Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.08.1975, Blaðsíða 29

Sveitarstjórnarmál - 01.08.1975, Blaðsíða 29
stjóra. Þeir liafa samið frumvarp að nýjum lög- um um fjárhagslegan stuðning við tónlistarskóla, og hefur það nú verið sent Alþingi sem stjórnar- frumvarp. Meginbreytingin, sem frumvarpið fel- ur í sér, er hækkun fjárframlaga til tónlistar- skóla. f stað þess, að ríkissjóði ber eftir gildandi lögum að greiða allt að 1/3 rekstrarkostnaðar skólanna að uppfylltum þargreindum skilyrðum, þá gerir frumvarpið ráð fyrir, að sveitarfélag og ríkissjóður greiði kennaralaun við skólann, livor aðili að hálfu. Þetta er gert vegna þess, að launa- greiðsluliðirnir eru að jafnaði hæstu útgjöldin í skólarekstrinum og eins vegna hins, að með þessum hætti myndu kennararnir geta fengið lífeyrissjóðsréttindi, sem gerði skólunum auð- veldara að fá kennara til starfa. Aukinn kostn- aður ríkisins vegna frumvarpsins er áætlaður um 11 millj. kr. á ári. í þessu sambandi má geta þess, að í fram- haldi af samþykkt grunnskólalaga á síðastliðnu vori er unnið að gerð námsefnis og stefnt að auknu og breyttu tónlistarnámi á grunnskóla- stigi. Eðlilegt væri, að menn fengju undirstöðu- fræðsltt í tónlist á jafn sjálfsagðan liátt og í lestri og skrift. Yfirleitt jtarf í námsskrám sam- kvæmt grunnskólalögum að leggja áherzlu á list- nám. í greinargerð í Iiinu nýja frumvarpi eru ýmsar upplýsingar frá ráðuneytinu um, hvað fyrirhugað er og að hverju er nú unnið í sam- bandi við tónlistarfræðslu. Listskreyting skólamannvirkja í lögum um skólakostnað frá 1967 var jtað ný- mæli, að menntamálaráðuneytinu er heimilað að ákveða listskreytingu skólamannvirkja að feng- inni nmsögn sveitarstjórnar. Mátti samkvæmt lögunum verja í þessu skyni allt að 2% af áætl- uðum stofnkostnaði skólamannvirkis, Jjó aldrei hærri fjárhæð en 500 jnisund krónum að við- bættri hækkun samkvæmt byggingarvísitölu. Þótt jjetta ákvæði væri nýmæli í lögum, J)á hafði á undanförnum árum nokkru fé verið varið til list- skreytingar eða listaverkakaupa í skólahús, t.d. voru mosaíkmyndir og ntálverk í hinni nýju kennaraskólabyggingu við Stakkahlíð og ákveðið hafði verið að verja fé til listskreytingar í liúsi Menntaskólans við Hamrahlíð og af eldri skóla- byggingum, senr prýddar hafa verið myndum, má nefna Austurbæjarbarnaskólann og Melaskól- ann í Reykjavík. Auk þess voru málverk ríkisins hér áður fyrr lánuð í skóla, en því var hætt. Mætti sitt hvað segja í Jiessu sambandi, en ég leiði jjað hjá mér að sinni. Eftir að ákvæði um listskreytingu skólamannvirkja var tekið í lög, hefur verið gert ráð fyrir listskreytingu velflestra nýrra skólabygginga, og miðað við jjað við teikn- ingu húsanna, að j>au yrðu listskreytt. Þegar frumvarp til grunnskólalaga var lagt fyrir Aljjingi, var sams konar ákvæði um list- skreytingu skólahúsa, að ]jví viðbættu, að ráðu- neytinu til aðstoðar við ákvörðun listskreytinga skvldu vera tveir fulltrúar, annar frá Bandalagi íslenzkra listamanna, hinn frá Jjví sveitarfélagi, sem hlut ætti að máli hverju sinni, eða jjá frá Sambandi íslenzkra sveitarfélaga, ef sveitarfélagið kysi jjað heldur. í meðlörum Alþingis var ákvæð- ið um jjessa ráðunauta fellt burtu og greininni að öðru leyti breytt Jjannig, að ntí er Jjað sveitar- stjórn, sem getur ákveðið listskreytingu skóla- mannvirkja með samjjykki menntamálaráðuneyt- isins. Þetta ákvæði um listskreytingu skólamann- virkja töldum við, sem sömdum hið endanlega frumvarp að skólakostnaðarlögum og frumvarpið að grunnskólalögum, mjög mikilvægt, bæði til jjess að fegra byggingarnar og um leið til Jjess að listamenn jjjóðarinnar fengju aukin verkefni. Hins vegar liarma ég Jjað, að AlJjingi skyldi ekki vilja hafa fulltrúa frá Bandalagi íslenzkra lista- manna með í ráðum, Jjegar listskreytingar skóla- mannvirkja eru ákveðnar. Norræn menningarvika Ég hel í Jjessu erindi haldið mig við atriði, sem varða samskipti menntamálaráðuneytisins og sveitarstjórna á sviði menningarmála, annarra SVEITARSTJÓRNARMÁL

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.