Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.08.1975, Blaðsíða 15

Sveitarstjórnarmál - 01.08.1975, Blaðsíða 15
eru tónlistarskólarnir umfangsmestir og lýðskól- inn í Skálholti eitt nýjasta dæmið. Þess ber að geta, að frumvarp til laga um skipulegan stuðning við tónlistarfræðsluna verð- ur lagt fyrir Alþingi eftir helgina og að nú er í at- hugun að setja sérstaka löggjöf um Skálholtsskól- ann. Rétt meginstefna Ég tel, að hér sé í öllum meginatriðum rétt stefnt. Ríkisvaldinu beri að kosta og hafa for- ystu um hina almennu fræðslu í landinu og það liljóti að vera meginstefnan, en jafnframt beri að gefa gætur að starfi áhugaliðs ýmiss konar og nýta og styðja það, eftir því sem efni standa til og fært þykir. Hér er rétt að nefna umfangsmikla starfsemi lánasjóðs námsmanna. Lög um þá starfsemi hafa verið og eru í endurskoðun, nú í nánu samráði við fulltrúa námsmanna, sem sýna fullan skilning á nauðsyn breytinga á reglum um útlán og end- urgreiðslur. í annan stað er svo varið verulegum fjármun- um til jöfnunar námskostnaðar. Stundum er því haldið fram, að einungis beri að styrkja nám í þeim greinum, sem þjóðfélagið þarfnast, eins og það er gjarnan orðað. Þetta minnir á þá í Kanselíinu, sem ekki vildu láta fslendinga draga endalausan fisk á endalaust snæri, heldur aðeins þann fisk, sem kompaníið þarfnaðist þá og þá. Þeirri hugsun ber að hafna, en styðja eftir föngum námskynn- ingu og starfsfræðslu, sem hjálpar ungu fólki til að finna viðfangsefni við liæfi hvers og eins og greiðir því leið til þeirra starfa, „sem þjóðfélag- ið þarfnast." Samtök námsmanna og einstakir námsmenn hafa sýnt þessum málum lofsverðan skilning, sem vert er að þakka. Það er oft talað um kröfur námsmanna, enda er kjarabarátta sjaldnast háð í hálfum hljóðum til lengdar. Hitt liggur meira í láginni, að ýmis félagssamtök námsfólks vinna þýðingarmikið uppbyggingarstarf, sem kemur til góða fyrir námsfólk komandi tíma ellegar styður við bakið á viðkomandi skólastofnun. Nefni ég sem dæmi Félagsstofnun stúdenta, en hér er af fleiru að taka. Það er viðtekin meginregla í skólamálum ís- Jendinga, og vafalaust flestra annarra þjóða einnig, að gert er ráð fyrir, að menn nemi sinn skólalærdóm á ungum aldri. Síðan taki við hin ýmsu störf í þjóðfélaginu. Menn hafa þó fyrir löngu gert sér ljóst, að þetta er ekki einhlítt. Svo lengi lærir sem lifir, segir gamalt íslenzkt mál- tæki. Nú liggur fyrir Alþingi frumvarp til laga um fræðslu fullorðinna. En t.d. í Noregi hefir löggjöf um þetta efni verið í gildi nokkurt árabil. Samnýting skólahúsnæðis Þegar hér er komið sögu í mínu spjalli, nálg- umst við mörkin á milli hins reglulega skólakerfis Vilhjálmur Hjálmarsson, menntamálaráðherra, flytur ræðu sína. SVEITARSTJÓRNARMÁL

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.