Sveitarstjórnarmál

Årgang

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1992, Side 23

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1992, Side 23
SKIPULAGS- OG BYGGINGARMÁL Hugmynd aö útliti brúaryfir Elliöaárósa. Brúin yröi hluti Ósabrautar, sem tengdi Sæbraut og Höföabakka yfir ósana. en uppbygging þjónustukjama í Borgarholti II hefst líklega fyrir aldamót. Framtíðarsýn I aðalskipulaginu er verið að móta aðaldrættina í framtíð höfuðborgarinnar næstu árin, og er tillaga um nýtt hafnarsvæði í Eiðsvík í því sambandi mjög þýðingarmikil. Höfnin í Eiðsvík gæti hugsanlega orðið umskipunarhöfn fyrir vöruflutninga yfir Atl- antshafið. Eins er mikilvægt að eiga góða hafnarað- stöðu, ef verður af vatnsútflutningi í stórum stfl frá nýjum vatnslindum í Vatnsendakrika í Heiðmörk. Þá má geta þess, að Sundabraut, sem er vegteng- ing yfir Kleppsvík út í Geldinganes yfir Leiruvog, Álfsnes og Kollafjörð og allt upp á Kjalames, verður í framtíðinni ný aðkomuleið að höfuðborgarsvæðinu frá Vestur- og Norðurlandi. Þessi nýja stofnbraut og framhald hennar til suðurs, þ.e. Sæbraut og Reykja- nesbraut, munu í framtíðini móta nýjan norður- suður vaxtarás á höfuðborgarsvæðinu. Þannig nætti nefna mörg dæmi um mikilvæga þætti, sem em í fyrsta skipti teknir fyrir í Aðal- skipulagi Reykjavíkur. Lokaorð Með útgáfu á A.R. 1990-2010 teljum við, sem unnum að aðalskipulaginu, að þau markmið, sem sett voru í A.R. 1984-2004 um einfalda og skýra fram- setningu aðalskipulags, hafi náðst. Það er einnig mikilvægt, að kjörnir borgarfulltrúar fái strax eftir hverjar kosningar tækifæri til að endurskoða Aðal- skipulag Reykjavíkur til að setja fram ný stefnumið og áherzlur um framtíð höfuðborgarinnar. Þetta aðalskipulag, A.R. 1990-2010, verður end- urskoðað eftir borgarstjórnarkosningar 1994, þ.e. eftir tvö ár. Á seinustu mánuðum hafa komið fram atriði, sem e.t.v. munu breyta A.R. 1990-2010 og tekin verða fyrir í A.R. 1994-2014. Fyrir borg, sem vex jafn hratt og Reykjavík, er mikilvægt, að aðal- skipulagið sé í stöðugri endurskoðun. Til þess að það sé mögulegt, þarf að einfalda hið formlega að- alskipulag og koma ítarefni í fylgiskjöl. Þetta er í fullu samræmi við þróun í gerð aðalskipulagsáætl- ana í nágrannalöndum okkar. Þau tvö ár, sem líða milli þess, að unnið er að endurskoðun aðalskipu- lagsins, verða notuð til rannsókna á þeim helztu þáttum, sem aðalskipulagið grundvallast á. 149

x

Sveitarstjórnarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.