Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.04.1975, Blaðsíða 35

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1975, Blaðsíða 35
mestu leyti að vera hringtengdar, en það merkir, að hver punktur getur fengið vatn úr tveimur áttum. 1 samfelldri byggð ætti fjarlægð á milli bruna- liana að jafnaði ekki að vera meiri en 200 m, og alls ekki yfir 300 m. I nánd við allar meiri- háttar áhættur ættu að vera brunahanar. Það tíðkast nú rnjög að nota 3” plastpípur í vatns- leiðslur, og helzt ekki víðari en 3” vegna þess, að slíkar pípur fást upprúllaðar, og því fljót- legt að leggja þær. Þær eru of mjóar til að fæða brunahana á fullnægjandi hátt, og er mjög átals- vert, að slíkt vinnuhagræðingarsjónarmið skuli vera látið ganga fyrir öryggissjónarmiðum, í þessu sambandi sakar ekki að benda á, að sam- kvæmt lögurn um brunavarnir og brunamál frá árinu 1969 ber sveitarstjórnum skylda til að hlutast til um, að ávallt sé fyrir hendi nægilegt slökkvivatn. Sem betur fer hagar svo til hér á landi, að í flestum eða öllum þéttbýliskjörnum er hægt að komast í sjó, stöðuvatn eða á og fá þannig nægilegt slökkvivatn, þótt oft þurfi raun- ar að dæla óhæfilega langt, þannig að of lítið vatn næst á brunastað. Hér er um gildan vara- sjóð að ræða, þótt hann geti í fæstum tilvikum kornið að sama gagni og vel hönnuð vatnsveita. Brunavarnir í sveitum Áður en ég læt þessu spjalli lokið um vatns- tökuskilyrði, verður ekki hjá því komizt að minn- ast nokkuð á sveitirnar í því sambandi. 1 lögum um brunavarnir og brunamál frá 1969 eru þær látnar liggja á rnilli hluta, þar sem trauðlega þótti raunhæft að gera sveitahreppum skylt að hafa slökkvilið. Þetta hefur þó farið á annan veg í raun. Langflest samfelld landbúnaðarhéruð eru nú komin með eigin slökkvilið eða hafa samvinnu við slökkvilið í nærliggjandi þéttbýlis- kjarna, nema hvorttveggja sé. Vatnstökuskilyrði fyrir slökkvivatn í sveitum er víða ærið vandamál, þótt 'oft megi um bæta með lítilli fyrirhöfn og tilkostnaði. Brýna nauð- syn ber til, at búin verði til spjaldskrá yfir vatns- tökuskilyrði fyrir hvern sveitahrepp, þar sem ijarlægðir og aðstaða öll er sýnd á afstöðuupp- drætti fyrir hvern bæ um sig. Skal afrit af slíkri spjaldskrá ávallt vera í slökkvibíl. Brunaþríhyrningurinn Að lokum lield ég, að vel fari á því að enda þetta spjall með því að fara nokkrum orðum um hinar eðlisfræðilegu forsendur bruna. I því sam- bandi er oft talað um brunaþríhyrninginn, þ.e. a.s. þá þrjá þætti, sem fyrir hendi þurfa að vera til að bruni geti myndazt. Hér er um að ræða eftirfarandi þrjú atriði: 1 fyrsta lagi eldsmat, þ.e.a.s. efni, sem geta brunnið, í öðru lagi súr- efni, sem eldurinn fær yfirleitt í venjulegu and- rúmslofti, og í þriðja lagi hita. Sé einhver af þessurn þáttum numinn burt, slokknar eldur- inn. Sem dæmi um þá slökkviaðferð að nema burt eldsmatinn má t.d. nefna heybruna, þegar hey er drifið út úr hlöðu, áður en það brennur. Hindra má aðgang súrefnis að eldi með ýmiss konar kemiskum slökkviefnum, en þessu verður þó sjaldnast við komið, nema þegar eldur er á byrjunarstigi. Ef eldur verður laus fyrir alvöru, þ.e.a.s. ef urn stórbruna er að ræða, þá er venju- lega aðeins eitt sem dugir, og það er kæling. Vatn er langbezta kæliefni, sem til er í náttúr- unni. Ég vil svo ljúka þessum hugleiðingum með því að vitna í orð Hyllands, slökkviliðs- stjóra í Osló, sem ég lieyrði hann einu sinni við- hafa í erindi um brunamál. Hann sagði. „Ef um magnaða húsaelda er að ræða, er aðeins þrennt, sem þýðir að reyna. Þetta er í fyrsta lagi vatn, í öðru lagi vatn og í þriðja lag meira vatn.“ SVEITARSTJÓRNARMÁL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.