Sveitarstjórnarmál

Volume

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1992, Page 53

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1992, Page 53
UMHVERFISMÁL Garðyrkju- og umhverfisstjórar sveitarfélaga stofna samtök Garðyrkjustjórar á stohfundinum í skoðunarferð á Akureyri, staddir í Kjarnaskógi. Á myndinni eru, talið frá vinstri, Kristján I. Gunnarsson, Hafnarfirði, Jóhann Pálsson, Reykjavik, Katrín Ólafsdóttir, Akranesi, Oddgeir Þ. Árnason, Mosfellsbæ, Erla Bil Bjarnardóttir, Garöabæ, Ást- hildur C. Þórðardóttir, ísafirði, Einar E. Sæmundsen, Kópavogi, Ágúst Þ. Bragason, Blönduósi, Snorri Sigfinnsson, Selfossi (á bak við er Helga Guðlaugsdóttir, Sauöárkróki), Steinunn Árna- dóttir, Seltjarnarnesi, og Árni S. Jóhannsson, Akureyri. A myndina vantar Héöin Helgason frá Húsavík. Hinn 30. janúar sl. voru á Akur- eyri stofnuð Samtök garðyrkju- og umhverfisstjóra sveitarfélaga.sem skammstöfuð eru SAMGUS. Á stofnfundinum voru fulltrúar frá 13 sveitarfélögum. Þessi starfsgrein er ung hjá flestum sveitarfélögum. Garðyrkju- og umhverfisstjórar eiga það sam- eiginlegt að hafa daglega umsjón með umhverfismálum sveitaríé- laga, og er viðfangsefni þeirra m.a. skipulag, framkvæmdir og rekstur á útivistarsvæðum og stofnanalóð- um sveitarfélaga, rekstur vinnu- skóla, skólagaröa og garðlanda þeirra. Einnig almenn umhverfis- vernd, s.s. náttúruvernd, ytri mengun og umgengni, og þeir eiga að stuðla að þróun ræktunar og verktækni í störfum sínum. Á fundinum kom í Ijós, að menntun félagsmanna er svipuð, tengd garðyrkju, þótt reynsla og framhaldsmenntun sé af ýmsum toga. Samtökin hyggjast starfa á svipuðum grunni og önnur samtök starfsmanna hjá sveitarfélögum. Tilgangur samtakanna er: a) að stuðla að þróun umhverf- ismála f víöasta skilningi þess hugtaks hjá sveitaríélögum. b) að vinna að bættri menntun, endurmenntun og aukinni fag- þekkingu félagsmanna. c) að stofna til umræðu og fræðslu um umhveríismál sveitar- félaga meðal félagsmanna, t.d. með fundahöldum, námsstefnum og umræöu í fjölmiölum. d) að vinna að því að auka skilning almennings á mikilvægi umhveríismálefna sveitaríélaga. e) aö vinna aö samstaríi við Samband íslenzkra sveitaríélaga og aðra þá, sem vinna að málefn- um sveitarfélaga. f) að hafa samvinnu við hliðstæð samtök á Norðurlöndum og á al- þjóðavettvangi. Eins og upptalningin ber með sér, er félagið stofnað til þess að auka þekkingu og áhuga þeirra, sem starfa að umhverfismálum sveitarfélaga, og gera þá hæfari til þess að sinna starfi sínu. Láta mun nærri, að 80% þjóðar- innar búi í 34 þéttbýliskjörnum, sem hafa 1.000 íbúa eða fleiri. Ekki er óraunhæft í Ijósi vaxandi áhuga og áherzlu á umhverfismál að gera ráð fyrir, aö á næstu árum muni staría garðyrkjustjórar eöa um- hverfisstjórar hjá flestum þessara sveitaríélaga. í fyrstu stjórn samtakanna voru kjörin Einar E. Sæmundsen, garð- yrkjustjóri Kópavogsbæjar, sem er formaður, Árni Steinar Jóhanns- son, umhverfisstjóri Akureyrarbæj- ar, og Erla Bil Bjarnardóttir, garð- yrkjustjóri Garðabæjar. 179

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.