Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1992, Síða 15

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1992, Síða 15
FRÉTTIR FRÁ SVEITARSTJÓRNUM að okkur íslendingum takist einhvem tíma að ræða fag- urfræði og byggingarlist á upplýstan hátt og fordóma- laust, en ef það er einhver huggun, þá erum við ekki eina þjóðin, sem á í erfiðleikum á því sviði. Þessi forleikur var e.t.v. orsök þess, hve þéttur sá kjami varð, sem að byggingu ráðhússins stóð. Þar var hver hlekkur jafn mikilvægur. Markús Öm Antonsson tók við stöðu borgarstjóra af Davíð Oddssyni síðasta sumar og fékk ráðhúsið í sína umsjá. Hann hefur fylgt verkinu ötullega eftir á leiðarenda. Verkefnisstjómin hlaut erfitt hlutskipti. Þar mættust fulltrúar bjartsýni, varkámi, stjórnkænsku og einstakrar starfsgleði. Þeir þurftu oft á ofurmannlegu jafnaðargeði að halda til að mæta því, sem á dundi. Aðalverktaki hússins, Istak hf., var e.t.v. stærsta lóðið á þær vogarskálar. Ráðamenn fs- taks hf. sýndu frá upphafi víðsýni og hæfni í samstarfi og heyktust ekki á að leysa skrýtnustu viðfangsefni. Viðkvæðið var yfirleitt „það er allt hægt“. Með Istaki hf. hefur starfað fjöldi undirverktaka, sumir hverjir sann- kallaðir listamenn. Fyrir hönd hönnuða, ráðgjafa og eft- irlits þakka ég þessum mönnum einstakt samstarf. Það er erfítt að geta þeirra einstaklinga, sem mestan veg og vanda hafa haft af byggingunni. Ég treysti því og vona, að þeir viti það bezt sjálfir, og ég veit, að þeir eru ekki þær manngerðir, sem kæra sig um lof eða hól. Við arkitekt- arnir eigum okkur uppáhaldsmenn úr þessum hópi og verðum ævinlega þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast þeim sjálfum, verk- um þeirra og fram- kvæmdagleði. Oft hefur reynt á þolrifin í þessum hópi, og undir slíku álagi reynir fyrst á, hvem mann hver og einn hefur að geyma. Sumir bognuðu og sáu allt svart, en aðrir sigldu í gegn af fádæma öryggi og mann- dómi. E.t.v. hugs- uðu þeir eins og Steinn Steinarr, þegar hann orti: Víst er þetta löng og erfið leið og lífið stutt og margt, sem út af ber. En tigið gegnum tál og hvers kyns neyð skín takmarkið og bíður eftir þér. Ekki má heldur gleyma þeim, sem þurft hafa að þola þær áhyggjur, sem menn hafa ekki mátt sýna í vinn- unni, og það eru nánustu aðstandendur. Þeir hafa allir verið í hlutastarfi við Ráðhús Reykjavíkur, sem þeim er hér með sérstaklega þakkað. Þeir, sem valizt hafa í þann hóp, sem skapaði og reisti ráðhúsið, em fæstir þeirrar gerðar að gagnrýna og vanda um fyrir öðmm. Flestir ástunda fyrst og fremst vönduð vinnubrögð og sýna í verki það, sem þeir trúa á. Þeirra trú og þeirra mannkostir em svo sannarlega ofnir í þetta mannvirki. Sumir þeirra eru hér um bil orðnir hluti af húsinu. Ef sá starfsandi, sem rikt hefur við byggingu ráðhússins, ræður áfram ríkjum við stjóm þessarar. borgar, á hún sér fagra framtíðarsýn. Islenzkt handverk Þökkum hönnuðum og öðrum samstarfsaðilum ánœgjulegt samstarf REINf O Smiðjuvegi 16, 200 KÓPAVOGUR Sími 91-71333 Fax 670553 141

x

Sveitarstjórnarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.