Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.08.1975, Blaðsíða 25

Sveitarstjórnarmál - 01.08.1975, Blaðsíða 25
að vera þannig, að hún nýtist hinu frjálsa íþróttastarfi, þegar skólarnir þurfa ekki á henni að halda. Þetta er sjálfsagt, en greiðsluhlutföll opinberra aðila í íþróttahúsbyggingum fyrir skóla og íþróttahúsbyggingum eða íþróttamann- virkjum fyrir liið frjálsa íþróttastarf eru mis- munandi, þess vegna þarf að samræma þau á- kvæði og losna við þá togstreitu, sem stundum er milli aðila, um að koma byggingu íþrótta- mannvirkja yfir á ríkið, ef svo má segja, í sam- bandi við skólabyggingar af því að á þann hátt leggur ríkissjóður fram meira fé og skjótar en ella til slíkra mannvirkja. Bráðlega mun verða tekin ákvörðun um, hver vera skuli stærð í- þróttahúsa og íþróttamannvirkja til afnota fyrir skóla, og þarf þá að hafa í huga það samnýt- ingarsjónarmið, sem ég hef minnzt á. Er hér um verulegt fjárhagsatriði að ræða fyrir ríkissjóð, sveitarfélög og hin einstöku íþróttafélög, og skiptir miklu, að þessum málum verði ráðið þannig til lykta, að sem hagkvæmast verði fyrir íþróttalireyfinguna og almannaíþróttir bæði að því er varðar afnot og fjárhag, þannig að tryggð sé sem allra bezt nýting íþróttamannvirkja, hvort sem þau eru byggð fyrir skóla eða íþróttahreyf- inguna sérstaklega. Þá vil ég taka það frarn, að íþróttamálaráð- herrafundurinn í Bruxelles lagði á ]iað áherzlu, að íþróttamál væru menningarmál og að ekki mætti slíta þau úr tengslum við þann málaflokk, og fer þetta mæta vel saman við það, sem tekið var fram, þegar íþróttalög voru sett hér á landi árið 1940. Æskulýðsmál Að því er sérstaklega varðar eesknlýðsmál, þá lætur ríkisvaldið sig þau varða einkum á þrenn- an hátt: 1. með fjárveitingum í fjárlögum til æskulýðs samtaka ,og skóla, 2. með stuðningi við byggingu húsnæðis og annarrar aðstöðu til æskulýðsstarfsemi, og 3. með stuðningi við mepntun og þjálfun leiðbeinenda og forystumanna I æskulýðs- starfi. Sérstök lög um æskulýðsmál voru sett á árinu 1970, og er þar mælt fyrir um stofnun æskulýðs- ráðs ríkisins og ráðningu sérstaks æskulýðsfull- trúa í menntamálaráðuneytið. Valdist til þessa starfs Reynir G. Karlsson, sem hafði mikla reynslu í þessum málum og hefur unnið ötul- lega að þeim síðan hann tók við starfi sinu, en æskulýðsstarfinu háir það, að fjárveitingar eru of litlar, miðað við verkefnin, eins og á svo mörgum öðrum sviðum. Æskulýðsráð og æskulýðsfulltrúi vinna nú að tillögum varðandi frekari samræmingu æskulýðs- starfsemi félaga, skóla og sveitarfélaga og stuðn- ingi opinberra aðila við þessa starfsemi. Þá hafa þeir einnig staðið að aukinni fræðslustarf- semi æskulýðssamtaka. Þess má geta, að í sam- vinnu við Fjórðungssamband Norðlendinga er nú í undirbúningi ráðstefna um æskulýðsmál á Norðurlandi, og er undanfari hennar viðamikil könnun á æskulýðsstarfinu á Norðurlandi og viðhorfi samtaka og einstaklinga til þess. Er þess vænzt, að svipaðar ráðstefnur verði haldnar síðar i öðrum landsfjórðungum og að niðurstöð- ur þeirra geti orðið stefnumótandi fyrir tilhög- un æskulýðsstarfsemi í landinu I náinni framtíð. Á þessu sviði, sem og þeim, sem ég hef nefnt hér á undan, er mjög nauðsynlegt, að samnýting allrar aðstöðu geti átt sér stað til þess að fjár- hagsleg framkvæmd verði sem hagkvæmust. Og ég vil enn taka það fram, að þótt löggjöf gildi um stuðning við menningarstarf þeirra félaga, sem standa að félagsheimilum, löggjöf um stuðning við íþróttastarfsemina og löggjöf um stuðning við æskulýðsmál, þá á öll þessi starfsemi að vera frjáls og einungis að njóta stuðnings, fjárhagslegs og sérfræðilegs af opin- berri hálfu, en ríkisvald og sveitarfélög eiga ekki að seilast til áhrifa innan hinnar frjálsu félagsstarfsemi, og það var álit íþróttamálaráð- herrafundarins í Bruxelles, og vonandi flestra annarra, að forðast beri, að íþróttahreyfingin verði noluð í stjórnmálalegum tilgangi og að íþróttir og íþróttamenn verði háð auglýsinga- fjármagni. Það er rétt að geta þess, að í fjárlögum ársins 1975 eru veittar tæplega 8,5 milljónir króna til SVEITARSTJÓRNARMÁL

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.