Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.04.1975, Blaðsíða 38

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1975, Blaðsíða 38
í 3. gr. reglugerðarinnar segir: Félagsmálaráð fer með: 1. Aðstoð við fjölskyldur, þar með talið eftirlit með aðbúð barna og uppeldi á heimilum og eftirlit með hegðun þeirra utan heimilis. 2. Aðstoð og eftirlit með börnum, sem eru siðferðis- lega, líkantlega eða andlega miður sín, hafa framið afbrot eða eru á annan hátt á glapstigum. 3. Ráðstöfun í vist eða fóstur og eftirlit með því að öðru leyti en greinir í 2. gr. 6. tl. hér að framan. Astæða er til að staldra hér við og liuga nánar að því, livað felst í þessari verkaskiptingu á milli fé- lagsmálaráðs og barnaverndarnefndar. Það sem fyrst vekur athygli er, að þungamiðjan i störfum barna- verndarnefndar hefur í raun verið flutt til félagsmála- ráðs. Þá þungamiðju tel ég vera að finna í tveimur greinum barnaverndarlaganna, í 2ö. gr. og 28. gr. í fyrri greininni segir svo m. a.: „Nú verður barnaverndarnefnd þess vís, að uppeldi barns eða ungmennis, aðbúnaði eða atlæti, er ábóta- vant vegna hirðuleysis foreldra eða forráðamanna, vankunnáttu þeirra, andlegra eða siðferðislegra ann- marka, líkamlegrar eða andlegrar vanheilsu, drykkju- skapar, eiturlyfjanotkunar, ofnotkunar deyfilyfja, lauslætis eða annars siðleysis, refsiverðs athæfis, o. s. frv., og skal þá barnaverndarnefnd gera viðeigandi ráðstafanir." í síðari greininni segir m. a.: „Ef barnaverndarnefnd verður þess vís, að liegðun barns sé ábótavant, svo sem vegna ódælsku og óknytta, útivista á óleyfilegum tíma, slæpingsháttar, flækings, betls, vanrækslu á námi, drykkjuskapar eða annarrar óreglu, lauslætis eða lögbrota, skal barnaverndarnefnd hefjast handa um viðeigandi aðgerðir .......“ Þær skyldur, sem í þessum tveimur greinum lag- anna eru lagðar á barnaverndarnefnd, þar sem athygl- in beinist annars vegar að foreldrum eða forráðamönn- um barns og liins vegar að barninu sjálfu, tel ég liik- laust vera þungamiðju barnaverndarlaganna. Jafn- framt er í þessum greinum að finna megin rökin fyrir tilverurétti barnaverndarnefnda. Vonandi er þetta gert nægilega ljóst með fyrrgreindum tilvitnunum í 26. og 28. gr. laganna, en til áréttingar get ég þess, að í fyrri greininni er leitazt við að gefa sem skýrasta mynd af heimilisháttum barns, sem er ábótavant að því marki, að aðgerða er krafizt, en í hinni greininni er að sama skapi nákvæm upptalning atriða í fari barnsins sjálfs, sem krefjast aðgerða. Með reglugerðinni um verkaskiptingu á milli barna- verndarnefndar og félagsmálaráðs koma nú aðgerðir SVEITARSTJ ÓRNARMÁL samkvæmt þessum tveimur mikilvægu greinum barna- verndarlaganna undir ábyrgð félagsmálaráðs, en ekki barnaverndarnefndar. Þess ber þó að geta, að aðgerðir skv. báðum þessum greinum geta komizt á það alvarlegt stig, að leggja beri málið fyrir barnaverndarnefnd til úrskurðar, t. d. ef beita þarf sviptingu foreldravalds. Til slíkra aðgerða kemur þó sjaldnast, en nánar verður vikið að því sérstæða hlutverki barnaverndarnefnda síðar. Fjögurra ára reynslutími að baki Sem fyrr segir var reglugerðin um verkaskiptingu á milli barnaverndarnefndar Reykjavíkur og félags- málaráðs staðfest í apríl 1970. Fimm ára reynsla er jrví að baki þessari nýskipan barnaverndarmála, og má því teljast eðlilegt og tímabært að gera tilraun til að leggja nokkurt mat á þróun rnála og huga jafn- framt að skipulagsþróun í næstu framtíð. Sú nýskipan félagsmála í Reykjavík, sem varð hvati að margnefndri verkaskiptingu á rnilli barnaverndar- nefndar og félagsmálaráðs, leiddi til öndvegis ný viðhorf í félagslegri þjónustu. Horfið er frá þröngu sérsviðasjónarmiði, þar sent menn einblína á skýrt afmörkuð og að þeir ætla ein- angruð vandamál einstaklinga, sbr. framfærslumál, áfengisvarnamál, barnaverndarmál. Þess í stað verð- ur sá skilningur ríkjandi, að vandi einstaklingsins sé af félagslegum toga spunninn, en í því felst, að vandinn er talinn margþættari en svo, að nokkur ein- hæf, þröng skilgieining nái að skýra hann. Þessum skilningi á eðli vandamálsins fvlgir krafan um, að tekin séu upp ný vinnubrögð við lausn þess. Barna- verndarmál er nú skoðað sem fjölskylduvandamál, Jrar sem fjölskyldan er sú félagslega eining, sem rnestu ræður um andlega og líkamlega velferð barns- ins. Við lausn á svokölluðu barnaverndarmáli þarf Jiá að beita vinnubrögðum, sem taka mið af fjöl- skyldunni og eru Jiess megnug að grípa inn á sem flest svið, er varða heill og hamingju fjölskyldunnar. Uppbygging Félagsmálastofnunar Reykjavíkurborg- ar, sem eins og fyrr segir, er framkvæmdaaðili félags- málaráðs, liefur mótazt af þessum nýju viðhorfum til félagslegrar Jrjónustu. Þar er leitazt við að skilgreina og takast síðan á við vanda einstaklingsins á sem breiðustum grundvelli. Þetta á við uni barnaverndar- málin engu síður en um önnur félagsleg vandamál. Að mínu mati hefur hér verið farið inn á farsæla braut. Barnaverndarstarfið hefur eflzt, það liefur orðið mun virkara en það áður var, þegar einangrun þess frá
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.