Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1992, Blaðsíða 41

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1992, Blaðsíða 41
STJÓRNSÝSLA Aðskilnaður dómsvalds og umboðsvalds í héraði 1. júlí: Nýr héraðsdómstóll í hverju Igördæmi landsins - skýr verkaskipting milli sýslumanna og dómstóla Með gildistöku laga um að- skilnað dómsvalds og umboðs- valds í héraði nr. 92/1989 þann 1. júlí sl. urðu grundvallarbreytingar á stjórnsýslu- og dómstólakerfi landsins. Þessi lög, sem hér eftir verða nefnd aðskilnaðarlögin, voru samþykkt á Alþingi vorið 1989, en markmið þeirra er að skilja að fullu á milli þeirra starfa, sem handhafar dómsvalds og handhafar framkvæmdarvalds hafa með höndum. Aðskilnaðar- lögin lögðu því nýjan grunn að verkaskiptingu á milli héraðsdóm- stóla og sýslumannsembættis, og á þeim grunni byggir ný réttar- farslöggjöf, sem sett var í kjölfar þeirra og öðlaðist einnig gildi um sl. mánaðamót. Þessi lagasetning hefur kallað á umfangsmikla undirbúningsvinnu, sem hefur staðið óslitið allt frá því að aðskilnaðarlögin voru sam- þykkt. Hún hefur að mestu verið í höndum sérstakrar nefndar um framkvæmd aðskilnaðarins á veg- um dómsmálaráðuneytisins, en þar eiga einnig sæti fulltrúar frá félögum lögmanna, dómara og sýslumanna. Hluti undirbúnings- ins hefur falizt í því að setja reglugerðir til þess að útfæra ýmis atriði í hinum nýju lögum, þar á meðal reglugerð um skiptingu landsins í stjórnsýsluumdæmi, þar sem ýmsar breytingar eru gerðar frá núverandi umdæmamörkum. Björg Thorarensen, lögfræðingur, dóms- og kirkjumóla- ráðuneytinu Mannréttindi ekki nœgilega tryggð með eldri dómstólaskipan Þótt sú regla sé bundin í 2. gr. íslenzku stjórnarskrárinnar, að að- skilja skuli hina þrjá þætti ríkis- valdsins, löggjafarvaldið, dóms- valdið og framkvæmdarvaldið, hefur í framkvæmd fram til þessa aldrei verið skilið að fullu á milli þeirra starfa, sem handhafar ríkis- valdsins hafa með höndum. Þetta á til dæmis við um mörk dóms- valdsins og framkvæmdarvalds- ins, þar sem dómarar á lægra dómstigi á íslandi hafa samhliða dómstörfum annazt margvísleg störf, sem í raun tilheyra fram- kvæmdarvaldinu. Þegar rætt er um, að dómarar á Islandi hafi um- boðsstörf með höndum, er átt við störf, sem þeir annast sem um- boðsmenn framkvæmdarvaldsins. Eitt skýrasta dæmið um, hvernig störf dómsvalds og framkvæmdar- valds hafa sameinazt hjá einum og sama embættismanni hér á landi, er, að sýslumenn og bæjarfógetar utan Reykjavíkur hafa í senn verið dómarar og lögreglustjórar. í Reykjavík hefur verkefnum á hinn bóginn verið skipt á milli dóm- stóla, lögreglustjóra og tollstjóra. A þessari öld hefur sú umræða margoft vaknað, að breyta þyrfti íslenzka dómskerfinu til við það, sem gert hefur verið í öðrum vest- rænum ríkjum. Breytingar náðu þó ekki fram að ganga, enda þótti hagkvæmt í fámenni íslenzks samfélags, að sami maður hefði með höndum störf framkvæmdar- valds og dómsvalds utan Reykja- víkur og of mikill kostnaður þótti fylgja því að setja á fót.nýja dóm- stóla. Breytingar á dómstólakerfinu hafa hins vegar á síðustu áratugum orðið æ meira aðkallandi. fslenzkt 167
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.