Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.08.1975, Blaðsíða 36

Sveitarstjórnarmál - 01.08.1975, Blaðsíða 36
YFIR KAFFIBOLLA Á KJARVALSSTÖÐUM Stökur eftir Guðmund Inga Kristjánsson, oddvita Mosvallahrepps Yfir kaffibolla á Kjarvalsstöðum kvaddi sér hljóðs Guðmundur Ingi Kristjánsson, oddviti Mosvallahrepps og fór með nokkrar stökur, sem höfðu orðið til á ráðstefnunni. Fyrsta stakan á sér þá skýringu, að málsverður í Þjóðleikhúsinu að kvökli sunnudags, að lokinni setningarathöfn, halði verið kynntur á þrennan mismunandi liátt í þeim gögnum, sem bori/.t liöfðu um ráðstefnuna. í leikhúsi fyrir konu og karl kaldur matur var settur, óformleg máltíð eða snarl eða kvöldverður léttur. Páll Líndal segir, að menning sé ekki nefnd í íslenzkri bók fyrr en í mannkynssöguágripi Páls Melsteðs árið 1878. Páll er fær í flestum greinum, flytur hann þá kenningu: Fyrir hundrað árum einum enginn nefndi menningu. Samt var einhver andans þráður, er í fornri sögu gekk. Hvað hét menning okkar áður en hún þetta heiti fékk? Prestur á ráðstefnunni hlustaði vandlega eftir því, hversu lengi yrði rætt um menningu án þess að kirkju og kristindóms væri getið. En það 194 gerðist í framsöguræðu Sigurðar Blöndals: Um menningu ræddi margur sveinn margorður, snjall og glaður. En kirkjunnar þátt mundi aðeins einn utanþjóðkirkjumaður. Einn af arkitektum ráðstefnunnar talaði um hina hátimbruðu menningu Vesturlanda komna frá Grikkjum. Menningin, sem gaf oss Guð, gjarna vil ’ég að standi, þótt hún væri aldrei hátimbruð hér á þessu landi. Listamenn greindi á um það, hvort rigning hefði verið á útfarardegi Mozarts. Konni þeir að þessu ágreiningsefni aftur og aftur. Spurning þung á þessum degi þolir enga töf: Rigndi mikið eða eigi ofan í Mozarts gröf? I orðastað jjeirra, sem missa af veitingum, vegna þess að þeir geta ekki komið inn fyrir dyr á Kjarvalsstöðum, eins og málin standa nú: Komið get ég eins og er ekki í lnis á Kjarvalsstöðum, þótt aðrir þeir, sem eru hér, eti þar með huga glöðum. G. I. K. SVEITARSTJÓRNARMÁL

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.