Sveitarstjórnarmál

Ukioqatigiit

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1992, Qupperneq 30

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1992, Qupperneq 30
ATVINNUMAL sé- meiri en í vernduöu opinberu fyrirtæki. Aðstæður til einkavæð- ingar eru eflaust nokkuð misjafnar hjá sveitarfélögum eftir stærð þeirra og legu. En almennt talað má segja, að stóri dómur hafi verið kveðinn upp yfir opinberum rekstri í Sovétríkj- unum sálugu og öðrum austan- tjaldsríkjum, sem eftir 70 ára bitra reynslu sjá það nú eitt til bjargar sveltandi þegnum sínum að einka- væðast. Það er vel þekkt, að þar sem hið opinbera stendur í atvinnurekstri, er oftast um einokun að ræða, og ef svo er ekki, þá er jafnan um mjög erfiða samkeppni að ræða vegna aðstöðumunarins hjá einka- fyrirtækinu miðað við opinbert fyr- irtæki, sem getur gengið í sjóði hins opinbera, ef illa gengur, bæði vegna fjárfestingar og reksturs. Það er ekki langt síöan algengt var, að sveitarfélög tóku meira og minna þátt í útgeröarfyrirtækjum eða ráku þau alfariö. Úr þessu hefur dregiö verulega. Til skamms tíma var Reykjavík- urborg eitt af þessum sveitarfélög- um og rak Bæjarútgerö Reykjavík- ur. Borgarsjóður greiddi jafnan mjög miklar fjárhæðir á hverju ári með bæjarútgerðinni. Á sama tíma greiddu útgerðarfyrirtæki, sem rekin voru af einkaaöilum í Reykja- vík, skatta til borgarinnar. Þaö er Ijóst, að þessi fyrirtæki störfuöu ekki á jafnréttisgrundvelli. Eftir aö Bæjarútgeröinni var breytt í hlutafélag og sameinuö öðru útgerðarfyrirtæki i Reykjavík, sem nú heitir Grandi hf., var lögð áherzla á aukna hagræðingu í öll- um rekstrinum með það að mark- miði, að fyrirtækið skilaði hagnaöi. Síðan þessi breyting var gerð á rekstri fyrirtækisins, hefur sú breyt- ing orðið, að i stað mjög mikilla fjármuna, sem árlega runnu úr borgarsjóði vegna hallareksturs á fyrirtækinu, greiðir það nú skatta til borgarsjóðs. Hlutabréf í Granda seljast nú á háu veröi. Reykjavíkurborg er nú aö láta skoða, hvort hagkvæmt kunni að vera að koma við einkavæðingu í rekstri hinna ýmsu fyrirtækja, sem borgin rekur. Á þessu stigi er ekki hægt að fullyrða um, til hvers þessi skoðun leiðir. Hún er ekki svo langt á veg komin. ( sumum starfsgreinum situr borgin ein að rekstrinum, en í öðr- um tilfellum er borgin með starf- semi í samkeppni við önnur fyrir- tæki, sem borga sína skatta og skyldur til borgarinnar. Um það er ekki deilt, að hags- munir neytenda eru bezt tryggðir, þar sem samkeppni ríkir. Það veröur því að huga vel að því, hvort um samkeppni verður að ræða, áður en ákvörðun er tekin um að breyta borgarfyrirtæki í einkafyrir- tæki eða hlutafélag. Að mínu mati eru einokunarfyrir- tæki í hlutafélagsformi sízt betri en í eigu opinberra aðila, og er Bif- reiðaskoðunin hf. ágætt dæmi. í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar hinn 26. apríl sl. í tengslum við gerð kjarasamninga sagði m.a. svo: „Fulltrúar ASÍ og vinnuveitenda hafa kynnt ríkisstjórninni athug- anir sínar og tillögur í atvinnu- málum. í Ijósi þess, að alvarlega horfir nú i atvinnumálum lands- manna, er ríkisstjórnin reiðubúin að ganga til samstarfs um at- vinnumál við ASÍ og vinnuveit- endur og með þátttöku sveitarfé- laga. I framhaldi af gerð kjarasamninga er ríkisstjórnin reiðubúin að stofna samstarfs- nefnd um atvinnumál með þess- um aðilum með það að leiðarljósi að treysta undirstöðu hagvaxtar og atvinnuöryggis. í þessum efn- um verður hugað að stefnumörk- un og aðgerðum, er örvi fram- leiðslu og atvinnustarfsemi í landinu til lengri tíma litið. Fyrst í stað verður lögð megináherzla á aðgerðir til að bæta atvinnu- Ég tel einnig, að þegar atvinnu- ástand er slæmt, eins og nú er, þurfi að fara með sérstakri gát, því að reynslan hefur sýnt, að þegar opinberu fyrirtæki er breytt í hluta- félag eöa einkarekstur, þá er starfsfólki yfirleitt fækkað, sem sýnir, að um ofmönnun hefur verið að ræða í fyrirtækinu. Slíkt getur verið réttlætanlegt í erfiðu atvinnuástandi, t.d. eins og nú er, sem við vonum þó, að sé aðeins tímabundið. Á það verður að leggja áherzlu, að fólk, sem missir vinnu vegna skipulagsbreytinga, fái sem fyrst vinnu aftur viö sitt hæfi. Það er at- riði, sem ekki má horfa fram hjá, þegar tími til slíkra skipulagsbreyt- inga er valinn. ástand þegar á þessu ári. Ftíkis- stjórnin er reiðubúin að beita sér fyrir samstarfi allra aðila, þ. á m. í atvinnulífi og á fjármagnsmark- aði, tii þess aö nefndin geti unnið markvisst að verkefni sínu. “ Formaður nefndarinnar er Ólafur Davíðsson, ráðuneytisstjóri [ for- sætisráðuneytinu, en fulltrúar sambandsins eru Árni Sigfússon, borgarráösmaöur í Reykjavík, Guðmundur Bjarnason, bæjarstjóri í Neskaupstað, og Ingvar Viktors- son, formaður bæjarráös Hafnar- fjarðar og varaformaður sam- bandsins. Þá eru í nefndinni þrír fulltrúar frá ASÍ og aörir þrír frá vinnuveitendum. Þjóöhagsstofnun leggur nefndinni til starfslið, og aðrar stofnanir, s.s. Byggðastofn- un, munu leggja henni liö, eftir því sem þörf verður á, að því er segir í bréfi forsætisráðuneytisins til sam- bandsins, þar sem störf nefndar- innr voru kynnt og óskaö tilnefn- ingar fulltrúa sambandsins í hana. Samstarfsnefnd um atvinnumál 156
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.