Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.08.1975, Blaðsíða 19

Sveitarstjórnarmál - 01.08.1975, Blaðsíða 19
að aðrar opinberar byggingar séu prýddar með listaverkum. Sömu aðilar reka sinfóníuhljómsveit, sem er umfangsmikið og kostnaðarsamt fyrirtæki, en á- kaflega þýðingarmikið fyrir allt tónlistarlíf í landinu. Áður hefur verið minnzt á stuðning hins opinbera við leiklistina. Beint og óbeint á almannavaldið hlut að stofn- un og rekstri skóla hinna ýmsu listgreina. Það veitir beinan stuðning margvíslegri kynningar- starfsemi í myndlist, hljómlist og bókmenntum, Soffía Guðmundsdóttir, bæjarfulltrúi á Akureyri, talar í kaffiboði borgarstjórans í Reykjavík að Kjarvalsstöðum við lok ráðstefnunnar. Lengst til vinstri á myndinni eru Davíð Oddsson, formaður stjórnar Kjarvalsstaða og Unnar Stefánsson, en við borðið sitja talið frá vinstri Þórdís Þormóðsdóttir og Jónína Kristjánsdóttir frá Kefla- vík og Theódór Þórðarson fá Ungmennafélaginu Skallagrími í Borgarnesi. Gunnar Vigfússon, Ijósmyndari, tók myndirnar á ráð- stefnunni. nokkru fé er varið til að greiða listamönnum bein starfslaun og styrki og veita viðurkenningar fyr- ir frábær störf. Oft heyrist um það rætt, hvort hér sé nægilega vel að unnið, hvort fagrar listir fái eðlilegan skerf af aflafé Jjjóðarbúsins, hvort eigi sé unnt að skipuleggja betur stuðning hins opinbera og svo, hvort réttlátlega sé skipt á milli listgreina og einstakra listamanna. Tel ég æskilegt, að fram fari eins konar úttekt á Jressu sviði bæði með vísan til þess, 'er ég síðast greindi, og svo til Jjess almennt að skýra myndina, eyða tortryggni og treysta gott samstarf og gagnkvæman skilning með stjórnvöldum, J)ingi og Jijóð, og svo Jjeim, er Jjreyta fangbrögð við listanna glæstu gyðjur. Nú mun ég taka að stytta mál mitt og Ijúka lauslegu spjalli um ríkið og menninguna. Þótt ég hafi hér drepið á allmörg atriði, sem mennta- málaráðuneytið fjallar um, J)á eru enn ónefndir býsna margir Jjættir, sem Jjar eru til meðferð- ar. Læt ég svo búið standa, nema rétt nefni frið- unarmálin, barnavernd og náttúruvernd, við kvæma málaflokka og vandasama. Er það vel við hæfi að skipa þeim í flokk menningarmál- anna. íslendingar liafa að minni hyggju mótað meginstefnu í menningarmálum af skynsemi. Ríkisvaldið tekst á við stærstu viðfangsefnin: Skóla á efri stigum, útvarp, Jjjóðleikhús o.s.frv. Sveitarfélögin koma til samstarfs, Jjar sem reynsl- an hefur sýnt, að Jjað hentar. Á sviði félagsmála, íþróttamála, leiklistarstarfsemi og á nokkrum sérsviðum skólamála starfa öflug og óháð samtök áhugafólks. Þau njóta nokkurs fjárstuðnings frá ríki og oft sveitarfélögum og hafa mörg stuðn- ing af landslögum, — en er ekki stýrt ofan frá. Ég tel, að hér sé í stórum dráttum staðið rétt að málum. Hér er Jjví engin þörf umbyltinga. En hratt flýgur stund á atómöld, og starfið er margt. Oft heyrist hljóð úr horni urn menntamálin og framkvæmd Jjeirra í einstökum Jjáttum. Yfir því er ekki að kvarta. Lengi má gera betur og lang- samlega liestir gagnrýnendur meina allt vel. — En að lokum: Varhugaverður hugsunarháttur Einn er sá hugsunarháttur, sem eflzt hefur nú um sinn og ég hef leyft mér að kalla mennta- fjandsamlegan, sbr. alkunnugt orðalag meistara Þórbergs forðum. Hann birtist í kröfunni um beina lækkun skatta — og einkum beinna skatta. Sú stefna hlýtur að leiða til minni inntekta hins opinbera og þar með minni getu til félagslegra framkvæmda. Við Jækkjum öll Jtörfina í heilbrigðismálum, orkumálum, samgöngum o.s.frv. Hún er hins vegar ckki til umræðu hér. Varðandi Jiarfir menningarinnar aðeins þetta: SVEITARSTJÓRNARMÁL

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.