Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1992, Blaðsíða 5

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1992, Blaðsíða 5
FORUSTUGREIN Á stjórnarfundi sambandsins, sem haldinn var á Akranesi 12. júní sl., var sérstaklega fjallað um störf atvinnumálanefndarinnar og þau áherzluatriði, sem sveitarfélögin vilja koma á framfæri í störfum nefndarinnar. Lögð var áherzla á, að þær skyndiað- gerðir, sem nauðsynlegt væri að grípa til í atvinnu- leysinu, mótuðust af atvinnustefnu, sem tæki mið af langtímamarkmiðum. í þessu samhengi er nauðsyn- legt að fjalla um atvinnustefnu þjóðarinnar í heild með það að markmiði að draga fram efnahagslega samkeppnisyfirburði okkar á tilteknum sviðum. Sú stefnumótun krefst vandaðs undirbúnings og ákvarðanatöku, er byggir á samstöðu um aðgerðir, sem eru víðtækari en áður hefir átt sér stað í mótun og framkvæmd atvinnustefnu hér á landi. Stjóm sambandsins mun beita sér fyrir frekari skilgreiningu og þátttöku sveitarfélaganna í því verkefni og er þess fullviss, að með slíkri stefnumörkun eigi Island mesta möguleika á að leggja nýjan grunn að öflugri ís- lenzkri atvinnustefnu og jafnframt stytta sér leið að betri samkeppnisstöðu í viðskiptasamfélagi þjóð- anna. Á þessum tímamótum, þegar erfiðleikar steðja að í atvinnumálum þjóðarinnar og miklar breytingar eiga sér stað í alþjóðaviðskiptum, sem geta haft veruleg áhrif á íslenzkt atvinnulíf, er þörf á nýjum vinnubrögðum og nýrri hugsun. Islendingar hafa mörg tækifæri til að byggja upp öflugt atvinnulíf, og vandamálin, sem við glímum við, eru smámunir einir miðað við þá erfiðleika, sem flestar þjóðir Evrópu standa frammi fyrir. Nú er tækifæri til að nýta þá þekkingu, menntun og hugvit, sem íslenzka þjóðin býr yfir. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson 131
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.