Sveitarstjórnarmál - 01.06.1992, Blaðsíða 39
LAUNAMAL
Nýir kjarasamningar
Launanefnd sveitarfélaga tók að
fullu þátt í kjarasamningsgerð með
samninganefnd ríkisins og Reykja-
víkurborgar vegna samflots stéttar-
félaga innan BSRB, sem stóð yfir í
marz og apríl. Niðurstaða þessara
viðræöna er sú, að ríkissáttasemjari
lagði fram miðlunartillögu til lausnar
deilunni hinn 26. apríl. Þar er gert
ráð fyrir launahækkun 1. maí 1,7%,
8.000 kr. orlofsuppbót í júní og lág-
launabótum til handa þeim, sem hafa
minna en 80.000 kr. í heildarlaun.
Láglaunabæturnar koma til útborg-
unar í júlí 1992 og í febrúar 1993.
Samningar framlengjast að öðru leyti
óbreyttir til 1. marz 1993. Meö miðl-
unartillögunni fylgir yfirlýsing ríkis-
stjórnarinnar um efnahagsmál, sem
talið er, aö muni kosta ríkissjóö um
800-1.000 millj. kr. Ekki var Ijáð
máls á sérmálum einstakra féiaga
innan BSRB í kjarasamningsviöræð-
unum.
Launanefnd sveitarfélaga semur
nú við 23 bæjarstarfsmannafélög
fyrir hönd 44 sveitarfélaga. Enn eru
nokkur sveitarfélög, fyrir utan
Reykjavíkurborg, sem ekki hafa veitt
nefndinni umboð til að annast
samningsgerð fyrir sína hönd, eins
og Akranes og allmörg smærri
sveitarfélaganna. Mikilvægt er, að
þau sveitarfélög, er standa utan
launanefndarinnar, foröist að gera
nokkuð þaö, er rofið getur samstöðu
þeirra mörgu sveitarfélaga, er vinna
saman í launanefndinni. Á sama
sólarhring og ríkissáttasemjari lagði
fram miðlunartillöguna, varö upplýst,
að sveitarfélag hafði samið við
verkalýðsfélagið á staðnum um
kjarabætur, sem voru langt umfram
það, sem aðrir atvíhnurekendur
treystu sér til aö semja um. Slíkir
atburðir gera launanefnd og Sam-
bandi íslenzkra sveitarfélaga erfitt
fyrir í hagsmunagæzlu þeirra fyrir
sveitarfélögin.
Tvö bæjarstarfsmannafélög felldu
miðlunartillögu ríkissáttasemjara,
þ.e. starfsmannafélögin í Neskaup-
stað og í Borgarnesi. Gengiö hefur
veriö frá samningum við þessi félög
og einnig samningum við Starfs-
mannafélag Garðabæjar svo og Fé-
lag tónlistarskólakennara, sem ekki
voru aðilar aö samfloti því, sem miðl-
unartillagan náði til.
Sömuleiðis var undirritaður samn-
ingur við ASÍ i maí sl. vegna starfs-
fólks í mötuneytum. Slíkur samningur
hefur ekki verið gerður áöur, en var
nauðsynlegt að gera, vegna þess að
starfsfólkið fluttist frá ríkinu yfir á
launaskrá sveitarfélaganna viö gild-
istöku verkaskiptalaganna um ára-
mótin 1989/1990. Viðræöur standa
nú yfir viö Fóstrufélag íslands um
gerð nýs kjarasamnings.
Samstaða sveitarfélaganna í
launamálum er nauðsynleg. Sveitar-
félögin verða að sýna ábyrgö og
trúverðugleika í kjarasamningsgerð.
Staðbundnir samningar, sem eru
langt umfram það, sem samið er um
almennt á vinnumarkaði, veikja trú-
veröugleika viðkomandi sveitarfé-
lagsogskemmafyrir heildinni. Þóað
slíkir samningar kosti viökomandi
sveitarfélag ekki mikið vegna þess,
að um fáa starfsmenn sé aö ræða,
þá leysa slíkir samningar færri
vandamál en þeir skapa.
Lúðvík Hjalti Jónsson
Að loknum fundi stjórnar launanefndar sveitarfélaga og viðræðunefndar bæjarstarfs-
mannafélaga 13. mai. Á fundinum eru, talið frá vinstri, Margrét Björnsdóttir, Nes-
kaupstaö, Arna Jakobina Björnsdóttir, Akureyri, Lúðvik Hjalti Jónsson, starfsmaður
nefndarinnar, Elín Björg Jónsdóttir, Ölfushreppi, formaöur viöræðunefndarinnar, og
Þorgerður Jóhannsdóttir, Vestmannaeyjum. Unnar Stefánsson tók myndirnar.
Talsmenn launanefndar sveitarfélaga á fundi með viðræðunefndinni. Á myndinni eru,
talið frá vinstri, Björn Þorsteinsson, framkvæmdastjóri lista- og menningarsviös
Kópavogsbæjar, Björn Jósef Arnviðarson, bæjarfulltrúi á Akureyri og formaður launa-
nefndarinnar, og Þórir Sveinsson, fjármálastjóri ísafjarðarbæjar.
165