Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.04.1975, Blaðsíða 36

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1975, Blaðsíða 36
ERLENDUR HALLDÓRSSON, oddviti Miklaholtshreppi: SAMVINNA FIMM HREPPA Á SUNNAN- VERÐU SNÆFELLSNESI UM BRUNAVARNIR Snemma árs 1974 gengust oddvitar fimm hreppa á sunnanverðu Snæfellsnesi fyrir stofn- un félags um brunavarnamál. Voru það Kolbeinsstaðahreppur, Eyjahrepp- ur, Miklaholtshreppur, Staðarsveit og Breiðu- víkurhreppur, sem að þessu samstarfi stóðu. Hið nýstofnaða félag hlaut nafnið Bruna- varnafélag Heiðsynninga. Stofnendur félagsins nutu aðstoðar Guðjóns Ingva Stefánssonar, framkvæmdastjóra Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi, við undirbúning félagsstofnunarinnar og síðan við útvegun fjár- magns og tækja. Engar brunavarnir voru fyrir hendi á svæði þessu, nema hvað handslökkvitæki munu hafa verið til á örfáum bæjum. Að vísu áttu Eyjahreppur og Miklaholts- lireppur saman slökkvidælu um árabil, en hún var ónýt orðin. Fyrir atbeina hins nýja félags hefur nú verið komið fyrir handslökkvitækjum á hverjum bæ á félagssvæðinu. Slökkviblll af Bedfordgerð hef- ur verið keyptur, og er hann staðsettur næni Vegamótum, sem er nokkuð miðsvæðis Þá var einnig keypt slökkvidæla, sem geyrnd er í Syðri-Knarrartungu í Breiðuvík, en vegna lengdar brunavarnasvæðisins og tíðra samgöngu- erfiðleika á vetrum veitir einn bíll hvergi nærri nóg öryggi. Ákveðið er að kaupa svo aðra slökkvidælu á árinu 1975 og staðsetja liana í Kolbeinsstaða- hreppi. Takist það, sem vonir standa til, má segja, að brunavarnamál þessara fimm hreppa séu komin í rnjög viðunandi horf. Skylt er að geta þess, að Brunamálastofnun ríkisins hefur lagt fram sinn skerf til þessara mála, og hefur tvisvar sent menn til að leiðbeina um meðferð tækja og búnaðar. Eru henni og öðrum, sem aðstoðað hafa við félagsstofnun þessa og tækjaútvegun, færðar beztu þakkir. Ekki sízt ber að þakka Brunabótafélagi ís- lands og Saminnutryggingum hf. fyrir lán þau, sem þau hafa veitt sveitarfélögunum til kaupa á tækjum, en án þeirrar fyrirgreiðslu hefðu mál þessi tæpast náð fram að ganga. Kostnaður í þessu sambandi er nú um 1200 þús. kr., og hafa áðurnefnd tryggingafélög lán- ar rúmlega 800 þús. kr. með hagstæðum kjörurn. SVEITARSTJÓR NARMÁL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.