Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1992, Síða 41

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1992, Síða 41
STJÓRNSÝSLA Aðskilnaður dómsvalds og umboðsvalds í héraði 1. júlí: Nýr héraðsdómstóll í hverju Igördæmi landsins - skýr verkaskipting milli sýslumanna og dómstóla Með gildistöku laga um að- skilnað dómsvalds og umboðs- valds í héraði nr. 92/1989 þann 1. júlí sl. urðu grundvallarbreytingar á stjórnsýslu- og dómstólakerfi landsins. Þessi lög, sem hér eftir verða nefnd aðskilnaðarlögin, voru samþykkt á Alþingi vorið 1989, en markmið þeirra er að skilja að fullu á milli þeirra starfa, sem handhafar dómsvalds og handhafar framkvæmdarvalds hafa með höndum. Aðskilnaðar- lögin lögðu því nýjan grunn að verkaskiptingu á milli héraðsdóm- stóla og sýslumannsembættis, og á þeim grunni byggir ný réttar- farslöggjöf, sem sett var í kjölfar þeirra og öðlaðist einnig gildi um sl. mánaðamót. Þessi lagasetning hefur kallað á umfangsmikla undirbúningsvinnu, sem hefur staðið óslitið allt frá því að aðskilnaðarlögin voru sam- þykkt. Hún hefur að mestu verið í höndum sérstakrar nefndar um framkvæmd aðskilnaðarins á veg- um dómsmálaráðuneytisins, en þar eiga einnig sæti fulltrúar frá félögum lögmanna, dómara og sýslumanna. Hluti undirbúnings- ins hefur falizt í því að setja reglugerðir til þess að útfæra ýmis atriði í hinum nýju lögum, þar á meðal reglugerð um skiptingu landsins í stjórnsýsluumdæmi, þar sem ýmsar breytingar eru gerðar frá núverandi umdæmamörkum. Björg Thorarensen, lögfræðingur, dóms- og kirkjumóla- ráðuneytinu Mannréttindi ekki nœgilega tryggð með eldri dómstólaskipan Þótt sú regla sé bundin í 2. gr. íslenzku stjórnarskrárinnar, að að- skilja skuli hina þrjá þætti ríkis- valdsins, löggjafarvaldið, dóms- valdið og framkvæmdarvaldið, hefur í framkvæmd fram til þessa aldrei verið skilið að fullu á milli þeirra starfa, sem handhafar ríkis- valdsins hafa með höndum. Þetta á til dæmis við um mörk dóms- valdsins og framkvæmdarvalds- ins, þar sem dómarar á lægra dómstigi á íslandi hafa samhliða dómstörfum annazt margvísleg störf, sem í raun tilheyra fram- kvæmdarvaldinu. Þegar rætt er um, að dómarar á Islandi hafi um- boðsstörf með höndum, er átt við störf, sem þeir annast sem um- boðsmenn framkvæmdarvaldsins. Eitt skýrasta dæmið um, hvernig störf dómsvalds og framkvæmdar- valds hafa sameinazt hjá einum og sama embættismanni hér á landi, er, að sýslumenn og bæjarfógetar utan Reykjavíkur hafa í senn verið dómarar og lögreglustjórar. í Reykjavík hefur verkefnum á hinn bóginn verið skipt á milli dóm- stóla, lögreglustjóra og tollstjóra. A þessari öld hefur sú umræða margoft vaknað, að breyta þyrfti íslenzka dómskerfinu til við það, sem gert hefur verið í öðrum vest- rænum ríkjum. Breytingar náðu þó ekki fram að ganga, enda þótti hagkvæmt í fámenni íslenzks samfélags, að sami maður hefði með höndum störf framkvæmdar- valds og dómsvalds utan Reykja- víkur og of mikill kostnaður þótti fylgja því að setja á fót.nýja dóm- stóla. Breytingar á dómstólakerfinu hafa hins vegar á síðustu áratugum orðið æ meira aðkallandi. fslenzkt 167

x

Sveitarstjórnarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.