Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.08.1975, Blaðsíða 12

Sveitarstjórnarmál - 01.08.1975, Blaðsíða 12
Athyglisvert er, hversu hlutfallið rnilli þeirra þátta, sem taldir voru heyra undir hugtakið menningarmál, þ.e. leiklistar, tónlistar, mynd- listar, safna og annars, virðist breytilegt eftir löndum. Sveitarfélögin í Frakklandi, Sviss og Þýzkalandi vörðu rneira en helmingi fjárveit- inga til leiklistar, ítölsku sveitarfélögin veittu hlutfallslega meira en aðrar jsjóðir til tónlistar og myndlistar, og þau hollenzku veittu einnig meira en aðrir til myndlistar. Brezku sveitarfé- lögin lögðu aftur á móti nærri 2/s fjárveitinga til safna, fyrst og fremst bókasafna. Menningarlegt umhverfi En fjárveitingar eru ekki einhlítar. Þær segja ekki allan sannleikann. Viljinn til menningar- starfa er ekki minna virði. Við Jiekkjum J)ess dænii úr okkar sögu, að ýmsir okkar fremstu snill- ingar hlutu aldrei neins konar stuðning ann- arra, heldur unnu hörðum höndum og stunduðu sitt menningarstarf við hliðina á starfi sínu. Fáir íslendingar hafa í senn tileinkað sér í svo ríkum mæli „viljans, hjartans og vitsins menn- ing“ sem Stephan G. Stephansson. Ekki voru Jjað hinar ytri aðstæður, sem gerðu hann að [)ví andlega ofurmenni, sem hann var. Eilt kvöldið er liann að ljúka löngu bréfi og endar [jað með [sessum orðum: „Ég má ekki vera að þessu lengur. Þarf að sækja 13 kýr í haga og gefa 22 svínum“. Undir ævilokin segir liann á þessa leið í bréfi: „Á leikritum hef ég ekkert vit og hef aðeins kom- ið tvisvar á ævinni í það, sem nefnt er leikhús". En það er áreiðanlega undantekning, að einstakl- ingurinn geti hafið sig svo yfir umhverfi sitt og samtíð sem Stephan G. Því er það flestum mikil nauðsyn, bæði ein- staklingi og heildinni, að skapað sé menningar- legt umhverfi, eða öllu heldur aðstaða til menn- ingarstarfsemi, og þá kernur vissulega til kasta sveitarfélaganna eða samfélagsins yfirleitt. Lengi hefur þó mikið af slíku starfi hvílt á einstökum áhugamönnum, og verður })að starf seint full- metið. Þær þjóðfélagsaðstæður hafa hins vegar skapazt hér, að menningarstarfsemi verður naum- ast haldið uppi að marki, nenia samfélagið skapi að miklu leyti aðstöðu til slíks. Það er einmitt ætlunin með þessari ráðstefnu meðal annars að reyna að gera sér þess grein, hvernig slíku verði bezt fyrir komið. Leiklist á hér nokkuð langa sögu og hefur verið iðkuð við mjög erfiðar aðstæður eða jafnvel kátlegar að okkar dómi, eins og þegar leikið var hér í Reykjavík 1814-1815 í dómstofu landsyfir- réttarins, en áhorfendabekkir fluttir úr dómkirkj- unni. Ekki tók betra við um 1830, þegar sjómenn í fornmannabúningum léku í fjörunni hér í Reykjavík kafla úr Örvar-Oddssögu, var atgang- ur svo mikill, að mildi var, að enginn skyldi kafna í sandinum. „Var þetta barbarisk skemmt- un,“ sagði Gröndal. Ekki þýðir nú að bjóða upp á slíkar aðstæður, enda hefur mjög verið úr bætt á síðustu áratug- um, þótt sjálfsagt megi gera betur. Tónlistarkennslu og hljómsveitarstarfsemi verður ekki haldið uppi, nema til korni allmikill og dýr hljóðfærakostur. Bókasöfn fyrir almenning verða nú yfirleitt ekki stofnuð eða haldið uppi, nema til komi at- beini hins opinbera að meira eða minna leyti. í þesstim efnum hafa bæði ríki og sveitarfé- lög gert mikið átak á undanförnum árum, sem vissulega ber að meta. „List er ekki neinn hátíðleiki — hún er lífið sjálft," sagði einn af okkar ágætustu listamönn- um fyrir nokkrum árum. Listin á nefnilega ekki að vera neinn hjúpur, sem við aðeins bregðum yfir okkur við hátíðleg tækifæri, heldur á hún að vera hluti af okkar dag- lega lífi. Það þarf því að færa listina sem mest út til fólksins og stuðla að því, að það verði sem mest sjálft virkir þátttakendur, og í þeim efnum hefur starf ótal áhugamannasamtaka verið ómet- legur aflgjafi, og það hlýtur að vera hlutverk bæði ríkis og ekki síður sveitarfélaganna að styðja slíkt starf af alefli. Við Reykvíkingar kunnum vel að meta þá menningarstarfsemi, sem fram fer hér í Reykja- vík á vegum ríkisins, en við verðum líka að við- SVEITARSTJÓRNARMÁL

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.