Sveitarstjórnarmál

Årgang

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1992, Side 29

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1992, Side 29
ATVINNUMAL fjarri, að hún komi þeim ekki við. Skipulag og rekstur alls skólakerf- isins kann að ráða úrslitum um það, hvernig okkur helzt á fólki í framtíðinni. Reykjavík á þar sömu hagsmuna að gæta og önnur sveitarfélög í landinu. Nú fer í hönd sá tími, þegar skólanemendur skella aftur bók- unum í bili og flykkjast út á vinnu- markaðinn. Fram að þessu hefur víðast tekizt að útvega skólafólkinu sumarstörf, ekki sízt fyrir milli- göngu sveitarfélaganna, sem oft hafa þurft að taka á sig umtals- verðan kostnaðarauka, til þess að það gæti tekizt. Enn verður að vona, að þetta takist, þrátt fyrir þær blikur, sem nú eru á lofti. Skólafólkið nýtur að jafnaði ekki atvinnuleysisbóta, og á þeim for- sendum hefur verið talið eðlilegt, að það nyti forgangs I tímabundn- um sumarstörfum. Hinu er ekki að leyna, að reynist núverandi ástand á almennum vinnumarkaði langvarandi, hljóta forsendurnar varðandi forgang skólafólksins að breytast. Einkavæðing? Umræða urn aukna einkavæð- ingu, bæði hjá ríki og sveitarfélög- um, hefur farið vaxandi að undan- förnu. Það er skoðun margra, að sveitarfélögin eigi ekki að vera beinn þátttakandi I atvinnurekstr- inum, nema slíkt sé talið bráð- nauðsynlegt. Það er skoðun mín, að sveitar- félögin eiga að stuðla að öflugu og vaxandi atvinnulífi með óbeinum aðgerðum, eins og ég kom að í upphafi máls míns. En auk þess, sem ég gat um þar, geta sveitar- félög með ýmsum hætti stuðlað að og stutt við nýjungar í atvinnulífinu. Má I því sambandi benda á stuðning við þróunarverkefni á ýmsum sviðum. Má þar t.d. nefna ýmiss konar tækniiðnað, sem stöðugt kemur inn I æ fleiri þætti atvinnulífsins. í þessu sambandi vil ég geta um eitt af mörgum dæmum, þar sem Reykjavíkur- borg hefur haft afskipti af á und- anförnum árum án þess að vera beinn þátttakandi í rekstrinum. Fyrir nokkrum árum leitaði Hita- veita Reykjavíkur tilboða í þróun og uppsetningu stýrikerfis fyrir hita- veituna. Sérstaklega var kannað, hvort innlend fyrirtæki gætu gert tilboð í þetta verk og útboðsgögn gerð með það I huga. Eitt innlent fyrirtæki bauð í verkið og 10 erlend stórfyrirtæki. Innlenda fyrirtækið bauð sambærilegt verð við erlend fyrirtæki. Erlendu fyrirtækin höfðu hins vegar miklu meiri reynslu en innlenda fyrirtækið, sem hafði nánast enga reynslu á þessu sviði. Borgarstjórn Reykjavíkur' ákvað að taka innlenda tilboðinu. Með því var tekin allmikil áhætta vegna reynsluleysis innlenda fyrirtækisins miðað við þau erlendu. En I þessu sambandi er rétt að hafa í huga, að ef við ekki þorum að taka áhættu á þessu sviði, þá gera útlendingar það ekki fyrir okkur, og þekkingin og reynslan verður hjá útlending- um, en ekki okkur. Opinberir aðilar hafa sérstakar skyldur í þessum efnum og verða að þora að taka nokkra áhættu. Verkefni þetta tókst mjög vel hjá þessu innlenda fyrir- tæki og varð til þess að efla veru- lega innlenda tækniþekkingu á þessu sviði. Meginrökin, sem færð hafa verið fyrir kostum þess að koma einka- væðingu við á sem flestum sviðum atvinnulífsins, eru, að það leiði til aukins frelsis og valddreifingar og hagkvæmari reksturs fyrirtækja. Hvati að frumkvæöi og nýjungum RISATJÖLD TIL LEIGU Loksins er hægt að leigja risatjöld fyrir hvers konar útisamkomur. Við leigjum út glæsileg samkomutjöld af ýmsum stærðum frá 200-800 fermetra eftir þörfum hvers og eins. Vanir starfsmenn aðstoða við að reisa tjöfdin asvipstundu, hvar sem er á landinu, og þau geta staðið á hvort heldur sem er grasi, möl eða malbiki. Pantið tímanlega í síma 91-625030. KOIAPORTIÐ MrfR KaÐStORr 155

x

Sveitarstjórnarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.