Sveitarstjórnarmál

Årgang

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1992, Side 44

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1992, Side 44
STJÓRNSÝSLA að sett skuli reglugerð um stjórn- sýsluumdæmi að fenginni umsögn viðkomandi sýslumanna og sveit- arstjórna. Eftir að hafa leitað til- lagna frá þessum aðilum, setti dómsmálaráðherra reglugerð um stjórnsýsluumdæmi nr. 57/1992, sem var birt þann 20. febrúar síð- astliðinn, en hún öðlaðist gildi 1. júlí. Með henni voru gerðar ýmsar breytingar á mörkum stjórnsýslu- umdæma. 1) Mörk stjórnsýsluumdœma í Eyjafirði Fyrir 1. júlí þurftu íbúar sveit- arfélaga við austanverðan Eyja- fjörð að sækja þjónustu til sýslu- manns Þingeyjarsýslu á Húsavík, þótt mun skemmri vegur og greið- ari samgöngur væru til Akureyrar. Þessu var breytt með reglugerð- inni um stjórnsýsluumdæmi. Tvö sveitarfélög í austanverðum Eyja- firði, Svalbarðsstrandarhreppur og Grýtubakkahreppur, færðust því í umdæmi sýslumannsins á Akur- eyri 1. júlí, í stað þess að tilheyra umdæmi sýslumannsins á Húsavík við óbreytt umdæmamörk. 2) Mörk stjórnsýsluumdœma á Austurlandi Með gildistöku reglugerðarinn- ar urðu ýmsar breytingar á um- dæmamörkum sýslumannanna á Seyðisfirði, Neskaupstað og Eski- firði. Eftirtalin sveitarfélög flutt- ust milli stjórnsýsluumdæma á Austurlandi: - Skriðdalshreppur, Valla- hreppur, Eiðahreppur og Egils- staðir fluttust úr umdæmi sýslu- mannsins á Eskifirði í umdæmi sýslumannsins á Seyðisfirði. - Norðfjarðarhreppur fluttist úr umdæmi sýslumannsins á Eski- firði í umdæmi sýslumannsins í Neskaupstað. Af þessu má sjá, að stjórnsýslu- umdæmi sýslumannsins á Eski- firði er nokkuð minna en umdæmi sýslumannsins í Suður- Múlasýslu og bæjarfógetans á Eskifirði var fyrir 1. júlí, því samanlagt fimm sveitarfélög fluttust þaðan í hin stjórnsýsluumdæmin tvö á Aust- urlandi. 3) Mörk stjómsýsluumdœma Keflavíkur og Keflavíkurflugvallar Umdæmi sýslumannsins á Keflavíkurflugvelli minnkaði nokkuð þann 1. júlí miðað við umdæmi lögreglustjórans á Kefla- víkurflugvelli áður. Samkvæmt reglugerðinni um stjórnsýsluum- dæmi breyttust umdæmamörk með þeim hætti, að íbúabyggð utan af- girtra svæða varnarliðsins fluttist úr umdæmi sýslumannsins á Keflavíkurflugvelli í umdæmi sýslumannsins í Keflavík. Samkvæmt samkomulagi á milli dómsmálaráðuneytisins og utan- ríkisráðuneytisins annast lögregl- an í Keflavík nú löggæzlu á svæð- um, sem teljast til varnarsvæða á Suðurnesjum, en eru utan afgirtra svæða varnarliðs Bandaríkjanna. Helztu störf sýslumanna Lögreglustjórn, tollstjórn og innheimta opinberra gjalda Sýslumenn eru lögreglustjórar hver í sínu umdæmi eftir 1. júlí, eins og þeir hafa verið áður. Emb- 170

x

Sveitarstjórnarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.