Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.08.1975, Blaðsíða 38

Sveitarstjórnarmál - 01.08.1975, Blaðsíða 38
sem reiknað er með í 8. gr. Þá er einnig urn að ræða þann stundafjölda, sem varið er til sjúkra- kennslu, sundkennslu, forfallakennslu, kennslu vegna orlofs kennara og hjálparkennslu sbr. 6. d- og e-lið 51. gr. grunnskólalaga, en þar er fjall- að um þá nemendur, sem stunda nám í sérbekkj- um í eða á vegurn grunnskóla, en ekki um sér- stofnanir. Samkvæmt grunnskólalögum og þessari reglu- gerð er sú skylda lögð á herðar ríkisins að stofna og reka sérstofnanir fyrir nemendur, sem ekki geta af ýmsum ástæðum stundað nám í venjulegum skólum. Um þátttöku ríkissjóðs í kostnaði við rekstur heimavistar fyrir þessa nemendur er að finna á- kvæði í 19. gr. Um endurgreiðslur ríkissjóðs á launakostnaði í mötuneytum er að finna ákvæði í 17. gr. og 19. gr. reglugerðarinnar. Þá er nýmæli í c-lið 17. gr. varðandi mötuneyti kennara, en í síðasta kjara- samningi eða fylgiskjali með honurn er ákvæði um slíka þjónustu. Er með því stefnt að því, að kennarar njóti svipaðrar aðstöðu og aðrir ríkis- starfsmenn varðandi fæði á vinnnstað. Launakostnaður vegna bókasafna í 13. gr. reglugerðarinnar eru ákvæði um þátt- töku ríkissjóðs í launakostnaði bókasafna í skól- um, og er þar gert ráð fyrir, að sú heimild, sem þar er nefnd að hámarki, komi að hálfu til fram- kvæmda nú á þessu ári. Gert er ráð fyrir, að sett verði í sérstakri reglu- gerð nánari ákvæði um bókasöfn í skólum og störf í þeirn. Gert er ráð fyrir, að sameina megi skólabókasöfn og almenningsbókasöfn með sér- stökum samningi um skiptingu sameiginlegskostn- aðar, og skal sá samningur staðfestur af mennta- málaráðuneytinu. Á þetta atriði mun aðallega reyna í strjálbýli, ])ar sem sérstök bókasöfn eru ekki starfandi, og má þar með litlum tilkostnaði koma á nokkurri 196 þjónustu við almenning með því að hafa bóka- söfn opin utan skólatíma, enda er þar jafnframt um hentugan útlánstíma að ræða fyrir fullorðna. Er vafalaust, að mörg sveitarfélög munu athuga um þennan möguleika á samnýtingu bókasafna. Við heimanakstursskóla er líka auðvelt að dreifa bókum með skólabílum. Félagsstarf í skólum í 14. gr. er ákvæði um þátttöku ríkissjóðs í kostnaði við félagsstörf í skólum, og er þar ætl- aður allríflegur kvóti til þessara starfa. Er eins háttað um þetta ákvæði og ákvæði 13. gr., að gert er ráð fyrir, að helmingur hámarkskostnaðar komi til greiðslu á næsta skólaári. Rétt er að benda í þessu sambandi á ákvæði 34. gr., þar sem segir, að heimilt sé að lána skóla- húsnæði til ýmiss konar starfa í þágu íbúa skóla- hverfis, þar með talið til félagsstarfsemi. Virðist því vera að opnast þarna möguleiki fyrir sveitar- félög til þess að nýta húsnæði, sem ætlað er til félagsstarfs í skólum, til almenns félagsstarfs á þeim tímum, er skólinn ekki notar það, að sjálf- sögðu gegn greiðslu aukakostnaðar sé um liann að ræða. Gefur augaleið, hversu miklu kostnaðar- minna verður að taka þátt í slíkurn rekstri en að reka sérbyggt húsnæði fyrir félagsstarf. Akstur skólabarna Varðandi þau nýmæli, sem eru í reglugerðinni um rekstrarkostnað grunnskóla og snerta akstur skólabarna, þá vil ég fyrst vekja athygli á 24. gr., en þar segir meðal annars: „Verði breytingar á töxtum vörubifreiðastjóra eða fólksbifreiðastjóra á skólaárinu, án þess að taxtabreytingar verði á sérleyfisakstri, skal taka tillit til þeirra breytinga." Áður var breyting á aksturstöxtum skólabif- reiða eingöngu háð breytingu á aksturstöxtum á sérleyfisleiðum. Reynsla undanfarinna ára sýndi, að sérleyfis- SVEITARSTJÓRNARMÁL

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.