Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.08.1975, Blaðsíða 16

Sveitarstjórnarmál - 01.08.1975, Blaðsíða 16
og annarra verkþátta, sem unnið er að í þágu uppeldis og almennrar menningar. Og það eru raunar þeir hlutir fremur en skólamálin, senr ætl- unin var að reifa og ræða á þeirri ráðstefnu, sem nú er að hefjast. En sannleikurinn er sá, að augu manna eru að opnast æ meira fyrir þeirri nauðsyn að samnýta húsnæði fyrir skólastarf og aðrar menningarat- hafnir í rniklu ríkara mæli en átt hefir sér stað til þessa. — Þetta atriði er í sérstakri skoðun á vegum menntamálaráðuneytisins. Á listsýningu Steinunnar Marteinsdóttur á Kjarvalsstöðum, lengst til vinstri er oddvitafrúin í Gnúpverjahreppi, Þorbjörg G. Aradóttir í Þrándarlundi, í miðiö Katrín Friðjónsdóttir, félagsfræðingur á Ak- ureyri og lengst tíl hægri Elísabet Gunnarsdóttir, en hún á sæti í stjórnarnefnd Kjarvalsstaða. Svið liinna almennu menningarmála er ekki síður umfangsmikið en sá þáttur, sem beinlínis varðar skólana. Hann kostar þó ríki og sveit- arfélög mun minna fé, enda kemur þar m.a. til sögu í ríkara mæli áhugastarf margvíslegt. E.t.v. er enn erfiðara að finna á þessum vett- vangi það form á samskiptum einstaklinganna og hins opinbera, sem allir geta orðið ásáttir um, heldur en nokkurn tíma á sviði skólantála. Er það raunar ofur eðlilegt, þegar þess er gætt, að hér eru að verki margar og umfangsmiklar og starf- samar félagsmálahreyfingar í landinu. Ég nefni ungmennafélögin, kvenfélög og góðtemplara- regluna sem dæmi um hin eldri form slíkrar starfsemi, sem þó er enn við lýði og mjög virk víða. Á síðari árum hafa ýmis önnur forrn félagsmálahreyfinga rutt sér til rúms. Má þar t.d nefna hina svonefndu klúbba, Rotary, Lions- hreyfinguna o.s. frv. Mörg þessara félagssam- taka og einkum hin görnlu, grónu njóta beins stuðnings frá ríkisvaldinu og sinna þá líka ;íkveðnum og viðurkenndum verkefnum, sem til þjóðþrifa horfa. Samstarf ríkisvaldsins eða hins opinbera og hinna ýmsu félagsmálahreyfinga er einnig fólg- tð í óbeinum stuðningi þess fyrrnefnda. Sem dæmi má nefna starfsemi æskulýðsráðs á vegum ríkisins, þar sem m. a. er látin í té aðstoð til J^ess að Jtjálfa fólk til forystustarfa í félögunum, svo og margvísleg önnur fyrirgreiðsla. Hin fjölbreytta félagsmálastarfsemi, einkurn meðal yngra fólksins, gegnir ákaflega Jrýðingar- miklu hlutverki að Jrví leyti að undirbúa menn til átaka og starfa á lýðræðislegan og félagslegan hátt í Jrví Jsjóðfélagi, sem við höfurn búið okkur og lif- um og hrærumst í. Enn má nefna sem dæmi um samvinnu ríkis og einstaklinga, hversu félags- heimilin svonefndu og ýmis önnur mannvirki og aðstaða til félagsmálastarfa er byggð upp af ríki, byggðum og áhugafélögum, öllum í sameiningu. Ein hin fjölmennasta og jafnframt umsvifa- mesta félagsmálahreyfing, sem starfar á sérsviði, er íjjróttahreyfingin. Skýrslur lierma, að ekki færri en 50 þús. íslendingar, eða nálega fjórði hver landsmaður, sinni íþróttum með einhverj- um Iiætti innan jDessarar víðtæku hreyfingar. Á Jtessu sviði á sér stað mjög umfangsmikið samstarf einstaklinga og hins opinbera. Sem dæmi um gleðilegan árangur í slíku samstarfi má nefna liina almennu sundkunnáttu Islendinga. Sundið var þjóðaríjnótt okkar fyrr á öldum. Það týndist niður, en hefur nú aftur náð slíkri út- breiðslu, að einsdæmi mun vera meðal nálægra [tjóða. Iðkun almenningsíjjrótta verður nauðsynlegri eftir |)ví sem vélvæðing vex og tómstundum fjiilgar. Vinnuhópur verður nú settur til að kanna stöðu íþróttanna og leita leiða til enn frekari efl- ingar íjjróttastarfsins í landinu. Og ástæða er til að taka síðan íþróttalöggjöfina til endurskoð- unar, enda er mikið vatn til sjávar runnið, frá ])ví hún var síðast skoðuð. SVEITARSTJÓRNARMÁL

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.