Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1992, Síða 48

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1992, Síða 48
VERKASKIPTING RÍKIS OG SVEITARFÉLAGA hefur beðið skipbrot. Óhögguð er samt sú skoðun mín, að þróun búsetu verði að beina af þeirri óhagkvæmu braut, sem hún líður eftir nú. Ég tel, að það verði bezt gert með eflingu þeirra þéttbýlisstaða vítt um land, sem vegna stærðar sinnar og landfræðilegrar legu muni eiga möguleika á að geta boöið íbúum byggöarlagsins fjöl- breyttara atvinnulíf og umhverfi en viðgengizt hefur. Það kallar á ný viðhorf sveitarstjórnarmanna. Hreppapólitík verður að leggja að velli, og sveitarfélögin verða að koma sér saman um ákveðna verkaskiptingu sín á milli, þannig aö afbrýðisemi og öfund út i ná- grannann verði ekki til þess að viðhalda óbreyttu ástandi, sem bitnar á öllu þjóðfélaginu. í þessu efni geri ég þá kröfu til samtaka sveitarfélaga, að þau móti stefnuna og hafi forystu um, að til þessa verks verði gengið. Það er ekkert lögmál, að við séum sífellt í vörn og kennum alltaf vondu ríkisvaldi um það, sem miður fer. Við eigum að sækja - á okkar eigin forsendum, sem við mótum sjálf. Sveitarfélögin verða að hafa svör við því, hvernig þau ætla að taka við auknum verkefnum og geta sýnt fram á, hvaða verkefni þau vilja taka og þá um leið hvernig. - Það er ekki sjálfgefið, að örfá sveitarfélög á suðvesturhorni landsins njóti allra ávaxtanna, sem vaxa af frumvinnslugreinum at- vinnuveganna. - Það er ekki sjálfgefið, að til- færsla starfsemi á vegum ríkis og þjónustugreina þjóöfélagsins mið- ist við fáeina útvalda staði. - Það er ekki sjálfgefið í Ijósi einhæfrar uppbyggingar margra sveitarféiaga, að komiö verði í veg fyrir tilfærslu byggöar og bú- seturöskun. - Það er ekki sjálfgefið að halda því fram, að sjávarpláss vítt um land eigi „siðferðilegan" rétt á því að stunda sjávarútveg, en hafna um leið kröfu þeirra til annarrar at- vinnusamsetningar. Með öðrum orðum þá kalla ég á, að jafnhliða þeirri miklu vinnu, sem framlögð tillaga að ályktun fulltrúa- ráðsfundarins gerir ráð fyrir, verði hafizt handa um mótun opinberrar byggðastefnu, sem taki mið af þeim atriðum, sem ég hef rakið hér að framan. Undanfarin ár hafa smá- skammtagjafir í anda hómópatans verið látnar duga, og t.d. var vin- sælasti lífselexírinn í áraraðir gengisfellingin, en löngu tímabært er aö taka upp fagmannlegri vinnubrögð í takt við veruleika nú- tímans. Hofurh avallt -■ ■ ■ ,• ! ■■■■ ■ fvrirlinnianrii fyrirliggjandi. Gosbrunna, úti og inni, yttur, dælur og Ijós, irðöverga, fugla o.fl. til garðskreytinga.. Vörufell hf. Opið 14-18 eða eftir samkomulagi Lokað þriðjudaga. 174

x

Sveitarstjórnarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.