal nú nánar vikið að hverju þessara hlutverka. Barnaverndarnefnd Reykjavíkur hefur um margra ára bil ekki séð ástæðu til þess að framkvæma nákvæmt eftirlit með starfsemi dagvistunarstofnana, sem borg- in sjálf lætur reka. Þessi starfsemi hefur mótazt í sam- ræmi við þær faglegu kröfur, sem til hennar eru gerð- ar. Barnaverndarnefnd hefur fylgzt með þróuninni, heimsótt stofnanirnar, en í rauninni eru tengsl fjöl- skyldudeildar Félagsmálastofnunarinnar við þær mun virkari en nefndarinnar. Barnaverndarnefnd gefur út leyfi til daggæzlu barna á einkaheimilum. Eftirlit með þessari starfsemi ein- staklinga á heimilum sínum er bráðnauðsynlegt. Könnun umsókna um leyfi sem og eftirlit er í höndum fóstru með mikla reynslu að baki í starfi. Þessu eftir- liti er vel borgið á þennan hátt, en það mætti efla með auknu starfsliði. Engin knýjandi rök sé ég hins vegar til þess, að barnaverndarnefnd hafi síðan eftir- lit með eftirlitinu. Þá yfirumsjón mætti allt eins fela félagsmálaráði. Rétt er að minnast aðeins á eftirlit með sumardval- arheimilum fyrir börn. Samkvæmt núgildandi lögum og reglugerð er að jafnaði minnst þrernur, en oft fleir- Barnaverndarnefnd skal veita umsagnir í ættleið- inga- og forræðismálum. Þetta er annað meginhlutverk hennar. Mál af þessu tagi berast sem kunnugt er frá dóms- og kirkjumálaráðuneytinu. Þau eru tímafrek og vandmeðfarin, einkum forræðismálin, en þá deila foreldrar um forráðarétt yfir barni eða börnum vegna hjónaskilnaðar. Barnaverndarnefnd Reykjavíkur hef- ur sér til fulltingis í þessum málum sérhæfðan full- trúa í fjölskyldudeild Félagsmálastofnunarinnar, sem annast alla könnun málsatvika og leggur síðan niálið fyrir nefndina með ítarlegri greinargerð. Oft á tíðum eru fleiri sérfræðingar kvaddir til, t. d. sálfræðingar og læknar. Eg legg mikla áherzlu á, að ég tel faglega athugun slíkra mála sjálfsagða. En ég bendi aðeins á, að þeirri faglegu athugun er að jafnaði lokið, þegar málið er lagt fyrir barnaverndarnefnd. Nefndin er þá í þeirri stöðu að vera óþarfa milliliður á milli könn- unarstigs málsins, sem er hjá sérhæfðum starfsmönn- um, og úrskurðarstigs þess, sem er hjá ráðuneytinu. Úrskurðarmálin Að lokum er komið að þriðja og eflaust umdeild- asta meginhlutverki barnaverndarnefndar, úrskurðar- málunum. SVEITARSTJÓRNARMÁL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.