Sveitarstjórnarmál

Volume

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1992, Page 10

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1992, Page 10
FRÉTTIR FRÁ SVEITARSTJÓRNUM Markús Örn Antonsson, borgarstjóri: Draumsýn orðin að veruleika ✓ Avarp við vígslu ráðhússins Markús Örn Antonsson, borgarstjóri, flytur ávarp sitt. Ljósmyndastofa Reykjavíkur tók myndina. Virðulegi forseti íslands, biskup, forsætisráðherra, forseti borgarstjórnar, aðrir góðir hátíðargestir, Loks er sú stund upp runnin, að borgarstjórn Reykja- víkur eignast verðugt og veglegt aðsetur. Ráðamenn borgar ásamt áhugasömum borgarbúum hafa unnið að málinu með góðum ásetningi, fyrirheitum og virðing- arverðri viðleitni, sem staðið hefur í tæp tvö hundruð ár. Yfirstjórn Reykjavíkurborgar og borgarskrifstofur eru fluttar í eigin híbýli úr húsnæði, sem tekið var á leigu árið 1929. Það var algjört skammtímaúrræði, því að áform voru þá uppi um að hefja byggingu ráðhúss ári síðar. Þess vegna voru borgarskrifstofur til húsa í Austurstræti 16 - til bráðabirgða - í rúm 60 ár. Yfirvöld í Reykjavík og bæjarbúar hafa lengi alið með sér vonir og drauma um að eignast ráðhús í líkingu við þau höfuðsetur, sem Reykvíkingar og aðrir lands- menn hafa séð og skoðað á ferðum sínum um fjarlæg lönd, hin glæstu ytri tákn og minnisvarða sérhverrar myndugrar borgar. Það var mikilsverður þáttur í sjálf- stæðisbaráttu þjóðarinnar og vexti þess bæjar, sem hún kaus að gera að höfuðborg sinni, að framsýnir forystu- menn hugsuðu stórt og sáu fyrir sér nýjar byggingar og stofnanir sem nauðsynlegan hluta af ímynd frelsis, sjálfstæðis og sjálfsvirðingar framsækinnar þjóðar. Tómas Sæmundsson átti sér glæsta framtíðarsýn af höfuðstað landsins og lýsti henni m.a. með svofelldum orðum í Fjölni fyrir 150 árum: 136

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.