Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.04.1975, Page 40

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1975, Page 40
Hér er átt við mál, er varða meiri háttar ráðstafanir gagnvart börnum eða forráðamönnum þeirra. Dæmi um slík mál er svipting foreldravalds, taka barns af lieimili, krafa um, að barn skuli flutt frá fósturfor- eldrum, vistun barns á upptökuheimili eða vistheim- ili gegn vilja forráðamanna, sjá nánar 13. og 14. gr. laga um vernd barna og ungmenna. Nú er það svo með þessi og önnur álíka viðkvann og vandmeðfarin mál, sem auk beldur böfða til frum- lægustu mannréttinda, að mestu varðar, að öll máls- meðferð sé bin vandaðasta. Ég vil skilja á milli tveggja meginþátta í meðferð þessara mála. Ft'rri þátturinn lítur að sem n;íkvæmustum athugunum á eðli málsins, eða leiða til faglegs rökstuðnings fyrir því, að nauðsyn beri til að grípa til svo róttækra aðgerða, sem um er að ræða í þessum málaflokki. Þessum þætti tel ég bezt vera borgið í liöndum sér- fræðinga, félagsráðgjafa, lækna, sálfræðinga og ann- arra starfsmanna, sem eru í aðstöðu til að setja sig sem gleggst inn í málsatvik. Síðari þáttur í meðferð og afgreiðslu úrskurðar- málanna lýtur að þeirri sjálfsögðu skyldu að gæta til hins ýtrasta lögverndaðs réttar einstaklingsins. Með sviptingu foreldravalds, svo dæmi sé tekið, er réttur foreldra skertur í grundvallaratriðuni. Slík réttar- skerðing er hins vegar talin nauðsynleg vegna meiri réttar annars einstaklings, nefnilega barnsins, til þroskavænlegs lífs. Þessi síðari þáttur í afgreiðsu úr- skurðarmála, sem einvörðungu lítur að réttarhlið máls- ins í þröngri merkingu, er sem kunnugt er í höndum barnaverndarnefndar. Er þá einnig gert ráð fyrir, að embættisgengur lögfræðingur eigi sæti í nefndinni. Að öðrum kosti skal héraðsdómari, í Reykjavík borg- ardómari, taka sæti í nefndinni, þegar afgreidd eru mál af þessu tagi. Ég vil gera að tillögu minni, að Jtað verði kannað, með hvaða hætti leysa megi barnaverndarnefnd af- hólmi, hvað snertir Jtennan síðari þátt í meðferð úr- skurðarmálanna. Helzt hallast ég að því, að dómstól- um verði falin framkvæmd þessa þáttar. Ymislegt Jtyrfti að kanna í því sambandi, t. d. hvort gera yrði ráð fyrir sérstökum dómi, sem að meiri hluta væri skipaður lögfróðum mönnum, en að rninni hluta sér- fræðingum um velferðarmál barna. Endurskoðun tímabær Niðurstaðan af þessum sundurlausu þankabrotum um hlutverk barnaverndarnefndar í Ijósi nýrra starfshátta í félagslegri þjónustu er samkvæmt ofan- sögðu á þá leið, að fyllilega sé tímabært að taka skipan barnaverndarmála til gagngerrar endurskoð- unar. Barnaverndarnefndir hafa gegnt mjög mikil- SVEITARSTJÓRNARMÁL vægu hlutverki og gera svo enn. En vart er nema eðli- legt, að sú skipan, sem í grundvallaratriðum hefur lialdizt óbreytt um fjögurra áratuga skeið, þjóni ekki lengur til fullnustu Jreim tilgangi, sem lienni var upphaflega ætlað. Þörfin er enn sú sama, sú skylda Jjjóðfélagsins að gæta í hvívetna hagsmuna yngstu borgaranna. En margvíslegar breytingar á síðari ár- um, ekki sízt aukinn skilningur almennings og stjórn- valcla á mikilvægi öflugrar félagslegrar Jrjónustu, hafa gert það mögulegt að mæta þessari Jrörf á markvissari hátt en barnaverndarnefndum er kleift. Sá tfnii er sem betur fer liðinn, að minnsta kosti í hinum öflugri sveitarfélögum, að barnaverndarnefndin og þeir ein- staklingar, sem skipuðu nefndirnar, voru nánast einu aðilarnir, sem sinntu barnaverndarmálum. Nú er svo komið að mínu mati, að nefndunum er að verða of- aukið í kerfinu og Jtá er sjálfgert að taka afleiðingun- um af því. Ég skal viðurkenna, að viðhorfin kunna að vera nokkuð frábrugðin í hinum smærri sveitarfélög- um, Jsar sem uppbygging félagslegrar Jijónustu er skemmra á veg komin. Þau mál Jjarf að athuga sér- staklega og Jiá einkum með það I huga að gera hinum fámennari sveitarfélögum kleift að veita borgurunum sambærilega félagslega þjónustu og gert er í fjölbýlinu. Hugleiða mætti, hvort sú efling félagsmálastarfsins ætti ekki að fylgjast að með endurskipulagningu heilbrigðisjtjónustu í byggðum landsins sem og með nýrri skipan fræðslumála. Með Jteim hætti mætti skapa starfsaðstöðu fyrir sérfróða félagsmálastarfsmenn utan marka fjölbýlisins til mikilla hagsbóta fyrir barnaverndarstarfið. P.s. Frá ritstjóra. Grein þessi var flutt sem framsöguerindi á ráð- stefnu um málefni yngstu borgaranna 12. marz 1974, en í frásögn af Jteirri ráðstefnu í 3. tbl. þess árs (bls. 99), féll niður nafn dr. Björns, þar sem taldir eru upp framsögumenn. Er liann beðinn velvirðingar á Jjeim mistökum. Jafnframt urðu Jtau mistök í sömu frásögn, að niður féllu allmörg nöfn af þátt- takendalista, en Jiau voru birt í stafrófsröð. Fara Jtau hér á eftir: Guðrún Guðmundsdóttir, barnaverndarnefnd Hafn- arfjarðar, Guðrún Jónsdóttir, félagsmálaráðgjafi, Sumargjöf, Guðrún Kristinsdóttir, félagsráðgjafi, Geðdeild Barnaspítala Hringsins, Guðrún Sigurðardóttir, Landssambandi ísl. barna- verndarfélaga, Guðrún Sæmundsdóttir, Kvenréttindafélagi Islands, Sr. Gunnar Árnason, Barnaverndarráði íslands, Gunnar Guðmundsson, fyrrv. skólastjóri, Barnavernd- arráði íslands,

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.