Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.04.1975, Blaðsíða 20

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1975, Blaðsíða 20
Neyzluvatn Nægilegt magn af ney/luvatni er eitt fyrsta skil- yrðið, sem sett er fyrir góðri heilsu manna og menningarlífi. Auk þess sem vatn er notað til matarlögunar og matarhreinsunar á heimili og í matvælaiðjuverum, til þvotta á líkamanum, til uppþvotta og öðru því um líku, þá notum við vatnið einnig beinlínis til drykkjar og þá helzt sem ferskast og helzt á það þá að vera laust við hættulegar sóttkveikjur, skaðleg efni, eiturefni, og einnig bragðgott og hressandi. Af þessu öllu má vera ljóst, að eitt fyrsta at- riði, sem hugsað er urn, þegar menn taka sér ból- festu á einhverjum stað, er aðgangur að fersku og góðu neyzluvatni. Það þekkjum við hér á landi ur sveilum, þar sem landnámsmenn hafa Víða erlendis er neyzluvatns stórborga aflað með gerð stíflugarða í ám. Myndin er af snyrtilegu uppistöðulóni í Luxemburg, sem þannig er myndað til töku neyzluvatns. tekið sér bólfestu, og við vitum, að þegar þétt- býliskjarnar hafa myndazt, þorp, bæir og borgir hafa smám saman vaxið upp, ])ar hafa neyzlu- vatnsmálin verið eitt af því fyrsta og stærsta við- fangsefni, sem stjórnvöld, þ. e. a. s. sveitarstjórn- ir, hafa orðið að glíma við. Þetta er eitt af þeim sérstöku málum, sem hér- aðsstjórnir og sveitarstjórnir alltaf hafa haft á sinni könnu. Það er J)ví ekki að ófyrirsynju, að samband sveitarstjórna hér á landi taki Jjessi mál sérstaklega til rannsóknar og hinar ýmsu hliðar 66 þeirra. SVEITARSTJÓRNARMÁL Drykkjarvatnsöflun á íslandi Lengi hefur verið litið svo á, að ísland væri betur sett en önnur lönd, hvað drykkjarvatn snerti, bæði hvað snertir gnægð vatnsins, svo og heilnæmi þess. Vaxandi kröfur manna um aukið hreinlæti og rannsóknir, sem gerðar hafa verið í sambandi við það á drykkjarvatni landsmanna, hafa þó sýnt okkur, eins og hefur komið fram hér í ýms- um erindum, sem flutt eru á þessari ráðstefnu, að „ekki er allt gull, sem glóir“. Vatnið kann að líta vel út, fljótt á litið, en Jjegar nánar er að gætt, kunna að finnast í J)ví tilteknar bakteríu- tegundir og svo ýmiss konar önnur efni, sem sum- part stafa úr búfjárhögum og einnig geta komið frá óþrifnaði, sem við er hafður í sambandi við sorp og skólp, en í þeirri mengun eiga menn- irnir hvað ríkastan J)átt. Lengi vel létu menn sér nægja vatn úr næsta læk, eins og ])að kom fyrir á sveitabæjum, og mátti segja, að eftir atvikum væri það við liæfi, en sums staðar varð að grafa brunna til að ná í vatn, og gátu þeir orðið uppspretta ýmiss konar sjúkdóma, ef þeir sýktust, eða ef sýki var á bæn- um og ekki var nægilega vel gengið frá brunn- unum. Menn hafa aflað sér regnvatns á J)ennan hátt, ýmist sem afrennsli úr hlíðum fjalla, sem hefur smám saman safnazt í læki, ár eða vötn, eða ])á, þar sem slíkt hefur ekki verið nálægt, þá hafa Jjeir grafið brunna nálægt bæjum og sótt vatnið í brunnana, en nú mun víst hvergi á landinu lengur tíðkazt að sækja vatn í brunna, Joótt brunnar séu, heldur eru alls staðar vatnsleiðslur í hús. Yfirborðsvatn það, sem fæst úr hlíðum, getur að ýmsu leyti verið mengað af jarðefnum, mosa, lirfum, pöddum, bakteríum og öðru, sem rennur úr búfjárhögum. Þetta kemur ekki alltaf að sök, en ])ó er sú hætta alltaf yfirvofandi, að eins og slíkar saurbakteríur úr dýrum með heitu blóði eins og húsdýrum geta komizt í vatnið, þá geti líka komizt bakteríur frá mönnum, og J)ær kynnu þá að vera skaðlegri heldur en aðeins hinar svo-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.