Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.08.1975, Blaðsíða 23

Sveitarstjórnarmál - 01.08.1975, Blaðsíða 23
ar tölur um innheimtan skemmtanaskatt árið 1974 liggja ekki fyrir, en samkvæmt bráðabirgða- yfirliti má ætla, að tekjur sjóðsins á því ári reynist allt að 3,9 millj. króna. Samanlagt hafa tekjur menningarsjóðs félagsheimila árið 1970- 1974 að báðum árum meðtöldum, numið um 11,5 milljónum króna. Greiðslur úr sjóðnum hafa til ársloka 1974 verið sem hér segir: Árið 1971 tæplega kr. 106.000,— Árið 1972 rúmlega kr. 771.000,- Árið 1973 rúmlega kr. 1.286.000,— Árið 1974 tæplega kr. 1.060.000,- eða samtals um 3.223.000,— krónur. Það sem af er árinu 1975 hafa verið greiddar úr menningarsjóði félagsheimila samtals 538.000,— kr., þar af um 463.000,— kr. vegna starfsemi, sem fram fór á árinu 1974. Ég hef rætt hér nokkuð ýtarlega um félags- heimili og félagsheimilasjóð vegna þess, hve sú löggjöf lagði þýðingarmikinn grundvöll að auknu félags- og menningarstarfi í landinu og að því er varðar menningarsjóð félagsheimila þá var hann beinlínis stolnaður til þess að auð- velda félagsheimilum að fá menningarlegt efni til flutnings eða sýningar í félagsheimilunum. Er þess fastlega vænzt, að sjóðurinn verði í vax- andi rnæli góður stuðningur við félagsheimilin til jiess að auka menningarstarfsemi þeirra. Því er ekki að leyna, að jiað er stundum haft á orði, að félagsheimilin leggi full mikið upp úr jiví að afla sér fjár með vafasömu sam- komuhaldi, jiai' sem drykkjuskaparóreglu gæti verulega, en í svo til öllum reglum fyrir félags- heimilin er tekið fram, að áfengi megi ekki hafa þar um hönd eða Jiá, að tekið er fram, að um jietta gildi ákvæði hlutaðeigandi lögi'eglusam- þykktar. Vafalaust er jiað rétt, að allt of mikið gæti ölvunar á samkomum í félagsheimilum, en jrar er ekki félagsheimilunum fyrst og fremst eða einum um að kenna, heldur hinu almenna ástandi í landinu í Jiessum efnum. Hitt væi'i Jjó æskilegt, að félagsheimilin og jiau menningar- félög, sem að jieim standa, hefðu forystu um siðabót í jiessum efnum. íþróttir Hér, eins og í flestum öðrum löndum, fer áhugi manna á margs konar íþróttum vaxandi, ekki einungis keppnisíþróttum, heldur e. t. v. fyrst og fremst á íþróttum fyrir alla eða al- mannaíþróttum. Island hefur að ]>ví leyti sér- stöðu í afskiptum ríkisvalds af íþróttamálum, að hér á landi munu einna fyrst, ef ekki fyrst hafa verið sett sérstök íþróttalög, jiar sem lögákveðin er skipulagður stuðningur við íjjróttastarfið í landinu, sundskylda lögleidd og íjiróttaiðkanir aðrar í skólum, komið á fót sérstökum sjóði, íþróttasjóði, til stuðnings frjálsri íjiróttastarf- semi í landinu, kveðið á um íjiróttakennslu og skyldur hrepps-, bæjar- og sýslufélaga til jiess að leggja endurgjaldslaust fram lönd og lóðir und- ir íþróttamannvirki, sem styrkt eru úr íþrótta- sjóði eða íþróttanefnd viðuikennir. Þá var með lögunum stofnað embætti íjiróttafulltrúa, sem er og hefur verið eins konar framkvæmdastjóri íþróttamála, að jiví er til ríkisafskipta tekur, og sérfræðilegur ráðunautur um þau mál, en íþróttanefnd, sem skipuð er einum fulltrúa frá Ungmennafélagi íslands, einum frá íjiróttasam- bandi íslands og formanni, sem ráðherra skipar án tilnefningar, annast úthlutun fjár úr íþróttasjóði. l’ekjur sjóðsins eru fjárveitingar Alþingis hverju sinni. Áður en íþróttalögin voru sett árið 1940, voru að vísu fyrirmæli um íþróttaiðkanir í lögum um héraðsskóla, en ekki voru íþróttir skyldu- námsgrein í öðrum skólum. Lagaákvæði um próf leiklimi- og íþróttakennara, er verið höfðu í gildi, voru færð til samræmis við hin nýju íþróttalög. íþróttalögin voru síðan endurskoð- uð árið 1956, en ekki fólst í þeirri endurskoðun nein stórvægileg breyting á meginstefnu eða meginefni laganna frá árinu 1940. íþróttasjóður hefur oftast nær verið í fjár- þröng vegna hinna miklu verkefna sinna og gildir jiað sama um hann að þessu leyti og fé- lagsheimilasjóð. Reynt hefur verið að afla fjár til íjnóttastarfsemi, ]j. á. m. til íþróttasjóðs með getraunastarfsemi, og eru í gildi lög um íslenzk- SVEITARSTJÓRNARMÁL

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.