Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1992, Blaðsíða 28

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1992, Blaðsíða 28
ATVINNUMÁL Ijóst, að gömlu úrræöin duga ekki lengur, þegar horft er til lengri framtíðar. Sem úrræði í tímabundnu at- vinnuleysi geta sveitarfélög gripið til tiltekinna verkefna til að draga úr atvinnuleysinu um stundarsakir. Kemur þá helzt til greina flýting á viðhaldsverkefnum fasteigna, gæzluvalla, skólalóða og gang- stétta, gerð umferðarmannvirkja, vega og brúa og störf við um- hverfismál, skógrækt og upp- græðslu lands. Enda þótt sveitarfélög hafi það sem meginreglu að bjóða út kaup á vörum og verklegum fram- kvæmdum, þannig er það t.d. hjá Reykjavíkurborg, þá hefur borgin stundum talið það réttlætanlegt, þegar atvinnuástand hefur verið erfitt, að taka innlendu tilboði, enda þótt það hafi verið nokkru hærra, eða allt aö 15%, en erlent tilboð, ef vinnuþátturinn er allverulegur hluti af heildarverkinu. Mótun framtí&arstefnu islenzkt atvinnu- og efnahagslíf hefur á allra síðustu árum tekið byltingarkenndum breytingum í kjölfar vaxandi takmarkana á framleiðslu til lands og sjávar samtímis því, aö erlend samkeppni hefur farið mjög harðnandi og í raun torveldað uppbyggingu nýrra atvinnugreina. Viöleitni stjórnvalda við þessar aðstæður hefur um of beinzt að því að halda þeirri starf- semi, sem fyrir er, og jafnvel dreifa henni víðar, í stað þess aö leggja mest kapp á að auka fjölbreytni í atvinnulífinu. Þetta hefur aukið á togstreitu sveitarfélaganna um at- vinnureksturinn. Sú ríkisstjórn, er nú situr, virðist að vísu hafa gert sér grein fyrir því, að fremur beri að stuðla aö samruna en dreifingu þeirrar starfsemi, sem fyrir er, en henni hefur enn ekki tekizt að vekja trú fólks og fyrirtækja á tækifærum til fjölbreyttari reksturs. Sú töf, sem kann að verða á því, að nýtt álver rísi hér á landi, eða biðin eftir því, að öðrum stóriöjuáformum verði hrint í framkvæmd, má ekki verða til þess að draga úr okkur allan kjark. Þjóðin má aldrei missa sjón- ar á trúverðugri framtíðarsýn, sem hlýtur að byggjast á landkostum, dugnaði og þekkingu fólksins í landinu til að færa sér þá í nyt. f tengslum við gerð nýrra kjara- samninga hefur sérstök nefnd á vegum Alþýðusambands íslands og samtaka vinnuveitenda unniö að stefnumörkun í atvinnumálum, sem miðar að því að stuðla að að- gerðum, sem geta skilað árangri strax á þessu ári og einnig að móta framtíðarstefnu í íslenzkum efna- hagsmálum, sem hefur það meg- inmarkmið aö leiðarljósi að bæta samkeppnisstööu íslenzkra at- vinnuvega gagnvart umheiminum svo og aö jafna starfsskilyrði at- vinnuveganna hér innanlands. Ljóst er, aö nú er til í landinu veruleg ónýtt raforka, sem gert var ráö fyrir, aö yröi nýtt I nýju álveri, en flest bendir nú til, aö ekki verði reist hér alveg á næstunni. Þessi nefnd hefur átt fund meö Landsvirkjun, RARIK og Raf- magnsveitu Reykjavíkur, „þar sem rætt var um þann möguleika, aö fyrirtæki fengju tímabundiö hag- stætt verö á þeirri umframorku, sem nú er til staðar í raforkukerfinu, að því marki, sem þau gætu aukið raforkunotkun sína til nýrra verk- efna". f bráöabirgðaskýrslu nefnd- arinnar segir, „að ónýtt orka sé sem samsvarar 600 gígavatt- stundum, sem er föl til nýrra nota á mjög hagkvæmu veröi næstu fjögur árin í hið minnsta. Leggur nefndin til, að nú þegar verði hug- að að nýtingarmöguleikum þess- arar orku og hvetur til samstarfs við iönaðarráöuneyti og orkufyrirtækin um þau mál“. Nefndin getur um fjölmörg önnur atriöi í bráðabirgðaskýrslu sinni, en því nefni ég þetta sérstaka dæmi hér á þessum vettvangi, að hlut eiga að máli orkufyrirtæki, sem rekin eru af sveitarfélögunum að hluta eða að öllu leyti. Skólakerfiö og atvinnulífið Af hálfu íslendinga er vel fylgzt meö framkvæmd áætlunarinnar um innri markað Evrópubanda- lagsins fyrir árslok 1992 svo og viðræðum Fríverzlunarsamtaka Evrópu og Evrópubandalagsins um sameiginlegt evrópskt efna- hagssvæði. Enginn þarf að velkj- ast í vafa um, að ísland er í jaðarsvæði með hliðsjón af al- þjóöamörkuðum, og við þurfum því enn frekar en aðrar þjóðir í þessum samtökum að gæta okkar í sam- keppninni um fólk, fyrirtæki og fjármagn. í því sambandi er ekki úr vegi að minna á þá miklu fjölgun nemenda á háskólastigi, sem hef- ur verið að eiga sér stað hérlendis hin síðustu ár. Margir eru þeirrar skoðunar, að þessi þróun sé ekki í neinu sam- ræmi við þarfir atvinnulífsins, held- ur eigi fjölgunin rætur að rekja til námslánakerfis, sem sé í hrópandi ósamræmi við kjör á vinnumarkaði. Haustið 1990 var um þetta fjallað I fréttablaði Vinnuveitendasam- bands íslands og meðal annars tekið sem dæmi, að á síðustu fimm árum hefði Háskóli íslands braut- skráð 496 viðskiptafræðinga, 254 verkfræðinga og 213 lögfræðinga. Á sama tíma hefði langstærsti iön- skólinn í landinu, Iðnskólinn í Reykjavík, brautskráð 101 raf- virkja, 34 vélvirkja og 19 múrara. Auðvitað verður engin endanleg ályktun dregin af einstökum dæm- um af þessu tagi, en samt er erfitt að verjast þeirri tilhugsun, að hér sé eitthvað að. Við íslendingar höfum löngum verið stoltir af almennri og góðri menntun, en sá grunur læðist að manni, að þess hafi ekki verið nægilega vel gætt að halda jafn- vægi í einstökum greinum skóla- kerfisins. Flestir sveitarstjórnar- menn munu kannast við, að margar greinar verkmennta hafa lengi átt á brattann aö sækja innan skólakerfisins, og þar hefur verið borið við miklum kostnaöi. Það er að vísu rétt, að verkmenntun er dýr, en er ekki ástæða til að kanna, hvort sá kostnaður skilar sér ekki fyrr til baka en kostnaður af menntun fólks, sem ekki fær störf við hæfi hérlendis? Þótt sveitarstjórnarmenn beri ekki hitann og þungann af mótun menntastefnu framhaldsskólans í daglegum störfum sínum, fer því 154
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.